Innlent

Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. Fram kom í fréttum í gær að deildin sé yfirfull og fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum. Þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu ár geti bráðamótttakan ekki tekið við þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Þá geti deildin ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum verði hópslys.

„Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessari stöðu og ríkisstjórnir síðustu ára. Starfsfólk þarna hefur hlaupið alveg ofboðslega ekki síst eftir hrun þegar allir þurftu að leggja meira á sig. Svo er bara ákveðið sem hægt er að leggja á starfsfólkið sem er að gera sitt allra allra besta,“ segir Helga. 

Það hafa ekki allir verið á eitt sáttir um hvað valdi þessari stöðu, til að mynda hefur heyrst að um sé að ræða skipulagsvanda á Landspítalanum. Helga Vala segir það ekki rétt. 

„Ég vil meina að þetta sé skipulagsvandi hjá ríkisstjórninni sem ákveður að svelta heilbrigðisstofnanir. Þau tala alltaf um að það sé verið að setja meira og meira fjármagn til Landspítalans á sama tíma og ekki er verið að svara kröfum sem eru víða um samfélagið um aukið fjármagn þar.  Við þurfum fyrst og fremst núna að losa stífluna á bráðamóttökunni á Fossvogi og ég myndi ekki vilja vera ráðherra í ríkisstjórn verði stórslyss þar,“ segir Helga Vala. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×