Innlent

Heimilisofbeldismálum fjölgar mikið milli mánaða

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur farið fjölgandi.
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur farið fjölgandi. Vísir/Vilhelm

Heimilisofbeldismálum hefur fjölgar mikið milli mánaða en hátt í áttatíu tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í apríl. Tilkynningum um kynferðisbrot hefur aftur á móti fækkað.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir aprílmánuð. Ofbeldisbrotum fjölgaði um 18% í apríl miðað við meðaltal síðustu sex mánaða. Skráðar voru 120 tilkynningar um ofbeldisbrot í apríl.

Mikil fjölgun hefur orðið á heimilisofbeldismálum. Alls bárust 77 tilkynningar um heimilisofbeldi í apríl sem er fjölgun milli mánaða og aukningin um 29% miðað við meðaltal síðustu sex mánaða. Það sem af er ári hafa borist 11% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan.

Tilkynningum um kynferðisofbeldi hefur aftur á m óti fækkað mikið. Skráð voru 15 kynferðisbrot í apríl sem er 51% fækkun miðað við meðaltal síðustu sex mánaða. Það sem af er ári hefur skráðum kynferðisbrotum fækkað um 23% miðað við meðaltal síðustu þriggja ára.

Þá hefur tilkynningum um þjófnað einnig fækkað en alls bárust 236 slíkar tilkynningar í apríl. Það er 27% fækkun miðað við meðaltal síðustu sex mánaða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×