Stjórnvöld hverfi frá „kerfislægri ómennsku við flóttafólk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 16:44 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag og skoraði á Katrínu Jakobsdóttur að forgangsraða upp á nýtt í málaflokknum. Vísaði Þórhildur Sunna til fyrirhugaðar brottvísunar írakskar barnafjölskyldu til Grikklands. „Nú stendur til að senda börnin Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra með valdi til Grikklands,“ sagði Þórhildur Sunna. „Ég segi með valdi vegna þess að skiljanlega vill þessi fjölskylda ekki flytja úr örygginu á Íslandi yfir í ómannúðlegar og óviðunandi aðstæður á Grikklandi sem vissulega má segja að séu að sligast undan álagi.“Sjá einnig: Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að ástandið í Grikklandi hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið, ekki síður nú undanfarna daga. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.Sjá einnig: Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Þórhildur Sunna sagði ekkert innan gildandi lagaramma skylda íslensk stjórnvöld til að senda börn til Grikklands með lögreglufylgd. „Þvert á móti höfum við ríkar heimildir og sterka siðferðislega skyldu til að vernda þessi börn, bjóða þau velkomin og gefa þeim frið. Það eina sem þarf er pólitískur vilji. En þessi vilji er ekki fyrir hendi. Auðvitað kemur það mér ekki á óvart að hæstvirtur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, haldi áfram margra ára verklagi Sjálfstæðisflokksins um kerfislæga ómennsku við flóttafólk,“ sagði Þórhildur Sunna. Þetta hafi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra verið fullkunnugt um þegar hún gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Hún talaði enda um að með samstarfinu væri hún að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að forgangsraða upp á nýtt,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag og skoraði á Katrínu Jakobsdóttur að forgangsraða upp á nýtt í málaflokknum. Vísaði Þórhildur Sunna til fyrirhugaðar brottvísunar írakskar barnafjölskyldu til Grikklands. „Nú stendur til að senda börnin Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra með valdi til Grikklands,“ sagði Þórhildur Sunna. „Ég segi með valdi vegna þess að skiljanlega vill þessi fjölskylda ekki flytja úr örygginu á Íslandi yfir í ómannúðlegar og óviðunandi aðstæður á Grikklandi sem vissulega má segja að séu að sligast undan álagi.“Sjá einnig: Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að ástandið í Grikklandi hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið, ekki síður nú undanfarna daga. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.Sjá einnig: Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Þórhildur Sunna sagði ekkert innan gildandi lagaramma skylda íslensk stjórnvöld til að senda börn til Grikklands með lögreglufylgd. „Þvert á móti höfum við ríkar heimildir og sterka siðferðislega skyldu til að vernda þessi börn, bjóða þau velkomin og gefa þeim frið. Það eina sem þarf er pólitískur vilji. En þessi vilji er ekki fyrir hendi. Auðvitað kemur það mér ekki á óvart að hæstvirtur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, haldi áfram margra ára verklagi Sjálfstæðisflokksins um kerfislæga ómennsku við flóttafólk,“ sagði Þórhildur Sunna. Þetta hafi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra verið fullkunnugt um þegar hún gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Hún talaði enda um að með samstarfinu væri hún að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að forgangsraða upp á nýtt,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira