Fótbolti

Baldur sagði frá uppáhaldsmarkinu með lamb í fanginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Baldur var staddur á áhugaverðum stað er hann ræddi sín uppáhaldsmörk.
Baldur var staddur á áhugaverðum stað er hann ræddi sín uppáhaldsmörk. vísir/s2s

Ný þáttaröð hóf göngu sína á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið sem ber nafnið Topp 5. Þættirnir eru sex talsins og eru alltaf á dagskrá á föstudagskvöldum á Stöð 2 Sport.

Í þáttunum velja þrír leikmenn sín fimm uppáhalds mörkin á ferlinum og ræða um þau.

Í fyrsta þættinum ræddu þeir Baldur Sigurðsson, Hörður Sveinsson og Patrick Pedersen um sín uppáhalds mörk.

Uppáhaldsmark Baldurs kom í bikarúrslitaleik með KR gegn Stjörnunni en síðar á ferlinum átti Baldur eftir að ganga í raðir Garðabæjarliðsins.

Baldur var ekki heima í stofu þegar hann sagði frá markinu heldur var hann í fjósinu með eitt stykki lamb i fanginu. Ansi áhugaverð sjón sem má sjá hér að neðan.

Klippa: Topp 5 - Uppáhaldsmark Baldurs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×