Hættir að tala fyrir Apú í Simpson-fjölskyldunni Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 11:20 Stytta af persónu Apú úr Simpson-fjölskyldunni. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Hank Azaria ætlar að hætta að talsetja indverska kjörbúðareigandann Apú í þáttunum um Simpson-fjölskylduna sem hann hefur gert undanfarin þrjátíu ár. Ekki liggur fyrir hvort annar leikari verður fenginn í staðinn eða hvort persónan hverfi úr þáttunum. Azaria talar fyrir fjölda persóna í þáttunum, þar á meðal vertinn Moe, lögreglustjórann Wiggum og eiganda teiknimyndasagnabúðar. Nú segir hann að hann tali ekki framar fyrir Apú Nahasapeemapetilon, eiganda kjörbúðarinnar Kwik-E-Mart. „Það eina sem ég veit er að ég geri ekki röddina lengur nema við finnum einhverja leið til að breyta henni eða eitthvað,“ segir Azaria. Aðstandendur þáttanna hafi verið sammála um ákvörðunina, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Persóna Apú hefur sætt nokkurri gagnrýni á undanförnum árum þar sem hún er talin ýta undir staðalmyndir af Indverjum. Azaria er sjálfur hvítur. Eftir að Hari Kondabolu, bandarískur grínisti af indverskum ættum, gerði heimildarmynd um Apú og sagði persónuna byggða á rasískri staðalmynd árið 2017 sagðist Azaria tilbúinn að leggja persónuna á hilluna. Kondabolu sagði í mynd sinni „Vandamálið með Apú“ að í æsku hafi Apú verið eina persónan frá Suður-Asíu í bandarísku sjónvarpi. Önnur börn hafi hermt eftir Apú til að gera grín að Kondabolu. Azaria sagð að honum hafi þótt miður „persónulega og faglega“ að fólk hafi verið jaðarsett vegna Apú. Hank Azaria talar fyrir margar ástsælar persónur í þáttunum um Simpson-fjölskylduna.Vísir/EPA Bíó og sjónvarp Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Bandaríski leikarinn Hank Azaria ætlar að hætta að talsetja indverska kjörbúðareigandann Apú í þáttunum um Simpson-fjölskylduna sem hann hefur gert undanfarin þrjátíu ár. Ekki liggur fyrir hvort annar leikari verður fenginn í staðinn eða hvort persónan hverfi úr þáttunum. Azaria talar fyrir fjölda persóna í þáttunum, þar á meðal vertinn Moe, lögreglustjórann Wiggum og eiganda teiknimyndasagnabúðar. Nú segir hann að hann tali ekki framar fyrir Apú Nahasapeemapetilon, eiganda kjörbúðarinnar Kwik-E-Mart. „Það eina sem ég veit er að ég geri ekki röddina lengur nema við finnum einhverja leið til að breyta henni eða eitthvað,“ segir Azaria. Aðstandendur þáttanna hafi verið sammála um ákvörðunina, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Persóna Apú hefur sætt nokkurri gagnrýni á undanförnum árum þar sem hún er talin ýta undir staðalmyndir af Indverjum. Azaria er sjálfur hvítur. Eftir að Hari Kondabolu, bandarískur grínisti af indverskum ættum, gerði heimildarmynd um Apú og sagði persónuna byggða á rasískri staðalmynd árið 2017 sagðist Azaria tilbúinn að leggja persónuna á hilluna. Kondabolu sagði í mynd sinni „Vandamálið með Apú“ að í æsku hafi Apú verið eina persónan frá Suður-Asíu í bandarísku sjónvarpi. Önnur börn hafi hermt eftir Apú til að gera grín að Kondabolu. Azaria sagð að honum hafi þótt miður „persónulega og faglega“ að fólk hafi verið jaðarsett vegna Apú. Hank Azaria talar fyrir margar ástsælar persónur í þáttunum um Simpson-fjölskylduna.Vísir/EPA
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira