Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. febrúar 2020 19:00 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Systkinin heita Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja, sem er fjögurra ára og Jadin, sem er eins árs. Þau komu til Íslands fyrir níu mánuðum, ásamt foreldrum sínum, sem 27 og 25 ára. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Við hittum fjölskylduna í dag en foreldrarnir treystu sér ekki til að stíga fram af ótta við yfirvöld í Írak. Sema Erla Serdar, formaður Solaris hjálparsamataka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. „Þegar þau fóru á flótta þá ætluðu þau ekki að sækja um vernd á Grikklandi, einfaldlega vegna stöðunnar þar í landi, en neyddust til þess og fengu vernd sem gefur til kynna að þau hafi raunverulega verið að flýja raunverulega hættulegar aðstæður. Þau höfðu ítrekað verið fangelsuð, þau upplifðu pyndingar og annað í Írak,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Tíminn á Grikklandi var fjölskyldunni mjög erfiður. Þau segjast hafa búið við mjög slæmar aðstæður: áttu varla fyrir mat, aðgengi að heilbrigðisþjónustu var af skornum skammti, skólaganga var takmörkuð og enga atvinnu var að fá. „Í Grikklandi þá hefur fjölskyldan upplifað mikið ofbeldi, mikla kynþáttafordóma, áreitni og árásir úti á götu, meðal annars af höndum öfgahópa,“ segir Sema Erla og bætir við að þau hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu. „En það var ekkert gert og þau upplifðu ítrekað það viðhorf að ef þetta er ekki nógu gott fyrir þig farðu þá bara eitthvað annað,“ Fjölskyldan sá því ekki annan kost en að yfirgefa Grikkland og sótti um vernd hér á landi. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa ekki tekið umsókn þeirra efnislegrar meðferðar heldur hefur þeim verið tilkynnt að á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar verði fjölskyldan send aftur til Grikklands. „Þegar ég spurði manninn hvað hann sæi fyrir sér ef þau myndu fara frá íslandi þá voru svipbrigðin bara svo erfið og hann sagði ég get hreinlega ekki rætt þetta fyrir framan börnin mín,“ segir Sema Erla. Ítrekað hefur verið sýnt fram á skelfilegar aðstæður flóttafólks á Grikklandi. Til að mynda hefur UNICEF, Rauði krossinn og fjöldi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana, fordæmt brottvísanir á börnum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að ákveðið hafi verið að fara með málið fyrir héraðsdóm þar sem farið er fram á ógildingu úrskurðar um að hafna frestun réttaráhrifa í málinu. „Það hefur komið fram að börnin séu mjög ánægð hér, þau eru lífsglöð, þau upplifa hamingju og það er auðvitað bara til háborinnar skammar að við ætlum að svipta þau þessu öryggi og þessari lífshamingju sem þau hafa fundið síðan þau komu hingað,“ segir Sema Erla. Hælisleitendur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Systkinin heita Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja, sem er fjögurra ára og Jadin, sem er eins árs. Þau komu til Íslands fyrir níu mánuðum, ásamt foreldrum sínum, sem 27 og 25 ára. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Við hittum fjölskylduna í dag en foreldrarnir treystu sér ekki til að stíga fram af ótta við yfirvöld í Írak. Sema Erla Serdar, formaður Solaris hjálparsamataka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. „Þegar þau fóru á flótta þá ætluðu þau ekki að sækja um vernd á Grikklandi, einfaldlega vegna stöðunnar þar í landi, en neyddust til þess og fengu vernd sem gefur til kynna að þau hafi raunverulega verið að flýja raunverulega hættulegar aðstæður. Þau höfðu ítrekað verið fangelsuð, þau upplifðu pyndingar og annað í Írak,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Tíminn á Grikklandi var fjölskyldunni mjög erfiður. Þau segjast hafa búið við mjög slæmar aðstæður: áttu varla fyrir mat, aðgengi að heilbrigðisþjónustu var af skornum skammti, skólaganga var takmörkuð og enga atvinnu var að fá. „Í Grikklandi þá hefur fjölskyldan upplifað mikið ofbeldi, mikla kynþáttafordóma, áreitni og árásir úti á götu, meðal annars af höndum öfgahópa,“ segir Sema Erla og bætir við að þau hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu. „En það var ekkert gert og þau upplifðu ítrekað það viðhorf að ef þetta er ekki nógu gott fyrir þig farðu þá bara eitthvað annað,“ Fjölskyldan sá því ekki annan kost en að yfirgefa Grikkland og sótti um vernd hér á landi. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa ekki tekið umsókn þeirra efnislegrar meðferðar heldur hefur þeim verið tilkynnt að á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar verði fjölskyldan send aftur til Grikklands. „Þegar ég spurði manninn hvað hann sæi fyrir sér ef þau myndu fara frá íslandi þá voru svipbrigðin bara svo erfið og hann sagði ég get hreinlega ekki rætt þetta fyrir framan börnin mín,“ segir Sema Erla. Ítrekað hefur verið sýnt fram á skelfilegar aðstæður flóttafólks á Grikklandi. Til að mynda hefur UNICEF, Rauði krossinn og fjöldi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana, fordæmt brottvísanir á börnum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að ákveðið hafi verið að fara með málið fyrir héraðsdóm þar sem farið er fram á ógildingu úrskurðar um að hafna frestun réttaráhrifa í málinu. „Það hefur komið fram að börnin séu mjög ánægð hér, þau eru lífsglöð, þau upplifa hamingju og það er auðvitað bara til háborinnar skammar að við ætlum að svipta þau þessu öryggi og þessari lífshamingju sem þau hafa fundið síðan þau komu hingað,“ segir Sema Erla.
Hælisleitendur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira