Nýjar flugfreyjur mega ekki vera eldri en 30 ára 8. apríl 2011 19:09 Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili. Keilir hefur verið í nánu samstarfi við Flugfélagið Icelandair frá 2008 um menntun flugþjóna og flugfreyja. Námið tekur tvær annir og kostar hver önn 200 þúsund. Námskráin er viðurkennd af Icelandair og flugmálastjórn og fer alfarið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Kennararnir hjá Keili eru flestir starfandi hjá Icelandair. Við höfum einnig fengið allskonar búnað lánaðan hjá Icelandair og nemendur okkar fara í æfingaflug með félaginu. Icelandair fagnaði þessu mjög að loksins væri þessi undirbúningur fyrir starfið kominn inn í skólakerfið," segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. En nú er samstarfið í uppnámi og það var þessi auglýsing sem gerði útslagið. Í lok febrúar auglýsti Icelandair eftir nýjum umsækjendum um flugþjóna og freyfreyjustarfið í sumar og setti þau skilyrði að umsækjandi mætti ekki vera eldri en þrjátíu ára og yrði að sitja átta vikna undirbúningsnámskeið hjá félaginu. „Í auglýsingunni er gert ráð fyrir því að líta framhjá þeim sem hafa farið í svona nám og setja upp að nýju undirbúningsnámskeið fyrir flugið sem var búið að leggja niður. Þannig kemur þetta flatt upp á okkur," segir Hjálmar. Um 40 manns eru núna að fara útskrifast hjá Keili sem flugþjónar og freyjur og er meirihluti nemenda undir þrítugu. Á fyrstu önninni hins vegar er þriðjungur nemenda 30 ára og eldri. Sá hópur virðist því ekki eiga möguleika á starfi hjá Icelandair samkvæmt nýrri stefnu félagsins. „Mér finnst þarna farið illa með fé og komið illa fram við þá nemendur sem í góðri trú hafa verið í þessu. En segir þetta okkur ekki fyrst og fremst að virðingin fyrir starfsmenntun þegar á reynir er alltaf jafn lítil," segir Hjálmar. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið alveg óháð Keili og starfseminni þar og því sé Icelandair frjálst að taka sínar ákvarðanir um mannaráðningar. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili. Keilir hefur verið í nánu samstarfi við Flugfélagið Icelandair frá 2008 um menntun flugþjóna og flugfreyja. Námið tekur tvær annir og kostar hver önn 200 þúsund. Námskráin er viðurkennd af Icelandair og flugmálastjórn og fer alfarið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Kennararnir hjá Keili eru flestir starfandi hjá Icelandair. Við höfum einnig fengið allskonar búnað lánaðan hjá Icelandair og nemendur okkar fara í æfingaflug með félaginu. Icelandair fagnaði þessu mjög að loksins væri þessi undirbúningur fyrir starfið kominn inn í skólakerfið," segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. En nú er samstarfið í uppnámi og það var þessi auglýsing sem gerði útslagið. Í lok febrúar auglýsti Icelandair eftir nýjum umsækjendum um flugþjóna og freyfreyjustarfið í sumar og setti þau skilyrði að umsækjandi mætti ekki vera eldri en þrjátíu ára og yrði að sitja átta vikna undirbúningsnámskeið hjá félaginu. „Í auglýsingunni er gert ráð fyrir því að líta framhjá þeim sem hafa farið í svona nám og setja upp að nýju undirbúningsnámskeið fyrir flugið sem var búið að leggja niður. Þannig kemur þetta flatt upp á okkur," segir Hjálmar. Um 40 manns eru núna að fara útskrifast hjá Keili sem flugþjónar og freyjur og er meirihluti nemenda undir þrítugu. Á fyrstu önninni hins vegar er þriðjungur nemenda 30 ára og eldri. Sá hópur virðist því ekki eiga möguleika á starfi hjá Icelandair samkvæmt nýrri stefnu félagsins. „Mér finnst þarna farið illa með fé og komið illa fram við þá nemendur sem í góðri trú hafa verið í þessu. En segir þetta okkur ekki fyrst og fremst að virðingin fyrir starfsmenntun þegar á reynir er alltaf jafn lítil," segir Hjálmar. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið alveg óháð Keili og starfseminni þar og því sé Icelandair frjálst að taka sínar ákvarðanir um mannaráðningar.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira