Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 10:42 Sam Claflin og Shailene Woodley í hlutverkum sínum í Adrift. STX Films Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, er talin eiga eftir að þéna um sjö til ellefu milljónir dollara á fyrstu helgi hennar í sýningu í Bandaríkjunum. Það gera um 733 milljónir og allt að 1,1 milljarði íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í spá Variety um gengi myndarinnar. Myndin verðu frumsýnd á morgun í 2.900 kvikmyndahúsum vestanhafs og er markhópurinn sagður ungt fólk.Á vefnum Box Office Pro er myndin sögð geta þénað um 10 til 15 milljónir dollara. Myndin er sögð allt öðruvísi en þær myndir sem verða í sýningu vestanhafs þessa helgi. Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. Adrift er frumsýnd á sama tíma og stórmyndirnar Solo: A Star Wars Story og Deadpool 2 eru enn fyrirferðarmiklar í kvikmyndahúsum ásamt Avengers: Infinity War.Myndin segir frá ungri konu sem þarf að bjarga sér og unnustunum úr háska á Kyrrahafinu.STX FilmsTvær aðrar myndir verða frumsýndar vestanhafs um helgina en það eru myndirnar Action Point með Jackass-stjörnunni Johnny Knoxville, en því er spáð að hún muni þéna um fjórar til sjö milljónir dollara á frumsýningarhelginni þar sem hún verður sýnd í 2.000 kvikmyndahúsum, og myndin Upgrade en henni er spáð um þremur milljónum dollara í 1.400 sölum.Gangi spá Box Office Pro eftir verður Adrift í þriðja sæti listans yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar vestanhafs, á eftir Solo og Deadpool 2 en undan Avengers: Infinity War.Þeir sem reyna að spá fyrir gengi mynda telja að mynd eins og Adrift sé upp á náð og miskunn gagnrýnenda komin. Gott umtal muni gera myndinni gott þegar kemur að aðsókninni á þessari mynd sem er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Baltasar eitursvalur á rauða dreglinum Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Regal kvikmyndahúsinu í Los Angeles. 24. maí 2018 10:30 „Kvenkyns ofurhetja sem þurfti ekki skikkju“ Baltasar segir fáar myndir, ef einhverjar, fjalla um baráttu kvenna við náttúruöflin. 28. maí 2018 16:24 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, er talin eiga eftir að þéna um sjö til ellefu milljónir dollara á fyrstu helgi hennar í sýningu í Bandaríkjunum. Það gera um 733 milljónir og allt að 1,1 milljarði íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í spá Variety um gengi myndarinnar. Myndin verðu frumsýnd á morgun í 2.900 kvikmyndahúsum vestanhafs og er markhópurinn sagður ungt fólk.Á vefnum Box Office Pro er myndin sögð geta þénað um 10 til 15 milljónir dollara. Myndin er sögð allt öðruvísi en þær myndir sem verða í sýningu vestanhafs þessa helgi. Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. Adrift er frumsýnd á sama tíma og stórmyndirnar Solo: A Star Wars Story og Deadpool 2 eru enn fyrirferðarmiklar í kvikmyndahúsum ásamt Avengers: Infinity War.Myndin segir frá ungri konu sem þarf að bjarga sér og unnustunum úr háska á Kyrrahafinu.STX FilmsTvær aðrar myndir verða frumsýndar vestanhafs um helgina en það eru myndirnar Action Point með Jackass-stjörnunni Johnny Knoxville, en því er spáð að hún muni þéna um fjórar til sjö milljónir dollara á frumsýningarhelginni þar sem hún verður sýnd í 2.000 kvikmyndahúsum, og myndin Upgrade en henni er spáð um þremur milljónum dollara í 1.400 sölum.Gangi spá Box Office Pro eftir verður Adrift í þriðja sæti listans yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar vestanhafs, á eftir Solo og Deadpool 2 en undan Avengers: Infinity War.Þeir sem reyna að spá fyrir gengi mynda telja að mynd eins og Adrift sé upp á náð og miskunn gagnrýnenda komin. Gott umtal muni gera myndinni gott þegar kemur að aðsókninni á þessari mynd sem er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Baltasar eitursvalur á rauða dreglinum Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Regal kvikmyndahúsinu í Los Angeles. 24. maí 2018 10:30 „Kvenkyns ofurhetja sem þurfti ekki skikkju“ Baltasar segir fáar myndir, ef einhverjar, fjalla um baráttu kvenna við náttúruöflin. 28. maí 2018 16:24 Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02
Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37
Baltasar eitursvalur á rauða dreglinum Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Regal kvikmyndahúsinu í Los Angeles. 24. maí 2018 10:30
„Kvenkyns ofurhetja sem þurfti ekki skikkju“ Baltasar segir fáar myndir, ef einhverjar, fjalla um baráttu kvenna við náttúruöflin. 28. maí 2018 16:24