Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 18:45 Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. Forstjóri Samgöngustofu segir loftför ekki skráð hér á landi nema ítrustu öryggiskröfur hafi verið uppfylltar.Hinn 29. apríl árið 2016 var þyrla að gerðinni Airbus Super Puma H225 að flytja starfsmenn á olíuborpallinum Gullfaxa í Norðursjó til Bergen í Noregi þegar aðal spaði hennar losnaði skyndilega af þyrlunni með þeim afleiðingum að hún hrapaði til jarðar á Þurey. Allir um borð, tveggja manna áhöfn og ellefu farþegar létust.Sams konar slys hafði átt sér stað árið 2012 í Skotlandi þar sem 16 manns fórust og í tvígang til viðbótar hafa þyrlur sömu gerðar nauðlent á sjó án mannfalls vegna þess að gírkassi þeirra brotnaði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi hefur gefið út lokaskýrslu um slysið í Þurey þar sem lagðar eru fram tólf tillögur til úrbóta og beinast þær bæði að framleiðandanum Airbus og Flugöryggisstofnun Evrópu.Frá slysstað í Noregi.VÍSIR/EPAEnginn vafi er að mati nefndarinnar á að galli í gírkassa þyrlunnar olli slysinu. Tæring fannst í íhlutum gírkassans sem brotnaði áður en þyrlan steyptist til jarðar. Tillögur til úrbóta fjalla bæði um breytingar á framleiðslu einstakra hluta í gírkassanum, líftíma þeirra sem og um hvernig sinna skuli viðhaldi og eftirliti með þessum þyrlum. Frá því slysið varð hafa starfsmenn olíuborpalla í Noregi og Bretlandi neitað að fara um borð í þyrlur þessarar tegundar og árgerðar. Norskt fyrirtæki hefur boðið Landhelgisgæslunni að yngja upp tvær Super Puma þyrlur og taka þyrlur sömu árgerðar í staðinn fyrir hagstæða leigu.Landhelgisgæslan hugsar sinn gang Þegar leitað var viðbragða hjá Gæslunni í dag við skýrslu norsku rannsóknarnefndarinnar bárust þessi svör:„Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi vegna þyrluslyssins hörmulega í Turøy árið 2016 er viðamikil og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar þurfa á næstu vikum að kynna sér efni hennar áður en hægt er að tjá sig um hana. Landhelgisgæslan mun sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga. Í fljótu bragði er fátt sem kemur á óvart í skýrslunni en of snemmt er að tjá sig um hana að öðru leyti á þessum tímapunkti.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir stofnunina fylgjast vel með öllum rannsóknarskýrslum vegna loftfara sem skráð séu á Íslandi.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.Fréttablaðið/GVA„Og ef kemur til beiðni um skráningu slíkrar þyrlu hérna myndum við að sjálfsögðu fara yfir allar þær ábendingar og úrbætur sem gerðar hafa verið tillögur um í kjölfar þessara slysa,“ segir Þórólfur.Sérstaklega yrði leitað umsagna hjá Flugöryggisstofnun Evrópu sem sé í samskiptum við framleiðandann og gefi út leiðbeiningar og viðvaranir, enda gildi skráning loftfara hér um alla Evrópu.„Allt í þágu flugöryggis. Þannig að við munum aldrei slá af kröfum um mesta flugöryggi sem við getum fengið,“ segir Þórólfur Árnason. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Sjá meira
Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. Forstjóri Samgöngustofu segir loftför ekki skráð hér á landi nema ítrustu öryggiskröfur hafi verið uppfylltar.Hinn 29. apríl árið 2016 var þyrla að gerðinni Airbus Super Puma H225 að flytja starfsmenn á olíuborpallinum Gullfaxa í Norðursjó til Bergen í Noregi þegar aðal spaði hennar losnaði skyndilega af þyrlunni með þeim afleiðingum að hún hrapaði til jarðar á Þurey. Allir um borð, tveggja manna áhöfn og ellefu farþegar létust.Sams konar slys hafði átt sér stað árið 2012 í Skotlandi þar sem 16 manns fórust og í tvígang til viðbótar hafa þyrlur sömu gerðar nauðlent á sjó án mannfalls vegna þess að gírkassi þeirra brotnaði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi hefur gefið út lokaskýrslu um slysið í Þurey þar sem lagðar eru fram tólf tillögur til úrbóta og beinast þær bæði að framleiðandanum Airbus og Flugöryggisstofnun Evrópu.Frá slysstað í Noregi.VÍSIR/EPAEnginn vafi er að mati nefndarinnar á að galli í gírkassa þyrlunnar olli slysinu. Tæring fannst í íhlutum gírkassans sem brotnaði áður en þyrlan steyptist til jarðar. Tillögur til úrbóta fjalla bæði um breytingar á framleiðslu einstakra hluta í gírkassanum, líftíma þeirra sem og um hvernig sinna skuli viðhaldi og eftirliti með þessum þyrlum. Frá því slysið varð hafa starfsmenn olíuborpalla í Noregi og Bretlandi neitað að fara um borð í þyrlur þessarar tegundar og árgerðar. Norskt fyrirtæki hefur boðið Landhelgisgæslunni að yngja upp tvær Super Puma þyrlur og taka þyrlur sömu árgerðar í staðinn fyrir hagstæða leigu.Landhelgisgæslan hugsar sinn gang Þegar leitað var viðbragða hjá Gæslunni í dag við skýrslu norsku rannsóknarnefndarinnar bárust þessi svör:„Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi vegna þyrluslyssins hörmulega í Turøy árið 2016 er viðamikil og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar þurfa á næstu vikum að kynna sér efni hennar áður en hægt er að tjá sig um hana. Landhelgisgæslan mun sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga. Í fljótu bragði er fátt sem kemur á óvart í skýrslunni en of snemmt er að tjá sig um hana að öðru leyti á þessum tímapunkti.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir stofnunina fylgjast vel með öllum rannsóknarskýrslum vegna loftfara sem skráð séu á Íslandi.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.Fréttablaðið/GVA„Og ef kemur til beiðni um skráningu slíkrar þyrlu hérna myndum við að sjálfsögðu fara yfir allar þær ábendingar og úrbætur sem gerðar hafa verið tillögur um í kjölfar þessara slysa,“ segir Þórólfur.Sérstaklega yrði leitað umsagna hjá Flugöryggisstofnun Evrópu sem sé í samskiptum við framleiðandann og gefi út leiðbeiningar og viðvaranir, enda gildi skráning loftfara hér um alla Evrópu.„Allt í þágu flugöryggis. Þannig að við munum aldrei slá af kröfum um mesta flugöryggi sem við getum fengið,“ segir Þórólfur Árnason.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Sjá meira
Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00
Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30
Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00