Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2018 23:37 Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi. Bandaríska leikkonan Shailene Woodley þurfti að leggja talsvert á sig til að leika í nýjustu mynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Adrift. Í myndinni leikur Woodley unga konu sem þarf að reyna að bjarga lífi sínu og unnusta síns eftir að skúta þeirra verður fyrir miklum skemmdum í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu. Persóna Woodleys í myndinni er í 41 dag á Kyrrahafinu án þess að hafa vistir og þurfti því leikkonan bæði að létta sig talsvert fyrir hlutverkið sem og að styrkja sig til að geta tekist á við krefjandi aðstæður.Woodley segir frá undirbúningnum í viðtali við vefinn Livestrong. „Ég þurfti að léttast töluvert til sýna breytingarnar á líkama hennar,“ segir Woodley. Til að ná því borðaði hún engan kvöldmat í heilan mánuð og lét sér nægja að drekka eitt glas af víni fyrir svefninn til að róa magann. „Þegar um tvær vikur voru eftir af tökum myndarinnar borðaði ég eina dós af laxi, tvær eggjarauður og gufusoðið grænmeti. Það var það eina sem ég borðaði fyrir daginn sem var frekar erfitt,“ segir Woodley. Hún segist hafa reynt að velja fæðu sem tryggði henni öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Þau fékk hún úr laxinum og eggjarauðunum. „En maginn var ekki ánægður með skort á kolvetnum. Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega,“ segir Woodley. Til að styrkja sig líkamlega fyrir tökur myndarinnar vann hún mikið með eigin líkamsþyngd. Ásamt því synti hún á hverjum degi. „Ég synti að lágmarki í klukkutíma á hverjum degi til að byggja upp styrk því þeir sem eru á sjó þurfa að vera mjög sterkir. Það er rómantískur blær yfir siglingum og þeir sem stunda siglingar eru mjög sterkir sem gerir það að verkum að allt sem þeir gera virðist vera létt, en það er í rauninni mjög erfitt og krefst mikils styrks í efri hluta líkamans, sem ég hafði ekki. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að auka styrkinn í efri hluta líkama míns.“ Tengdar fréttir Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26 „Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Bandaríska leikkonan Shailene Woodley þurfti að leggja talsvert á sig til að leika í nýjustu mynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Adrift. Í myndinni leikur Woodley unga konu sem þarf að reyna að bjarga lífi sínu og unnusta síns eftir að skúta þeirra verður fyrir miklum skemmdum í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu. Persóna Woodleys í myndinni er í 41 dag á Kyrrahafinu án þess að hafa vistir og þurfti því leikkonan bæði að létta sig talsvert fyrir hlutverkið sem og að styrkja sig til að geta tekist á við krefjandi aðstæður.Woodley segir frá undirbúningnum í viðtali við vefinn Livestrong. „Ég þurfti að léttast töluvert til sýna breytingarnar á líkama hennar,“ segir Woodley. Til að ná því borðaði hún engan kvöldmat í heilan mánuð og lét sér nægja að drekka eitt glas af víni fyrir svefninn til að róa magann. „Þegar um tvær vikur voru eftir af tökum myndarinnar borðaði ég eina dós af laxi, tvær eggjarauður og gufusoðið grænmeti. Það var það eina sem ég borðaði fyrir daginn sem var frekar erfitt,“ segir Woodley. Hún segist hafa reynt að velja fæðu sem tryggði henni öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Þau fékk hún úr laxinum og eggjarauðunum. „En maginn var ekki ánægður með skort á kolvetnum. Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega,“ segir Woodley. Til að styrkja sig líkamlega fyrir tökur myndarinnar vann hún mikið með eigin líkamsþyngd. Ásamt því synti hún á hverjum degi. „Ég synti að lágmarki í klukkutíma á hverjum degi til að byggja upp styrk því þeir sem eru á sjó þurfa að vera mjög sterkir. Það er rómantískur blær yfir siglingum og þeir sem stunda siglingar eru mjög sterkir sem gerir það að verkum að allt sem þeir gera virðist vera létt, en það er í rauninni mjög erfitt og krefst mikils styrks í efri hluta líkamans, sem ég hafði ekki. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að auka styrkinn í efri hluta líkama míns.“
Tengdar fréttir Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26 „Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26
„Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30