Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern Munchen, segir frá skemmtilegum sögnum af Pep Guardiola í viðtali tímarit Bæjara.
Guardiola vann Bundesliguna í þrígang er hann var hjá félaginu 2013 til 2016 og Rummenigge segir frá skemmtilegum pælingum hvað varðar markvörðinn Manuel Neuer.
„Manuel fann upp á þeirri list að vera fótboltamaður sem markvörður og hefur hann gjörbylt þessari stöðu,“ sagði Rummenigge við 51, blað þeirra Bæjara.
Pep Guardiola was keen to play goalkeeper Manuel Neuer in midfield while at Bayern Munich, reveals CEO Karl-Heinz Rummenigge https://t.co/RJdDeVX0sM
— MailOnline Sport (@MailSport) February 4, 2020
„Ég man eftir því að Pep Guardiola, eftir að við urðum meistarar, kom í alvörunni með þá hugmynd í alvörunni að setja Neuer á miðjuna í einum leiknum.“
„Ég er viss um að Manuel myndi gera vel á miðjunni líka.“
Neuer kom til Bayern árið 2011 og hefur spilað 365 leik fyrir félagið. Hann hefur haldið hreinu í 260 af þeim.