Innlent

Sigurður Tómas nýr dómari við Hæsta­rétt

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Tómas Magnússon.
Sigurður Tómas Magnússon. Stjórnarráðið

Sigurður Tómas Magnússon Landsréttardómari hefur verið skipaður nýr dómari við Hæstarétt. 

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir, settur dómsmálaráðherra, hafi ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um að Sigurður Tómas verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 18. maí næstkomandi. 

„Aðrir umsækjendur um embættið voru Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, og Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Við skipun Sigurðar Tómasar í Hæstarétt losnar embætti eins dómara við Landsrétt sem auglýst verður laust til umsóknar innan tíðar,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×