Fótbolti

Enska landsliðinu hefur gengið betur án Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney á æfingu með Manchester United i dag.
Wayne Rooney á æfingu með Manchester United i dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
BBC hefur tekið saman tölfræði yfir gengi enska landsliðsins með og án Wayne Rooney síðan að skapheiti framherjinn spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2003.

Wayne Rooney var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af UEFA fyrir rautt spjald á móti Svartfjallalandi í síðasta leik liðsins í undankeppni EM og mun því missa af allri riðlakeppni Evrópumótsins næsta sumar.

Rooney hefur leikið 73 landsleiki fyrir England á þessum átta árum og hann hefur skorað í þeim 28 mörk. Rooney skoraði 11 mörk í 17 leikjum frá 2008 til 2009 en hefur aðeins skorað 3 mörk í 16 leikjum undanfarin tvö ár.

Englendingar ættu ekki að örvænt yfir þessu ef marka má tölfræðina því enska liðinu hefur gengið betur í þeim leikjum sem Rooney hefur ekki notið við.

Enska landsliðið með Rooney:

Leikir 73

Sigurleikir 44

Jafntefli 16

Tapleikir 13

Markatala: 139-63

Sigurhlutfall: 60,3 prósent

Enska landsliðið án Rooney:

Leikir 29

Sigurleikir 20

Jafntefli 4

Tapleikir 5

Markatala: 64-24

Sigurhlutfall: 69 prósent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×