Vilja leggja sitt af mörkum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Atli Óskar og Viktor eru mennirnir á bak við stuttmyndina Lífið á Eyjunni. Fréttablaðið/Stefán Atli Óskar Fjalarsson og Viktor Sigurjónsson voru búnir að horfa upp á vini og kunningja tapa lífinu allt of oft. Eftir að hafa fylgst með sjálfsvígum og misnotkun lyfja meðal ungra manna fundu þeir sig knúna til að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Umræðu um þessi mál segja þeir að þurfi að halda á lofti til að knýja fram breytingar. Þeir stefna á að sýna myndina í grunnskólum og víðar. „Þegar við Atli kynntumst var ég að þróa hugmynd og hafði þegar skrifað handrit sem ég kynnti fyrir honum. Í ljós kom mikill samhugur og metnaður hjá okkur báðum fyrir þessu verkefni og við ákváðum að hrinda því í framkvæmd og skrifuðum saman lokaútgáfu handritsins,“ segir Viktor sem leikstýrir myndinni en hann hefur unnið við framleiðslu í rúm fimm ár. Atli hafði þá nýlega stofnað fésbókarhóp sem nefnist Strákahittingur, sem er öruggur staður fyrir karla til að ræða tilfinningar og málefni kynjanna sín á milli. Hópurinn er að sænskri fyrirmynd sem nefnist #killmiddag. „Strákum líður illa og kunna oft ekki að biðja um hjálp. Hópurinn gengur út á það að strákar hittist og tali saman um það sem þeir geta gert til að stuðla að betra samfélagi og ráðast í sameiningu að rót vandans í samskiptum kynjanna sem brenglaðar kynjaímyndir geta af sér. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa vinum, bræðrum, frændum og feðrum í neyð,“ segir Atli en hann hefur unnið sem leikari í mörg ár og leikið í ýmsum kvikmyndum, nú síðast í Lof mér að falla. Einnig hefur hann unnið við framleiðslu í Los Angeles.Tóku þetta alla leið Tökur gengu nokkuð snurðulaust fyrir sig en myndin var öll skotin á Seyðisfirði. „Við vorum með um 25 manns með okkur og við erum ótrúlega þakklátir fyrir alla þeirra hjálp,“ segir Viktor. Atli tekur undir: „Við hefðum ekki getað beðið um betra fólk.“ Þrátt fyrir að hafa báðir unnið í framleiðslu segjast þeir hafa gert sér töluvert erfitt fyrir hvað handritið varðar. „Allt sem maður hefur lært og veit að á ekki að setja í handrit fór út um þúfur. Í handritinu er þetta allt saman, flugeldar, dýr og börn,“ segir Viktor. „Ég man að ég sagði við Viktor þegar við vorum að skrifa að setja sér engar hömlur; „Leyfðu listinni bara að flæða!“ Svo blótaði ég honum í sand og ösku þegar ég þurfti að fara og redda þessu öllu á Seyðisfirði,“ segir Atli og hlær. „En þetta gekk svo allt upp á endanum.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Atli Óskar Fjalarsson og Viktor Sigurjónsson voru búnir að horfa upp á vini og kunningja tapa lífinu allt of oft. Eftir að hafa fylgst með sjálfsvígum og misnotkun lyfja meðal ungra manna fundu þeir sig knúna til að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Umræðu um þessi mál segja þeir að þurfi að halda á lofti til að knýja fram breytingar. Þeir stefna á að sýna myndina í grunnskólum og víðar. „Þegar við Atli kynntumst var ég að þróa hugmynd og hafði þegar skrifað handrit sem ég kynnti fyrir honum. Í ljós kom mikill samhugur og metnaður hjá okkur báðum fyrir þessu verkefni og við ákváðum að hrinda því í framkvæmd og skrifuðum saman lokaútgáfu handritsins,“ segir Viktor sem leikstýrir myndinni en hann hefur unnið við framleiðslu í rúm fimm ár. Atli hafði þá nýlega stofnað fésbókarhóp sem nefnist Strákahittingur, sem er öruggur staður fyrir karla til að ræða tilfinningar og málefni kynjanna sín á milli. Hópurinn er að sænskri fyrirmynd sem nefnist #killmiddag. „Strákum líður illa og kunna oft ekki að biðja um hjálp. Hópurinn gengur út á það að strákar hittist og tali saman um það sem þeir geta gert til að stuðla að betra samfélagi og ráðast í sameiningu að rót vandans í samskiptum kynjanna sem brenglaðar kynjaímyndir geta af sér. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa vinum, bræðrum, frændum og feðrum í neyð,“ segir Atli en hann hefur unnið sem leikari í mörg ár og leikið í ýmsum kvikmyndum, nú síðast í Lof mér að falla. Einnig hefur hann unnið við framleiðslu í Los Angeles.Tóku þetta alla leið Tökur gengu nokkuð snurðulaust fyrir sig en myndin var öll skotin á Seyðisfirði. „Við vorum með um 25 manns með okkur og við erum ótrúlega þakklátir fyrir alla þeirra hjálp,“ segir Viktor. Atli tekur undir: „Við hefðum ekki getað beðið um betra fólk.“ Þrátt fyrir að hafa báðir unnið í framleiðslu segjast þeir hafa gert sér töluvert erfitt fyrir hvað handritið varðar. „Allt sem maður hefur lært og veit að á ekki að setja í handrit fór út um þúfur. Í handritinu er þetta allt saman, flugeldar, dýr og börn,“ segir Viktor. „Ég man að ég sagði við Viktor þegar við vorum að skrifa að setja sér engar hömlur; „Leyfðu listinni bara að flæða!“ Svo blótaði ég honum í sand og ösku þegar ég þurfti að fara og redda þessu öllu á Seyðisfirði,“ segir Atli og hlær. „En þetta gekk svo allt upp á endanum.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira