Innlent

Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn frænkum sínum

Andri Ólafsson skrifar

41 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ítrekuð og gróf kynferðisbrot gegn sex stúlkum. Þær voru á aldrinum 4 - 13 ára þegar maðurinn framdi brotin. Ein stúlknanna sem maðurinn braut gegn er bróðurdóttur hans.

Dómurinn var kveðinn upp í Hérðasdómi Reykjavíkur í gær.

Brotin sem dæmt er fyrir eru rakin allt til ársins 1988. Síðustu brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir áttu sér stað í fyrra.

Maðurinn mun margsinnis hafa fengið frænku sína þegar hún var 4 ára og allt til hún var 10 ára til að þukla á honum kynfærin utanklæða, margsinnis tekið hana í fangið og nuddað getnaðarlimi sínum við líkama hennar, í tíu skipti fengið hana til að fróa sér uns honum varð sáðlát og einu sinni fengið hana til að hafa við hann munnmök.

Maðurinn, sem ekki hefur hlotið dóm áður, var dæmdur til að greiða rúmar sex milljónir í miskabætur til fórnarlamba sinna og málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×