Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Þórir Guðmundsson skrifar 2. apríl 2020 16:00 Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Í síðustu viku fékk ungverska stjórnin heimild þingsins til að stjórna með tilskipunum og samkvæmt sömu lögum mega eingöngu stjórnvöld koma á framfæri tilkynningum um kórónuveirufaraldurinn. Hún þarf ekki fjölmiðla nema þá bara til að birta tilkynningarnar; alls ekki til að spyrja ágengra spurninga. Misjafnt hafast menn að. Í Bandaríkjunum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til að hella sér yfir fréttamann sem spurði hvort hann hefði einhver skilaboð til fólks sem ætti um sárt að binda. Í sama landi tilkynnti Facebook um fjórtán milljarða króna sjóð til að styrkja fjölmiðla þar í landi sem fara halloka um þessar mundir. Reyndar er kaldhæðnislegt að það eru einmitt Facebook og aðrir samfélagsmiðlar sem hafa valdið skertum auglýsingatekjum fjölmiðla um allan heim undanfarin ár. Þeir nota óspart fréttir og greinar sem fjölmiðlar birta til þess að fá til sín lesendur en sjúga um leið upp auglýsingamarkaðinn. Fjölmiðlar á vesturlöndum og um allan heim hafa á síðustu árum haldið úti fréttaflutningi til almennings á miklum þrengingatímum á auglýsingamarkaði. Á sama tíma og vægi fréttaþjónustunnar hefur aukist þá minnkar nú geta fjölmiðla til að halda þjónustunni uppi. Forsvarsmenn fjölmiðla í Noregi sögðust í nýrri könnun gera ráð fyrir því að auglýsingamarkaðurinn hjá stafrænum miðlum yrði fyrir 90% falli vegna áhrifa faraldursins. Eins og til að undirstrika þetta birti Coca-Cola á Íslandi fyrr í dag tilkynningu um að Coca-Cola myndi á heimsvísu hætta öllum auglýsingum en veita fé til hjálparstarfs. Hér á landi sjá fyrirtæki ekki tilgang í því að auglýsa samkomur, veitingastaði, ferðir og annað sem hefur verið stór þáttur í rekstrargrundvelli fjölmiðla. Fyrirsjáanlegt er að það ástand mun vara í einhvern tíma. Markmið danskra stjórnvalda með stuðningi við fjölmiðla, umfram þann stuðning sem atvinnulífinu er veittur almennt, er að halda einkareknum fjölmiðlum gangandi í þessu gjörningaveðri þegar þeirra er þörf sem aldrei fyrr. „Við erum með einkarekna fjölmiðla, sem eru hluti af staðbundnu lýðræði, sem missa auglýsingatekjur,“ segir Joy Mogensen menningarmálaráðherra Danmerkur. „Það er hætta á að það hafi afleiðingar fyrir lýðræðið og samtalið í þjóðfélaginu.“ Þeir sem lesa þennan miðil, Vísi, og þeir sem fylgjast með fréttaflutningi á Bylgjunni og Stöð 2 fá fréttirnar án endurgjalds. Það er samt ekki ókeypis að afla þeirra. Á bak við fréttaflutninginn eru um 60 manns sem þessa dagana vinna heima hjá sér eða mæta til vinnu í nógu litlum hópum til að halda samkomubannið og verja sjálfa sig og vinnustaðinn en halda samt úti öflugri fréttavinnslu. Fréttaöflun á timum kórónuveiru. Birgir Olgeirsson fréttamaður heldur fjarlægð milli sín og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra.Einar Árnason/Vísir Lestur, hlustun og áhorf hafa tekið gífurlegan kipp sem segir okkur að fólk fylgist með af áfergju. Upplýsingarnar sem við veitum hjálpa fólki frá degi til dags við að taka ákvarðanir um daglegt líf og tilveru við undarlegar aðstæður. Þær geta verið lífsbjargandi. Á sama tíma hefur tekjugrundvöllur fjölmiðla orðið fyrir verulegu áfalli. Það eru ekki margir auglýsendur sem vilja kosta fjármunum til að ná til alls þessa fólks sem er að fylgjast með. Það fólk er ekki að skipuleggja ferðalög, bóka skemmtanir eða fara út að borða. Fáir vita að daglegar útsendingar af fjölmiðlafundi Almannavarna – sem er sjónvarpað, útvarpað og varpað út á fréttavefjum – eru til skiptis í boði RÚV og fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Við skiptum útsendingunum bróðurlega með RÚV til þess að fækka fólki í fundarplássinu hjá Almannavörnum. Þannig, og á ótal marga aðra vegu, gegnir þessi einkarekna fréttastofa hlutverki í almannavarnakerfinu þó að það hafi reyndar aldrei hlotið opinbera viðurkenningu. Hvað þá að það hafi kallað á fjárstuðning frá hinu opinbera. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla var bágborið fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þessu er lýst í yfirgripsmikilli skýrslu nefndar sem var skipuð til að fara yfir málið og skilaði af sér í ársbyrjun 2018. Þar er einnig lýst yfirburðastöðu RÚV á auglýsingamarkaði, sem þrengir að einkamiðlunum á þeim vettvangi á sama tíma og hið opinbera fyrirtæki fær ríflegar tekjur af skattgreiðslum almennings. Skýrslan var undirstaða frumvarps um stuðning við fjölmiðla, sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra lagði fram. Það frumvarp fékk að sofna svefninum langa á þingi í fyrra og hefur verið grafið í nefnd í breyttu formi á yfirstandandi þingi. Neyðarástandið sem fjölmiðlar standa frammi fyrir nú virðist þar engin áhrif hafa. Annars staðar hafa stjórnvöld brugðist við ástandinu með því að setja hömlur á fjölmiðla, jafnvel í Evrópusambandsríkjum eins og Ungverjalandi. Hér á landi hafa yfirvöld þvert á móti gert sér sérstakt far um að svara spurningum fjölmiðla og nýta þá til að koma upplýsingum til almennings. Það auðveldar okkar starf alveg gífurlega og kemur fólki til góða á hverjum degi. Á sama tíma er ekki hægt annað en horfa til fjölmiðlafrumvarpsins, sem átti að vera líflína til fjölmiðla löngu áður en núverandi hamfarir dundu yfir. Það frumvarp sefur nú værum svefni í nefnd á meðan tekjugrundvöllur fjölmiðla, auglýsingamarkaðurinn, þornar upp. Fyrir fjölmiðla myndi miklu muna ef þingmenn myndu einhenda sér í að koma því frumvarpi í lög. Hinn möguleikinn væri að fara dönsku leiðina og bæta fjölmiðlum upp auglýsingatapið með sértækri aðgerð nú. Þriðja leiðin er að gera ekkert. Hún er verst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Þórir Guðmundsson Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Í síðustu viku fékk ungverska stjórnin heimild þingsins til að stjórna með tilskipunum og samkvæmt sömu lögum mega eingöngu stjórnvöld koma á framfæri tilkynningum um kórónuveirufaraldurinn. Hún þarf ekki fjölmiðla nema þá bara til að birta tilkynningarnar; alls ekki til að spyrja ágengra spurninga. Misjafnt hafast menn að. Í Bandaríkjunum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til að hella sér yfir fréttamann sem spurði hvort hann hefði einhver skilaboð til fólks sem ætti um sárt að binda. Í sama landi tilkynnti Facebook um fjórtán milljarða króna sjóð til að styrkja fjölmiðla þar í landi sem fara halloka um þessar mundir. Reyndar er kaldhæðnislegt að það eru einmitt Facebook og aðrir samfélagsmiðlar sem hafa valdið skertum auglýsingatekjum fjölmiðla um allan heim undanfarin ár. Þeir nota óspart fréttir og greinar sem fjölmiðlar birta til þess að fá til sín lesendur en sjúga um leið upp auglýsingamarkaðinn. Fjölmiðlar á vesturlöndum og um allan heim hafa á síðustu árum haldið úti fréttaflutningi til almennings á miklum þrengingatímum á auglýsingamarkaði. Á sama tíma og vægi fréttaþjónustunnar hefur aukist þá minnkar nú geta fjölmiðla til að halda þjónustunni uppi. Forsvarsmenn fjölmiðla í Noregi sögðust í nýrri könnun gera ráð fyrir því að auglýsingamarkaðurinn hjá stafrænum miðlum yrði fyrir 90% falli vegna áhrifa faraldursins. Eins og til að undirstrika þetta birti Coca-Cola á Íslandi fyrr í dag tilkynningu um að Coca-Cola myndi á heimsvísu hætta öllum auglýsingum en veita fé til hjálparstarfs. Hér á landi sjá fyrirtæki ekki tilgang í því að auglýsa samkomur, veitingastaði, ferðir og annað sem hefur verið stór þáttur í rekstrargrundvelli fjölmiðla. Fyrirsjáanlegt er að það ástand mun vara í einhvern tíma. Markmið danskra stjórnvalda með stuðningi við fjölmiðla, umfram þann stuðning sem atvinnulífinu er veittur almennt, er að halda einkareknum fjölmiðlum gangandi í þessu gjörningaveðri þegar þeirra er þörf sem aldrei fyrr. „Við erum með einkarekna fjölmiðla, sem eru hluti af staðbundnu lýðræði, sem missa auglýsingatekjur,“ segir Joy Mogensen menningarmálaráðherra Danmerkur. „Það er hætta á að það hafi afleiðingar fyrir lýðræðið og samtalið í þjóðfélaginu.“ Þeir sem lesa þennan miðil, Vísi, og þeir sem fylgjast með fréttaflutningi á Bylgjunni og Stöð 2 fá fréttirnar án endurgjalds. Það er samt ekki ókeypis að afla þeirra. Á bak við fréttaflutninginn eru um 60 manns sem þessa dagana vinna heima hjá sér eða mæta til vinnu í nógu litlum hópum til að halda samkomubannið og verja sjálfa sig og vinnustaðinn en halda samt úti öflugri fréttavinnslu. Fréttaöflun á timum kórónuveiru. Birgir Olgeirsson fréttamaður heldur fjarlægð milli sín og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra.Einar Árnason/Vísir Lestur, hlustun og áhorf hafa tekið gífurlegan kipp sem segir okkur að fólk fylgist með af áfergju. Upplýsingarnar sem við veitum hjálpa fólki frá degi til dags við að taka ákvarðanir um daglegt líf og tilveru við undarlegar aðstæður. Þær geta verið lífsbjargandi. Á sama tíma hefur tekjugrundvöllur fjölmiðla orðið fyrir verulegu áfalli. Það eru ekki margir auglýsendur sem vilja kosta fjármunum til að ná til alls þessa fólks sem er að fylgjast með. Það fólk er ekki að skipuleggja ferðalög, bóka skemmtanir eða fara út að borða. Fáir vita að daglegar útsendingar af fjölmiðlafundi Almannavarna – sem er sjónvarpað, útvarpað og varpað út á fréttavefjum – eru til skiptis í boði RÚV og fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Við skiptum útsendingunum bróðurlega með RÚV til þess að fækka fólki í fundarplássinu hjá Almannavörnum. Þannig, og á ótal marga aðra vegu, gegnir þessi einkarekna fréttastofa hlutverki í almannavarnakerfinu þó að það hafi reyndar aldrei hlotið opinbera viðurkenningu. Hvað þá að það hafi kallað á fjárstuðning frá hinu opinbera. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla var bágborið fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þessu er lýst í yfirgripsmikilli skýrslu nefndar sem var skipuð til að fara yfir málið og skilaði af sér í ársbyrjun 2018. Þar er einnig lýst yfirburðastöðu RÚV á auglýsingamarkaði, sem þrengir að einkamiðlunum á þeim vettvangi á sama tíma og hið opinbera fyrirtæki fær ríflegar tekjur af skattgreiðslum almennings. Skýrslan var undirstaða frumvarps um stuðning við fjölmiðla, sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra lagði fram. Það frumvarp fékk að sofna svefninum langa á þingi í fyrra og hefur verið grafið í nefnd í breyttu formi á yfirstandandi þingi. Neyðarástandið sem fjölmiðlar standa frammi fyrir nú virðist þar engin áhrif hafa. Annars staðar hafa stjórnvöld brugðist við ástandinu með því að setja hömlur á fjölmiðla, jafnvel í Evrópusambandsríkjum eins og Ungverjalandi. Hér á landi hafa yfirvöld þvert á móti gert sér sérstakt far um að svara spurningum fjölmiðla og nýta þá til að koma upplýsingum til almennings. Það auðveldar okkar starf alveg gífurlega og kemur fólki til góða á hverjum degi. Á sama tíma er ekki hægt annað en horfa til fjölmiðlafrumvarpsins, sem átti að vera líflína til fjölmiðla löngu áður en núverandi hamfarir dundu yfir. Það frumvarp sefur nú værum svefni í nefnd á meðan tekjugrundvöllur fjölmiðla, auglýsingamarkaðurinn, þornar upp. Fyrir fjölmiðla myndi miklu muna ef þingmenn myndu einhenda sér í að koma því frumvarpi í lög. Hinn möguleikinn væri að fara dönsku leiðina og bæta fjölmiðlum upp auglýsingatapið með sértækri aðgerð nú. Þriðja leiðin er að gera ekkert. Hún er verst.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun