Segir rauða litinn víkjandi í merki VG Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2020 11:57 Logi hannaði fyrsta merki VG í samræmi við hugmyndir Steingríms varðandi liti og skýrskotun flokksins. Logi er heldur á því að rauði liturinn sé að víkja að undanförnu. visir/vilhelm Eitt af því sem flaug fyrir á ritstjórninni í fjaðrafoki í síðustu viku vegna nýs merkis Samfylkingarinnar, sem Elliði Vignisson bæjarstjóri vildi leggja upp sem náskylt merkjafræði nasista, voru upplýsingar um að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar væri höfundur fyrsta merkis Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Nokkuð sem er ekki á vitorði margra. Vísir fór á stúfana og innti Loga eftir því hvort þetta væri rétt og hvernig þetta hefði komið til. „Já. Gamla lógóið en þau báru nú blessunarlega gæfu til þess að skipta því út. Nýja merkið þeirra fínt,“ segir Logi. Formaðurinn segir svo frá að á þeim tíma hafi félagi hans í hinni Akureyrsku gleðisveit Skriðjöklunum, Jón Haukur Brynjólfsson, verið aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns og flokkurinn nýstofnaður. „Bjargir hans hafa líklega verið takmarkaðri en nú og því leitaði hann til mín þar sem hann vissi að ég hafði unnið á auglýsingastofu í einhvern tíma þegar dapurt var í arkitektabransanum,“ segir Logi sem þá starfaði sem arkíktekt á Akureyri. Studdi Steingrím sem ungur menntskælingur Logi segir að ýmsar hugmyndir hafi verið lagðar til grundvallar á þessum sokkabandsárum flokksins en Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð í febrúar árið 1999. „Við hittum Steingrím sem fór yfir sínar hugmyndir og ræddi liti og skírskotun flokksins. Ég fór svo bara heim og föndraði þetta. Upphaflega var þetta útfært þannig að stundum væri hægt að nota V-ið rautt með grænum doppum og svo öfugt. Mér sýnist svo síðustu ár sem það var notað hafi græna útgáfan eingöngu verið notuð og rauði litur stéttarbaráttunnar verið lagður meira til hliðar.“ Logi segir að sér hafi auðvitað runnið blóðið til skyldunnar og hann hafi, sem ungur menntaskólanemi, stutt Steingrím. „Bar út bæklinga í hans fyrsta framboði sem oddviti 1983 og gott ef ég kom honum jafnvel ekki til varnar í baráttunni gegn litasjónvarpinu. Ég vona þó að ég hafi eitthvað mjakast í frjálslyndisátt síðan.“ Heitar umræður um nýtt merki Samfylkingar Logi segir það rétt, hann þurfi ekki að kvarta undan því að nýja merki Samfylkingarinnar hafi ekki vakið eftirtekt. Elliði Vignisson fitjaði upp á þeim möguleika að þarna væru skyldleikar með hugmyndafræði nasista en var reyndar rekinn til baka með það og út í horn í afar fjörlegum umræðum á Facebooksíðu hans þar sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, Karen Kjartansdóttir, lét ásamt öðrum mjög til sín taka. Og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vakti athygli á því að hinu nýja merki svipaði mjög til merkis Byggðastofnunar. Og vonaðist þá til þess að það markaði stefnubreytingu Samfylkingarinnar í byggðamálum. „Nei, nei. Auðvitað er ekkert nema eðlileg að fólk hafi skoðun og nýja útgáfan er nú meira þróun á því eldra til að mæta nýti tækni, samhæfa milli aðildarfélaga og auka notkunarmöguleika. Sérstaklega skemmtilegt hefur hins vegar verið að uppgötva lítið form og litlæsi nokkurra stjórnmálamanna, svo ekki sé nú minnst á litla þekkingu á táknfræði. Þannig tala ummæli Elliða nú fyrir sig sjálf og skot Sigmundar Davíðs um líkindi við gamla Byggðarstofnunarmerkið hafa líklega riðið af eftir að hann var búinn að gleyma merki Ferrari-bílaframleiðandans. En, ummælin dæma sig auðvitað sjálf.“ Vinstri græn Samfylkingin Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Vangaveltur Elliða um nýtt merki Samfylkingarinnar hljóta misjafnar undirtektir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýtt merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. 5. maí 2020 22:29 Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Eitt af því sem flaug fyrir á ritstjórninni í fjaðrafoki í síðustu viku vegna nýs merkis Samfylkingarinnar, sem Elliði Vignisson bæjarstjóri vildi leggja upp sem náskylt merkjafræði nasista, voru upplýsingar um að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar væri höfundur fyrsta merkis Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Nokkuð sem er ekki á vitorði margra. Vísir fór á stúfana og innti Loga eftir því hvort þetta væri rétt og hvernig þetta hefði komið til. „Já. Gamla lógóið en þau báru nú blessunarlega gæfu til þess að skipta því út. Nýja merkið þeirra fínt,“ segir Logi. Formaðurinn segir svo frá að á þeim tíma hafi félagi hans í hinni Akureyrsku gleðisveit Skriðjöklunum, Jón Haukur Brynjólfsson, verið aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns og flokkurinn nýstofnaður. „Bjargir hans hafa líklega verið takmarkaðri en nú og því leitaði hann til mín þar sem hann vissi að ég hafði unnið á auglýsingastofu í einhvern tíma þegar dapurt var í arkitektabransanum,“ segir Logi sem þá starfaði sem arkíktekt á Akureyri. Studdi Steingrím sem ungur menntskælingur Logi segir að ýmsar hugmyndir hafi verið lagðar til grundvallar á þessum sokkabandsárum flokksins en Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð í febrúar árið 1999. „Við hittum Steingrím sem fór yfir sínar hugmyndir og ræddi liti og skírskotun flokksins. Ég fór svo bara heim og föndraði þetta. Upphaflega var þetta útfært þannig að stundum væri hægt að nota V-ið rautt með grænum doppum og svo öfugt. Mér sýnist svo síðustu ár sem það var notað hafi græna útgáfan eingöngu verið notuð og rauði litur stéttarbaráttunnar verið lagður meira til hliðar.“ Logi segir að sér hafi auðvitað runnið blóðið til skyldunnar og hann hafi, sem ungur menntaskólanemi, stutt Steingrím. „Bar út bæklinga í hans fyrsta framboði sem oddviti 1983 og gott ef ég kom honum jafnvel ekki til varnar í baráttunni gegn litasjónvarpinu. Ég vona þó að ég hafi eitthvað mjakast í frjálslyndisátt síðan.“ Heitar umræður um nýtt merki Samfylkingar Logi segir það rétt, hann þurfi ekki að kvarta undan því að nýja merki Samfylkingarinnar hafi ekki vakið eftirtekt. Elliði Vignisson fitjaði upp á þeim möguleika að þarna væru skyldleikar með hugmyndafræði nasista en var reyndar rekinn til baka með það og út í horn í afar fjörlegum umræðum á Facebooksíðu hans þar sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, Karen Kjartansdóttir, lét ásamt öðrum mjög til sín taka. Og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vakti athygli á því að hinu nýja merki svipaði mjög til merkis Byggðastofnunar. Og vonaðist þá til þess að það markaði stefnubreytingu Samfylkingarinnar í byggðamálum. „Nei, nei. Auðvitað er ekkert nema eðlileg að fólk hafi skoðun og nýja útgáfan er nú meira þróun á því eldra til að mæta nýti tækni, samhæfa milli aðildarfélaga og auka notkunarmöguleika. Sérstaklega skemmtilegt hefur hins vegar verið að uppgötva lítið form og litlæsi nokkurra stjórnmálamanna, svo ekki sé nú minnst á litla þekkingu á táknfræði. Þannig tala ummæli Elliða nú fyrir sig sjálf og skot Sigmundar Davíðs um líkindi við gamla Byggðarstofnunarmerkið hafa líklega riðið af eftir að hann var búinn að gleyma merki Ferrari-bílaframleiðandans. En, ummælin dæma sig auðvitað sjálf.“
Vinstri græn Samfylkingin Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Vangaveltur Elliða um nýtt merki Samfylkingarinnar hljóta misjafnar undirtektir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýtt merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. 5. maí 2020 22:29 Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Vangaveltur Elliða um nýtt merki Samfylkingarinnar hljóta misjafnar undirtektir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýtt merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. 5. maí 2020 22:29
Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16