37 milljónir til atvinnulausra ungmenna 19. maí 2007 15:18 Frá Akureyri. Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í dag. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi. Rauði krossinn leggur til 15 milljónir króna í stofnkostnað Fjölsmiðjunnar, Akureyrarbær leggur til 10 milljónir, Vinnumálastofnun 5 milljónir og menntamálaráðueytið 2 milljónir króna. Fjölsmiðjunni á Akureyri er ætlað að virkja ungt fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem á í síendurteknu atvinnuleysi til að mynda vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/eða andlegra vandamála, og aðstoða það við að finna sér nýjan farveg í lífinu. Fjölsmiðjan er vinnusetur þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem Rauði krossinn hafði frumkvæði að því að komið var á fót árið 2000 þar sem hefur sýnt sig að fjölda ungmenna hefur tekist að fóta sig á nýju í lífinu eftir starf sitt þar. Einnig var á aðalfundinum samþykkt ný og endurskoðuð stefna Rauða krossins til næstu þriggja ára. Með stefnunni er verið að bregðast við niðurstöðu könnunar sem félagið lét gera á síðasta ári um hverjir það eru sem verst standa í íslensku þjóðfélagi. Könnunin leiddi í ljós brýna þörf á að efla starf með innflytjendum og sporna gegn félagslegri einangrun. Sérstök áhersla er því lögð á í nýrri stefnu að starfa með innflytjendum til að auðvelda gagnkvæma aðlögun - bæði með því að efla þátttöku þeirra í starfi Rauða krossins og eins að auka þjónustu við innflytjendur. Erlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í dag. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi. Rauði krossinn leggur til 15 milljónir króna í stofnkostnað Fjölsmiðjunnar, Akureyrarbær leggur til 10 milljónir, Vinnumálastofnun 5 milljónir og menntamálaráðueytið 2 milljónir króna. Fjölsmiðjunni á Akureyri er ætlað að virkja ungt fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem á í síendurteknu atvinnuleysi til að mynda vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/eða andlegra vandamála, og aðstoða það við að finna sér nýjan farveg í lífinu. Fjölsmiðjan er vinnusetur þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem Rauði krossinn hafði frumkvæði að því að komið var á fót árið 2000 þar sem hefur sýnt sig að fjölda ungmenna hefur tekist að fóta sig á nýju í lífinu eftir starf sitt þar. Einnig var á aðalfundinum samþykkt ný og endurskoðuð stefna Rauða krossins til næstu þriggja ára. Með stefnunni er verið að bregðast við niðurstöðu könnunar sem félagið lét gera á síðasta ári um hverjir það eru sem verst standa í íslensku þjóðfélagi. Könnunin leiddi í ljós brýna þörf á að efla starf með innflytjendum og sporna gegn félagslegri einangrun. Sérstök áhersla er því lögð á í nýrri stefnu að starfa með innflytjendum til að auðvelda gagnkvæma aðlögun - bæði með því að efla þátttöku þeirra í starfi Rauða krossins og eins að auka þjónustu við innflytjendur.
Erlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira