Wu-Tang birta myndir af Íslendingi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. mars 2014 15:03 Skegg Arnaldar er heimsfrægt. Vísir/aðsent „Ég fékk smá áfall og átti aldrei von á þessu,“ segir Arnaldur Grétarsson en rapparinn Method Man úr hljómsveitinni Wu-Tang Clan setti mynd af Arnaldi inn á Instagram-síðu sína og sendi honum kveðju fyrr í vikunni. Ástæða myndbirtingarinnar er einföld: Arnaldur rakaði skegg sitt eftir hinu mjög fræga merki Wu-Tang hljómsveitarinnar. Skeggið hefur því vakið heimsathygli. Fleiri rapparar hafa birt myndina af Arnaldi á sínum síðum, Shabbazz the Disciple úr sveitinni Gravediggaz, sem kom einmitt hingað til lands rétt fyrir aldamótin, var einn þeirra. Auk þess hafa fréttasíður í Bandaríkjunum birt myndina. Á síðu Method Man, sendir hann Arnaldi einfalda kveðju: „Crazy!!!! Salute!!!“ sem mætti þýða svo: „Klikkað!!!“ og kastar svo kveðju á Arnald að hermanna sið. „Myndin er reyndar alveg ársgömul. Ég setti myndina á Facebook-síðina mína og gerði svo ekkert meira við hana,“ útskýrir Arnaldur. En frá Facebook-síðu hans hefur hún farið á flug um netheima og endað hjá Method Man. „Mér brá þegar ég sá myndina á Instagram-síðunni hans. Það var ótrúlegt að fá kveðju frá hetjunni sinni,“ segir Arnaldur sem hefur verið aðdáandi Wu-Tang síðan árið 1993, þegar platan þeirra Enter the Wu-Tang: Return of the 36 Chambers kom út.Tók þrjá mánuði að safna Arnaldur fékk hugmyndina að þessum frumlega skeggrakstri þegar hann sá myndir af öðrum sem höfðu rakað merki í skegg sitt. „Svo datt mér bara einhvernveginn í hug að prófa að gera Wu-Tang merkið.“ Hann tók sér góðan tíma í að safna skeggi fyrir myndina. „Þetta tók mig alveg þrjá mánuði. En það var algjörlega þess virði. Ég var með þetta skegg yfir eina helgi og það vakti mikla lukku,“ útskýrir Arnaldur. Ýmsir frasar, sem Wu-Tang aðdáendur ættu að þekkja hafa verið tengdir við myndina. „Já menn hafa grínast og kallað þetta Wu-Tang Killa beard,“ segir Arnaldur og er það vísun í viðurnefni sveitarinnar sem er stundum nefnd „Wu-Tang Killa Bees“. Einnig hefur verið vísað í eitt af frægari lögum sveitarinnar sem ber titilinn Protect Ya Neck, og þykir skegg Arnalds einstaklega hentugt til þess að uppfylla þann boðskap sveitarinnar. Hér að neðan má sjá færslu Method Man á Instagram-síðu sinni, þegar hann kastaði kveðju á Arnald. Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
„Ég fékk smá áfall og átti aldrei von á þessu,“ segir Arnaldur Grétarsson en rapparinn Method Man úr hljómsveitinni Wu-Tang Clan setti mynd af Arnaldi inn á Instagram-síðu sína og sendi honum kveðju fyrr í vikunni. Ástæða myndbirtingarinnar er einföld: Arnaldur rakaði skegg sitt eftir hinu mjög fræga merki Wu-Tang hljómsveitarinnar. Skeggið hefur því vakið heimsathygli. Fleiri rapparar hafa birt myndina af Arnaldi á sínum síðum, Shabbazz the Disciple úr sveitinni Gravediggaz, sem kom einmitt hingað til lands rétt fyrir aldamótin, var einn þeirra. Auk þess hafa fréttasíður í Bandaríkjunum birt myndina. Á síðu Method Man, sendir hann Arnaldi einfalda kveðju: „Crazy!!!! Salute!!!“ sem mætti þýða svo: „Klikkað!!!“ og kastar svo kveðju á Arnald að hermanna sið. „Myndin er reyndar alveg ársgömul. Ég setti myndina á Facebook-síðina mína og gerði svo ekkert meira við hana,“ útskýrir Arnaldur. En frá Facebook-síðu hans hefur hún farið á flug um netheima og endað hjá Method Man. „Mér brá þegar ég sá myndina á Instagram-síðunni hans. Það var ótrúlegt að fá kveðju frá hetjunni sinni,“ segir Arnaldur sem hefur verið aðdáandi Wu-Tang síðan árið 1993, þegar platan þeirra Enter the Wu-Tang: Return of the 36 Chambers kom út.Tók þrjá mánuði að safna Arnaldur fékk hugmyndina að þessum frumlega skeggrakstri þegar hann sá myndir af öðrum sem höfðu rakað merki í skegg sitt. „Svo datt mér bara einhvernveginn í hug að prófa að gera Wu-Tang merkið.“ Hann tók sér góðan tíma í að safna skeggi fyrir myndina. „Þetta tók mig alveg þrjá mánuði. En það var algjörlega þess virði. Ég var með þetta skegg yfir eina helgi og það vakti mikla lukku,“ útskýrir Arnaldur. Ýmsir frasar, sem Wu-Tang aðdáendur ættu að þekkja hafa verið tengdir við myndina. „Já menn hafa grínast og kallað þetta Wu-Tang Killa beard,“ segir Arnaldur og er það vísun í viðurnefni sveitarinnar sem er stundum nefnd „Wu-Tang Killa Bees“. Einnig hefur verið vísað í eitt af frægari lögum sveitarinnar sem ber titilinn Protect Ya Neck, og þykir skegg Arnalds einstaklega hentugt til þess að uppfylla þann boðskap sveitarinnar. Hér að neðan má sjá færslu Method Man á Instagram-síðu sinni, þegar hann kastaði kveðju á Arnald.
Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira