Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2018 23:37 Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi. Bandaríska leikkonan Shailene Woodley þurfti að leggja talsvert á sig til að leika í nýjustu mynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Adrift. Í myndinni leikur Woodley unga konu sem þarf að reyna að bjarga lífi sínu og unnusta síns eftir að skúta þeirra verður fyrir miklum skemmdum í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu. Persóna Woodleys í myndinni er í 41 dag á Kyrrahafinu án þess að hafa vistir og þurfti því leikkonan bæði að létta sig talsvert fyrir hlutverkið sem og að styrkja sig til að geta tekist á við krefjandi aðstæður.Woodley segir frá undirbúningnum í viðtali við vefinn Livestrong. „Ég þurfti að léttast töluvert til sýna breytingarnar á líkama hennar,“ segir Woodley. Til að ná því borðaði hún engan kvöldmat í heilan mánuð og lét sér nægja að drekka eitt glas af víni fyrir svefninn til að róa magann. „Þegar um tvær vikur voru eftir af tökum myndarinnar borðaði ég eina dós af laxi, tvær eggjarauður og gufusoðið grænmeti. Það var það eina sem ég borðaði fyrir daginn sem var frekar erfitt,“ segir Woodley. Hún segist hafa reynt að velja fæðu sem tryggði henni öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Þau fékk hún úr laxinum og eggjarauðunum. „En maginn var ekki ánægður með skort á kolvetnum. Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega,“ segir Woodley. Til að styrkja sig líkamlega fyrir tökur myndarinnar vann hún mikið með eigin líkamsþyngd. Ásamt því synti hún á hverjum degi. „Ég synti að lágmarki í klukkutíma á hverjum degi til að byggja upp styrk því þeir sem eru á sjó þurfa að vera mjög sterkir. Það er rómantískur blær yfir siglingum og þeir sem stunda siglingar eru mjög sterkir sem gerir það að verkum að allt sem þeir gera virðist vera létt, en það er í rauninni mjög erfitt og krefst mikils styrks í efri hluta líkamans, sem ég hafði ekki. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að auka styrkinn í efri hluta líkama míns.“ Tengdar fréttir Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26 „Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Bandaríska leikkonan Shailene Woodley þurfti að leggja talsvert á sig til að leika í nýjustu mynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Adrift. Í myndinni leikur Woodley unga konu sem þarf að reyna að bjarga lífi sínu og unnusta síns eftir að skúta þeirra verður fyrir miklum skemmdum í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu. Persóna Woodleys í myndinni er í 41 dag á Kyrrahafinu án þess að hafa vistir og þurfti því leikkonan bæði að létta sig talsvert fyrir hlutverkið sem og að styrkja sig til að geta tekist á við krefjandi aðstæður.Woodley segir frá undirbúningnum í viðtali við vefinn Livestrong. „Ég þurfti að léttast töluvert til sýna breytingarnar á líkama hennar,“ segir Woodley. Til að ná því borðaði hún engan kvöldmat í heilan mánuð og lét sér nægja að drekka eitt glas af víni fyrir svefninn til að róa magann. „Þegar um tvær vikur voru eftir af tökum myndarinnar borðaði ég eina dós af laxi, tvær eggjarauður og gufusoðið grænmeti. Það var það eina sem ég borðaði fyrir daginn sem var frekar erfitt,“ segir Woodley. Hún segist hafa reynt að velja fæðu sem tryggði henni öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Þau fékk hún úr laxinum og eggjarauðunum. „En maginn var ekki ánægður með skort á kolvetnum. Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega,“ segir Woodley. Til að styrkja sig líkamlega fyrir tökur myndarinnar vann hún mikið með eigin líkamsþyngd. Ásamt því synti hún á hverjum degi. „Ég synti að lágmarki í klukkutíma á hverjum degi til að byggja upp styrk því þeir sem eru á sjó þurfa að vera mjög sterkir. Það er rómantískur blær yfir siglingum og þeir sem stunda siglingar eru mjög sterkir sem gerir það að verkum að allt sem þeir gera virðist vera létt, en það er í rauninni mjög erfitt og krefst mikils styrks í efri hluta líkamans, sem ég hafði ekki. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að auka styrkinn í efri hluta líkama míns.“
Tengdar fréttir Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26 „Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26
„Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30