ÍR-ingar kæra fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrir milljónafjárdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 22:25 Upp komst um málið í byrjun vetrar. Vísir/Vilhelm Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins fyrir fjárdrátt. Meintur fjárdráttur nemur rúmum tíu milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem birt var á vef félagsins í kvöld. Greint var frá því í lok janúar að aðalstjórn ÍR hefði að undanförnu haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Upp komst um málið í byrjun vetrar. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar sagði í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu á sínum tíma, að um „algjöran harmleik“ væri að ræða. Í yfirlýsingu ÍR segir að haldinn hafi verið fundur með þáverandi framkvæmdastjóra félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn, eftir fyrstu skoðun stjórnarinnar á fjárreiðum hans. Hann lét þá þegar af störfum, án uppsagnarfrests og án frekari réttar til launa, að því er segir í yfirlýsingunni. Þá var jafnframt lokað fyrir aðgang hans að reikningum og bókhaldi félagsins. Við nánari yfirferð hafi svo komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði á starfstíma sínum frá 1. október 2018 til starfsloka þann 15. nóvember 2019 tekið rúmar sex milljónir króna af reikningum félagsins. Hann hafi þó endurgreitt félaginu þá fjármuni sem teknir voru án heimildar. „Röskar“ tíu milljónir Í yfirlýsingunni segir að einnig hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn virðist hafa notað reikninga félagsins í eigin þágu á tímabilinu 2014-2019 þegar hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum á vegum ÍR. Þeir fjármunir eru sagðir nema röskum tíu milljónum króna og hefur ÍR leitað frekari skýringa á umræddum millifærslum. „[…] og verður það hlutverk lögreglu að meta hvort ástæða er til frekari aðgerða vegna þess,“ segir í yfirlýsingu ÍR. Samþykkt var á fundi aðalstjórnarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni Hæstaréttarlögmanni að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóranum vegna hinnar ætluðu misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins. „Aðalstjórn mun einnig áfram vinna í því að fá skýringar á greiðslum sem fóru af reikningum félagsins eða einstakra deilda til fyrrum framkvæmdastjóra og krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem áttu að renna til ÍR. Aðalstjórn á engan annan kost en að vísa framhaldi þessa máls að öðru leyti til til þess bærra yfirvalda. Þá mun aðalstjórn leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins fyrir fjárdrátt. Meintur fjárdráttur nemur rúmum tíu milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem birt var á vef félagsins í kvöld. Greint var frá því í lok janúar að aðalstjórn ÍR hefði að undanförnu haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Upp komst um málið í byrjun vetrar. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar sagði í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu á sínum tíma, að um „algjöran harmleik“ væri að ræða. Í yfirlýsingu ÍR segir að haldinn hafi verið fundur með þáverandi framkvæmdastjóra félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn, eftir fyrstu skoðun stjórnarinnar á fjárreiðum hans. Hann lét þá þegar af störfum, án uppsagnarfrests og án frekari réttar til launa, að því er segir í yfirlýsingunni. Þá var jafnframt lokað fyrir aðgang hans að reikningum og bókhaldi félagsins. Við nánari yfirferð hafi svo komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði á starfstíma sínum frá 1. október 2018 til starfsloka þann 15. nóvember 2019 tekið rúmar sex milljónir króna af reikningum félagsins. Hann hafi þó endurgreitt félaginu þá fjármuni sem teknir voru án heimildar. „Röskar“ tíu milljónir Í yfirlýsingunni segir að einnig hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn virðist hafa notað reikninga félagsins í eigin þágu á tímabilinu 2014-2019 þegar hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum á vegum ÍR. Þeir fjármunir eru sagðir nema röskum tíu milljónum króna og hefur ÍR leitað frekari skýringa á umræddum millifærslum. „[…] og verður það hlutverk lögreglu að meta hvort ástæða er til frekari aðgerða vegna þess,“ segir í yfirlýsingu ÍR. Samþykkt var á fundi aðalstjórnarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni Hæstaréttarlögmanni að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóranum vegna hinnar ætluðu misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins. „Aðalstjórn mun einnig áfram vinna í því að fá skýringar á greiðslum sem fóru af reikningum félagsins eða einstakra deilda til fyrrum framkvæmdastjóra og krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem áttu að renna til ÍR. Aðalstjórn á engan annan kost en að vísa framhaldi þessa máls að öðru leyti til til þess bærra yfirvalda. Þá mun aðalstjórn leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26