Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2020 12:10 Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur ritaði opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í morgun. Aðsend/Vísir/Vilhelm Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. Hún hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Dana og styðja ríkulega við bakið á einkareknum fjölmiðlum í því kreppuástandi sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar. Annars stefni í óefni. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og kennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, ritar í morgun á Kjarnanum opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún skorar á hana að styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á hinum víðsjárverðu tímum kórónuveiru, líkt og Danir hafa gert. Sigrún telur að Íslendingar hafi aldrei verið jafnháðir fjölmiðlum og nú. „Og á sama tíma eru náttúrulega auglýsingatekjur að dragast saman, fyrirtæki eru að loka. Þannig að þetta er mikil kreppa og vandræðaástand sem ég held að þurfi virkilega að líta alvarlegum augum,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Sigrún hefur setið í stjórn norðlenska miðilsins N4 um árabil. Hún segir reksturinn hafa verið þungan í talsverðan tíma. Nú þyngist róðurinn sem aldrei fyrr. „En í staðinn fyrir að gefast upp var ákveðið að spýta í lófana og axla þá ábyrgð sem hvílir á fjölmiðlum. Og fyrirtækið hefur frekar gefið í en hitt. En hversu lengi það heldur úti, það er önnur saga.“ Sigrún hvetur ráðherra að fara að fordæmi Dana. Meirihluti náðist á danska þinginu í vikunni um björgunarpakka til fjölmiðla, sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna. „Við þurfum ekkert að finna upp hjólið. Við getum tekið þessa hugmynd frá þeim, sem þeir hafa komið í framkvæmd, og styrkja fjölmiðlana tímabundið á meðan verið er að bíða eftir þessu fjölmiðlafrumvarpi,“ segir Sigrún. „Þessir miðlar verða að fá stuðning ef þeir eiga að halda úti þetta kreppuástand sem við erum í akkúrat hér og nú.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00 Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. Hún hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Dana og styðja ríkulega við bakið á einkareknum fjölmiðlum í því kreppuástandi sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar. Annars stefni í óefni. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og kennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, ritar í morgun á Kjarnanum opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún skorar á hana að styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á hinum víðsjárverðu tímum kórónuveiru, líkt og Danir hafa gert. Sigrún telur að Íslendingar hafi aldrei verið jafnháðir fjölmiðlum og nú. „Og á sama tíma eru náttúrulega auglýsingatekjur að dragast saman, fyrirtæki eru að loka. Þannig að þetta er mikil kreppa og vandræðaástand sem ég held að þurfi virkilega að líta alvarlegum augum,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Sigrún hefur setið í stjórn norðlenska miðilsins N4 um árabil. Hún segir reksturinn hafa verið þungan í talsverðan tíma. Nú þyngist róðurinn sem aldrei fyrr. „En í staðinn fyrir að gefast upp var ákveðið að spýta í lófana og axla þá ábyrgð sem hvílir á fjölmiðlum. Og fyrirtækið hefur frekar gefið í en hitt. En hversu lengi það heldur úti, það er önnur saga.“ Sigrún hvetur ráðherra að fara að fordæmi Dana. Meirihluti náðist á danska þinginu í vikunni um björgunarpakka til fjölmiðla, sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna. „Við þurfum ekkert að finna upp hjólið. Við getum tekið þessa hugmynd frá þeim, sem þeir hafa komið í framkvæmd, og styrkja fjölmiðlana tímabundið á meðan verið er að bíða eftir þessu fjölmiðlafrumvarpi,“ segir Sigrún. „Þessir miðlar verða að fá stuðning ef þeir eiga að halda úti þetta kreppuástand sem við erum í akkúrat hér og nú.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00 Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00
Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26