„Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2019 19:30 Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Augljós tilgangur heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð. Þótt efnahags- og viðskiptamál hafi verið í brennidepli á fundi utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna í gær hafa öryggis- og varnarmál jafnframt verið fyrirferðarmikil í umræðunni. Áform um uppbyggingu og viðhald á mannvirkjum á varnarsvæðinu í Keflavík hafa vakið óhug meðal hernaðarandstæðinga sem óttast margir hverjir aukin hernaðarumsvif við Ísland. „Það er ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli,“ segir Albert. Aðeins sé um að ræða viðhald og endurnýjun á mannvirkjum. „Það sem á sér stað er viðhald og endurnýjun á flughlöðum og akstursbrautum og búnaði tengdu því og það er verið líka að gera breytingar á flugskýli vegna þess að það er verið að taka í notkun nýja tegund af kafbátaleitarvélum.“Lykilforsendur fyrir hersetu löngu brostnar Hann telur langsótt að halda því fram að föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi verði aftur að veruleika eins og sakir standa nú. „Lykilforsendur [fastrar viðveru Bandaríkjahers] eru ekki á Norðurslóðum, þær eru á meginlandi Evrópu. Og þær hurfu, forsendur fyrir herstöð á Íslandi hurfu með kalda stríðinu og með Sovétríkjunum og Rússland er ekki og verður ekki arftaki Sovétríkjanna,“ útskýrir Albert. Hins vegar hafi Ísland áfram ákveðna hernaðarlega þýðingu, en miklu almennari en áður. „Sem tengist ákveðnum stuðningi við hugsanlegar, en mjög ólíklegar auðvitað, hernaðaraðgerðir í Norðurhöfum eða átök þar.“ Að mati Alberts virðist sem fleira en öryggis- og varnarsamvinna og viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hafi verið varaforsetanum ofarlega í huga. „Það virðist sem megin tilgangur heimsóknar varaforsetans frá hans bæjardyrum séð var að senda Kínverjum skilaboð, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma.“ Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Augljós tilgangur heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð. Þótt efnahags- og viðskiptamál hafi verið í brennidepli á fundi utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna í gær hafa öryggis- og varnarmál jafnframt verið fyrirferðarmikil í umræðunni. Áform um uppbyggingu og viðhald á mannvirkjum á varnarsvæðinu í Keflavík hafa vakið óhug meðal hernaðarandstæðinga sem óttast margir hverjir aukin hernaðarumsvif við Ísland. „Það er ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli,“ segir Albert. Aðeins sé um að ræða viðhald og endurnýjun á mannvirkjum. „Það sem á sér stað er viðhald og endurnýjun á flughlöðum og akstursbrautum og búnaði tengdu því og það er verið líka að gera breytingar á flugskýli vegna þess að það er verið að taka í notkun nýja tegund af kafbátaleitarvélum.“Lykilforsendur fyrir hersetu löngu brostnar Hann telur langsótt að halda því fram að föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi verði aftur að veruleika eins og sakir standa nú. „Lykilforsendur [fastrar viðveru Bandaríkjahers] eru ekki á Norðurslóðum, þær eru á meginlandi Evrópu. Og þær hurfu, forsendur fyrir herstöð á Íslandi hurfu með kalda stríðinu og með Sovétríkjunum og Rússland er ekki og verður ekki arftaki Sovétríkjanna,“ útskýrir Albert. Hins vegar hafi Ísland áfram ákveðna hernaðarlega þýðingu, en miklu almennari en áður. „Sem tengist ákveðnum stuðningi við hugsanlegar, en mjög ólíklegar auðvitað, hernaðaraðgerðir í Norðurhöfum eða átök þar.“ Að mati Alberts virðist sem fleira en öryggis- og varnarsamvinna og viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hafi verið varaforsetanum ofarlega í huga. „Það virðist sem megin tilgangur heimsóknar varaforsetans frá hans bæjardyrum séð var að senda Kínverjum skilaboð, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma.“
Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira