Egill segir frá baráttu sinni við kvíða: „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum“ Andri Eysteinsson skrifar 12. maí 2020 23:39 Egill Helgason sjónvarpsmaður Vísir/Vilhelm Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því í pistli á Facebook síðu sinni í kvöld að hann hafi glímt við kvíða. Egill segir kvíðan vera helvítis mel og ástandið sé líkast því að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Egill sem hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Silfrinu, áður Silfri Egils, og Kiljunni til margra ára á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum skrifar um kvíðann. „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjurnar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni,“ skrifar Egill. Í samtali við DV sagði Egill að tíminn frá lokum apríl 2019 hafi verið sérlega erfiður. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en dottið í niðursveiflu að nýju. „Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram,“ skrifar Egill. Viðbrögðin við færslu Egils láta ekki á sér standa. Egill er vinmargur og hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Margir senda Agli baráttukveðjur og aðrir þakka honum fyrir að vera svo einlægur. Kærleikskveðjur streyma úr öllum áttum. „Mikið er ég þakklát að miðaldra, dáður, gáfaður, hæfileikaríkur og norrænn maður skuli deila líðan sinni á svona heiðarlegan hátt þannig að það snertir okkur öll. Þetta eykur lýðheilsu þjóðar. Takk og gangi þér vel minn kæri,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Margir tengja við hugsanir Egils. „Vá hvað er gott að fá þetta, svo nákvæmlega svona..... nákvæmlega, takk kærlega elsku vinur,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson talar á svipuðum nótum. „Hjartans þakkir fyrir að deila þessu. Margir kannast við þetta en kunna ekki að koma í orð.“ Söngkonan Svala Björgvins sendir Agli hlýja strauma. „Takk fyrir þessi orð! ég tengi mikið við kvíðann og þetta er oft mjög erfitt og hundleiðinlegt að díla við þetta mikilvægt að halda í þakklætið og núvitundina og hógværðina! og gott að vita að maður er svo sannarlega ekki einn að díla við þetta skrímsli sem kvíðinn getur verið stundum!hugee knús á þig og alla sem díla við þetta.“ Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hvetur Egil til að hvíla sig. „Þetta er innbyggt úr þróunarsögunni, þessi andskoti. Svo við finnum næsta loðfíl. Maður reynir að sussa á þetta og banna því að fiska sér ljótar hugsanir. Hvíldu þig, þú ert örugglega dauðþreyttur. Hefur gefið of mikið af sjálfum þér í allan vetur og áratugum saman. Sviðsljósið slítur manni.“ Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sendir Agli fallega kveðju og segir „Takk fyrir hugrekkið og ljóslifandi lýsingu. Við gerum öll ómannlegar kröfur til þín og kannski þú líka, enda ertu afburðamaður….Gangii þér vel, við stöndum öll með þér eins og klettur.“ Geðheilbrigði Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því í pistli á Facebook síðu sinni í kvöld að hann hafi glímt við kvíða. Egill segir kvíðan vera helvítis mel og ástandið sé líkast því að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Egill sem hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Silfrinu, áður Silfri Egils, og Kiljunni til margra ára á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum skrifar um kvíðann. „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjurnar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni,“ skrifar Egill. Í samtali við DV sagði Egill að tíminn frá lokum apríl 2019 hafi verið sérlega erfiður. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en dottið í niðursveiflu að nýju. „Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram,“ skrifar Egill. Viðbrögðin við færslu Egils láta ekki á sér standa. Egill er vinmargur og hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Margir senda Agli baráttukveðjur og aðrir þakka honum fyrir að vera svo einlægur. Kærleikskveðjur streyma úr öllum áttum. „Mikið er ég þakklát að miðaldra, dáður, gáfaður, hæfileikaríkur og norrænn maður skuli deila líðan sinni á svona heiðarlegan hátt þannig að það snertir okkur öll. Þetta eykur lýðheilsu þjóðar. Takk og gangi þér vel minn kæri,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Margir tengja við hugsanir Egils. „Vá hvað er gott að fá þetta, svo nákvæmlega svona..... nákvæmlega, takk kærlega elsku vinur,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson talar á svipuðum nótum. „Hjartans þakkir fyrir að deila þessu. Margir kannast við þetta en kunna ekki að koma í orð.“ Söngkonan Svala Björgvins sendir Agli hlýja strauma. „Takk fyrir þessi orð! ég tengi mikið við kvíðann og þetta er oft mjög erfitt og hundleiðinlegt að díla við þetta mikilvægt að halda í þakklætið og núvitundina og hógværðina! og gott að vita að maður er svo sannarlega ekki einn að díla við þetta skrímsli sem kvíðinn getur verið stundum!hugee knús á þig og alla sem díla við þetta.“ Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hvetur Egil til að hvíla sig. „Þetta er innbyggt úr þróunarsögunni, þessi andskoti. Svo við finnum næsta loðfíl. Maður reynir að sussa á þetta og banna því að fiska sér ljótar hugsanir. Hvíldu þig, þú ert örugglega dauðþreyttur. Hefur gefið of mikið af sjálfum þér í allan vetur og áratugum saman. Sviðsljósið slítur manni.“ Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sendir Agli fallega kveðju og segir „Takk fyrir hugrekkið og ljóslifandi lýsingu. Við gerum öll ómannlegar kröfur til þín og kannski þú líka, enda ertu afburðamaður….Gangii þér vel, við stöndum öll með þér eins og klettur.“
Geðheilbrigði Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent