Innlent

Fimm á slysadeild eftir árekstur við Korpúlfsstaði

Fimm voru fluttir á slysadeild í árekstri tveggja bíla við Korpúlfsstaði klukkan hálft tvö í nótt. Tækjabíll slökkviliðsins var kallaður á vettvang og tók um hálftíma að losa þann sem mest slasaðist úr flaki bifreiðarinnar. Í fyrstu var talið að einn hinna slösuðu væri alvarlega slasaður en eftir skoðun og aðhlynningu á slysadeild fékk fólkið að fara heim

Nóttin var að öðru leyti tíðindalítil í höfuðborginni og til marks um það eru fangageymslur lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu tómar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×