Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Lilja Rafney Magnúsdóttir Vísir Meirihluti atvinnuveganefndar þingsins hefur samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og formaður nefndarinnar, segir verið að endurreikna veiðigjöld miðað við núverandi afkomu greinarinnar. Innheimt veiðigjald ársins 2017 var 8,4 milljarðar króna. Yrði veiðigjald almanaksársins 2018 endurreiknað á grundvelli niðurstaðna spálíkans veiðigjaldsnefndar myndi gjaldið nema um 7,2 milljörðum króna að teknu tilliti til áhrifa svonefnds persónuafsláttar. „Þetta er stórpólitískt mál sem verið er að leggja fram alveg í blálok þingsins. Hér er verið að leggja til krónulækkun á öllum tegundum og verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna. Þessa stóru ákvörðun á svo að keyra í gegnum þingið á mettíma,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingar í atvinnuveganefnd. „Við erum að endurútreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki ársins 2015,“ segir Lilja Rafney. „Miðað við afkomu greinarinnar í ár er augljóst að hún hefur versnað frá því sem var áður. EBITDA-hagnaður útgerðanna er kominn niður í um 16 prósent sem er ákveðin þolmörk,“ bætir hún við.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í FæreyjumAlbertína Friðbjörg ElíasdóttirVísirLækkun veiðigjaldanna er krónutölulækkun á allan veiddan afla en einnig er hækkaður svokallaður afsláttur á minni útgerðir. Krónutölulækkun veiðigjalda er hins vegar þannig að þær útgerðir sem veiða flest kílóin upp úr sjó, þau fyrirtæki sem eru með mesta aflahlutdeild, fá mestu veiðigjaldalækkunina. „Það hefur alltaf verið talið að veiðigjöld ættu að vera afkomutengd og reynt hefur verið að setja kerfið upp á þann veg. Nýtt frumvarp, sem við ætlum að leggja fram í haust, mun taka á þessum málum þar sem við reiknum veiðigjöld út frá afkomu í rauntíma en ekki afkomu fyrirtækja fyrir tveimur árum,“ segir Lilja. Albertína segir hagsmunaaðila fá afar stuttan frest til að skila inn umsögn um málið. Það sé skýrt dæmi um óvandaða stjórnsýslu. „Það er í raun óboðleg stjórnsýsla að meirihlutinn ætli aðeins að gefa rúman sólarhring í umsagnarferlið. Það er ekki í takt við það sem var lofað í upphafi stjórnarsamstarfs þessara flokka. Í öllu falli mótmælum við harðlega þessum vinnubrögðum stjórnarmeirihlutans.“Úr greinargerð með frumvarpinu„Óeðlilega hátt veiðigjald getur dregið úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Slík þróun getur haft umtalsverð neikvæð áhrif á m.a. þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að stórum hluta á tekjum af sjávarútvegi. Þá getur hátt veiðigjald ýtt undir frekari fækkun sjálfstæðra atvinnurekenda í sjávarútvegi en aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört á síðustu árum eða um tæp 60% á 12 árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar þingsins hefur samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og formaður nefndarinnar, segir verið að endurreikna veiðigjöld miðað við núverandi afkomu greinarinnar. Innheimt veiðigjald ársins 2017 var 8,4 milljarðar króna. Yrði veiðigjald almanaksársins 2018 endurreiknað á grundvelli niðurstaðna spálíkans veiðigjaldsnefndar myndi gjaldið nema um 7,2 milljörðum króna að teknu tilliti til áhrifa svonefnds persónuafsláttar. „Þetta er stórpólitískt mál sem verið er að leggja fram alveg í blálok þingsins. Hér er verið að leggja til krónulækkun á öllum tegundum og verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna. Þessa stóru ákvörðun á svo að keyra í gegnum þingið á mettíma,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingar í atvinnuveganefnd. „Við erum að endurútreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki ársins 2015,“ segir Lilja Rafney. „Miðað við afkomu greinarinnar í ár er augljóst að hún hefur versnað frá því sem var áður. EBITDA-hagnaður útgerðanna er kominn niður í um 16 prósent sem er ákveðin þolmörk,“ bætir hún við.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í FæreyjumAlbertína Friðbjörg ElíasdóttirVísirLækkun veiðigjaldanna er krónutölulækkun á allan veiddan afla en einnig er hækkaður svokallaður afsláttur á minni útgerðir. Krónutölulækkun veiðigjalda er hins vegar þannig að þær útgerðir sem veiða flest kílóin upp úr sjó, þau fyrirtæki sem eru með mesta aflahlutdeild, fá mestu veiðigjaldalækkunina. „Það hefur alltaf verið talið að veiðigjöld ættu að vera afkomutengd og reynt hefur verið að setja kerfið upp á þann veg. Nýtt frumvarp, sem við ætlum að leggja fram í haust, mun taka á þessum málum þar sem við reiknum veiðigjöld út frá afkomu í rauntíma en ekki afkomu fyrirtækja fyrir tveimur árum,“ segir Lilja. Albertína segir hagsmunaaðila fá afar stuttan frest til að skila inn umsögn um málið. Það sé skýrt dæmi um óvandaða stjórnsýslu. „Það er í raun óboðleg stjórnsýsla að meirihlutinn ætli aðeins að gefa rúman sólarhring í umsagnarferlið. Það er ekki í takt við það sem var lofað í upphafi stjórnarsamstarfs þessara flokka. Í öllu falli mótmælum við harðlega þessum vinnubrögðum stjórnarmeirihlutans.“Úr greinargerð með frumvarpinu„Óeðlilega hátt veiðigjald getur dregið úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Slík þróun getur haft umtalsverð neikvæð áhrif á m.a. þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að stórum hluta á tekjum af sjávarútvegi. Þá getur hátt veiðigjald ýtt undir frekari fækkun sjálfstæðra atvinnurekenda í sjávarútvegi en aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört á síðustu árum eða um tæp 60% á 12 árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira