Þeir stóðu þó ekki einir í þessu verkefni heldur fengu þeir með sér nokkra álitsgjafa sem sendu inn sínar tilnefningar. Flokkarnir sem valið var í að þessu sinni voru 20 bestu lög ársins, fimm bestu plöturnar og tíu bestu íslensku rapplögin.
Útvarpsþátturinn Kronik er á dagskrá á X-inu alla laugardaga frá klukkan 17 til 19. Þátturinn hóf upphaflega göngu sína árið 1993 en lagðist síðan í dvala fyrir einum tíu árum, en sneri svo að lokum aftur á X-ið í nóvember í fyrra.
Á laugardaginn fylltu þeir félagarnir gasklefa X-ins af vinum og vandamönnum og var ein af þeim Þórunn Antonía sem las upp listann yfir 25 bestu erlendu lög ársins á sprenghlægilegan hátt. Þórunn sá um Íslenska listann í nokkur ár en hún er hreinlega í smá vandræðum með framburðinn á þessum lista eins og sjá má hér að neðan.