Innlent

Jenný Guð­rún nýr fram­kvæmda­stjóri Við­reisnar

Atli Ísleifsson skrifar
Jenný Guðrún Jónsdóttir.
Jenný Guðrún Jónsdóttir. viðreisn

Jenný Guðrún Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Viðreisnar. Hún tekur við starfinu af Birnu Þórarinsdóttur sem nýverið var ráðin nýr framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Í tilkynningu kemur fram að Jenný sé menntaður kennari, hafi próf í verðbréfamiðlun og sé í stjórnunarnámi. Hún starfaði í tæpan áratug í fjármálageiranum, síðast sem rekstrarstjóri.

„Jenný tók þátt í stofnun Viðreisnar og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún sat í fyrstu stjórn Viðreisnar, hefur leitt málefnastarf og setið í uppstillinganefnd. Þá starfaði hún sem framkvæmdastjóri Viðreisnar í afleysingum í tæpt ár 2018-2019,“ segir í tilkynningunni. Alls bárust 44 um sóknir um starfið en Hagvangur sá um ráðningarferlið. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×