Nýtt sterafrumvarp fjallar ekki um neytendur Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2017 16:12 "Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra.“ Vísir/Getty Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga á þingi í mars næstkomandi um misnotkun vefjaaukandi efna og stera. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í þingmálaskránni kemur fram að um ný lög sé að ræða og að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Eru engin lög sögð í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera en er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Í þingmálaskránni kemur fram að óskað hafi verið eftir því af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði, en í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að óskað hafi verið einna helst eftir því af tollstjóra og lögreglunni.Ætla að horfa til danskrar löggjafar Sterar falla undir lyfjalög hér á landi og því varðar varsla á þeim fjársektum en ekki fangelsisvist, nema brotið sé stórfellt eða ítrekað. Innflutningur og framleiðsla á þeim er ólögleg og brýtur í bága við lyfjalögin. Í þingmálaskránni kemur fram að sambærileg dönsk löggjöf verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að lögfesta reglur á þessu sviði. Í Danmörku er hámarksrefsing fyrir vörslu stera allt að tveggja ára fangelsisvist.Fjallar ekki um neytendur Hafa því margir velt fyrir sér orðalagi í þingmálaskránni þar sem kemur fram að taka eigi með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun á sterum. Hafa einhverjir túlkað það þannig að taka eigi þeim sem neyta stera með skýrum hætti en Óttarr Proppé segir svo ekki vera í svari til Vísis. „Frumvarpið sem spurt er um er enn í vinnslu í ráðuneytinu. Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi,“ segir Óttarr.Nefnd lagði til skaðaminnkandi úrræði Unnið hefur verið að þessu frumvarpi í einhvern tíma og áður en Óttarr tók til starfa sem heilbrigðisráðherra. Forveri hans í starfi, Kristján Þór Júlíusson sem nú er mennta- og menningarmálaráðherra, setti saman nefnd á síðasta kjörtímabili sem átti að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Tillögur nefndarinnar byggðu á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Var til að mynda lagt til að fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna, þegar um neysluskammta er að ræða, yrði bundin við sektir þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga á þingi í mars næstkomandi um misnotkun vefjaaukandi efna og stera. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í þingmálaskránni kemur fram að um ný lög sé að ræða og að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Eru engin lög sögð í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera en er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Í þingmálaskránni kemur fram að óskað hafi verið eftir því af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði, en í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að óskað hafi verið einna helst eftir því af tollstjóra og lögreglunni.Ætla að horfa til danskrar löggjafar Sterar falla undir lyfjalög hér á landi og því varðar varsla á þeim fjársektum en ekki fangelsisvist, nema brotið sé stórfellt eða ítrekað. Innflutningur og framleiðsla á þeim er ólögleg og brýtur í bága við lyfjalögin. Í þingmálaskránni kemur fram að sambærileg dönsk löggjöf verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að lögfesta reglur á þessu sviði. Í Danmörku er hámarksrefsing fyrir vörslu stera allt að tveggja ára fangelsisvist.Fjallar ekki um neytendur Hafa því margir velt fyrir sér orðalagi í þingmálaskránni þar sem kemur fram að taka eigi með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun á sterum. Hafa einhverjir túlkað það þannig að taka eigi þeim sem neyta stera með skýrum hætti en Óttarr Proppé segir svo ekki vera í svari til Vísis. „Frumvarpið sem spurt er um er enn í vinnslu í ráðuneytinu. Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi,“ segir Óttarr.Nefnd lagði til skaðaminnkandi úrræði Unnið hefur verið að þessu frumvarpi í einhvern tíma og áður en Óttarr tók til starfa sem heilbrigðisráðherra. Forveri hans í starfi, Kristján Þór Júlíusson sem nú er mennta- og menningarmálaráðherra, setti saman nefnd á síðasta kjörtímabili sem átti að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Tillögur nefndarinnar byggðu á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Var til að mynda lagt til að fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna, þegar um neysluskammta er að ræða, yrði bundin við sektir þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira