Kvörtun til Persónuverndar varpar ljósi á hatrammar nágrannadeilur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2018 11:15 Deilan snerist um öryggismyndavél á hárri stöng. Vísir/Getty Ábúendum í dreifbýli í ónefndu sveitarfélagi hefur verið gert að breyta sjónarhorni myndavélar sem þau notuðu til að vakta nærumhverfi sitt. Nágranni þeirra á næsta bæ kvartaði undan vöktuninni og sagðist upplifa sig undur stöðugu eftirliti nágrannanna. Samskipti nágrannanna eru rakin í úrskurði Persónuverndar og ljóst er að töluvert hefur gengið á þeirra á milli.Persónuvernd barst kvörtun frá ónafngreindum aðila þann 21. september 2017 þess efnis að næstu nágrannar hans í ónafngreindu sveitarfélagi hafi sett upp myndavél á hárri stöng á húsi þeirra. Taldi sá sem kvartaði að myndavélin beindist að að húsi hans og í allar áttir, víða þar sem hann og fjölskylda hans væru á ferð um land sitt og taldi kvartandinn því að hægt væri að fylgjast með ferðum þeirra.Að mati hans væri vöktunina gróft inngrip í friðhelgi einkalífs hans og fleira fólks á svæðinu og að ekkert samráð hafi veri haft við uppsetningu myndavélarinnar. Deilurnar eiga upptök sín á nágrannabæjum í ótilgreindu sveitarfélagi.Vísir/GettyVöktunin til komin vegna morðhótunar Leitaði Persónuvernd eftir nánari skýringum frá nágranna mannsins. Í svari lögfræðings hans kom fram að umbjóðendur hans hafi sett upp eftirlitsmyndavél til að gæta að persónulegu öryggi sínu og verja eigur sínar. Búi þeir fjarri byggð og sé heimili þeirra berskjaldað. Tilgangurinn hafi verið tvenns konar, annars vegar að verja heimilið gegn innbrotum og hins vegar að verja eigur þeirra og þau sjálf gegn áreiti nágranna þeirra, sem kvartaði undan myndavélinni, en þau hafi um langt tímabil óttast um eigið öryggi og öryggi eigna sinna. Hafi þau gripið til þess ráðs að koma upp rafrænum vöktunarbúnaði í kjölfar morðhótunar, sem hafi verið kærð til lögreglu, auk skemmda á eigum og landi. Töldu þau eftirlitið nauðsynlegt til að tryggja persónulegt öryggi þeirra og eigna þeirra og að ekki væri unnt að ná þeim markmiðum án þess að vera með eftirlitsmyndavélabúnað, en að þau upplifi að öryggi sínu og eignum sé ógnað af nágranna þeirra sem lagði fram kvörtunina. Til stuðnings máls síns lögðu þau fram kæru til lögreglustjóra vegna hótana, sem þau létu fylgja svarbréfinu til Persónuverndar. Í svarbréfinu sagði einnig að um væri að ræða vöktun á einkalandi, svæði þar sem takmarkaður hópur fólks fari jafnan um. Önnur svæði hafi verið skyggð og því væri ekki haft eftirlit með öðrum einstaklingum en þeim sem eigi leið um landið. því væri ekki um að ræða íhlutun í einkalíf annarra einstaklinga en þeirra sem settu upp myndavélina.Sá sem kvartaði gaf lítið fyrir skýringar nágranna sinna um að nauðsynlegt væri að setja upp myndavélar til að tryggja öryggi í dreifbýlinu.Fréttablaðið/VilhelmTaldi sig vera undir stöðugu eftirliti Skömmu síðar var þeim sem kvartaði boðið að koma með athugasemdir við skýringar þeirra sem settu upp myndavélina. Í svari hans kemur fram að hann taldi að með myndavélavöktuninni séu nágrannar hans að reyna að koma höggi á sig og fjölskyldu hans. Taldi hann að orð þeirra í svarbréfinu vegna kvörtunarinnar væru „meiðyrði af verstu gerð“. Lýsti hann fyrri samskiptum þeirra fyrir lögreglu og dómstólum og sagði hann að hann hefði ekki kært nágranna sína, þrátt fyrir að „ærin ástæða væri til.“ Ítrekaði hann þá skoðun sína að vöktunarbúnaðurinn væri langt um fram þörf og sagðist hann upplifa að hann of fjölskyldan væru undir stöðugu eftirliti nágrannanna og að fjarlæga ætti búnaðinn. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að stofnunin geti aðeins tekið afstöðu til þeirrar rafrænu vöktunar sem kvartað var undir en annar ágreiningur nágrannnanna væri utan valdsviðs hennar. Segir einnig að almennt sé litið til þess að ábyrgðaraðila sé heimil vöktun á yfirráðasvæði sínu. Þó sé það mat Persónuverndar að rafræn vöktun á almannafæri skuli einungis vera á hendi lögreglunnar og að sú ráðstöfun að skyggja hluta myndefnisins dugi ekki til þess að einkaaðilum sé heimil rafræn vöktun á almannafæri sem ströng skilyrði gilda um. Taldi Persónuvernd að önnur vægari úrræði í boði til að tryggja öryggi og eignarvörslu á lóðinni sem um ræðir og var þeim sem settu upp myndavélina gert að breyta sjónarhorni og staðsetningu myndavélarinnar þannig að hún vísi ekki að svæðum á almannafæri eða eignum nágranna.Úrskurð Persónuverndar má lesa hér. Persónuvernd Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ábúendum í dreifbýli í ónefndu sveitarfélagi hefur verið gert að breyta sjónarhorni myndavélar sem þau notuðu til að vakta nærumhverfi sitt. Nágranni þeirra á næsta bæ kvartaði undan vöktuninni og sagðist upplifa sig undur stöðugu eftirliti nágrannanna. Samskipti nágrannanna eru rakin í úrskurði Persónuverndar og ljóst er að töluvert hefur gengið á þeirra á milli.Persónuvernd barst kvörtun frá ónafngreindum aðila þann 21. september 2017 þess efnis að næstu nágrannar hans í ónafngreindu sveitarfélagi hafi sett upp myndavél á hárri stöng á húsi þeirra. Taldi sá sem kvartaði að myndavélin beindist að að húsi hans og í allar áttir, víða þar sem hann og fjölskylda hans væru á ferð um land sitt og taldi kvartandinn því að hægt væri að fylgjast með ferðum þeirra.Að mati hans væri vöktunina gróft inngrip í friðhelgi einkalífs hans og fleira fólks á svæðinu og að ekkert samráð hafi veri haft við uppsetningu myndavélarinnar. Deilurnar eiga upptök sín á nágrannabæjum í ótilgreindu sveitarfélagi.Vísir/GettyVöktunin til komin vegna morðhótunar Leitaði Persónuvernd eftir nánari skýringum frá nágranna mannsins. Í svari lögfræðings hans kom fram að umbjóðendur hans hafi sett upp eftirlitsmyndavél til að gæta að persónulegu öryggi sínu og verja eigur sínar. Búi þeir fjarri byggð og sé heimili þeirra berskjaldað. Tilgangurinn hafi verið tvenns konar, annars vegar að verja heimilið gegn innbrotum og hins vegar að verja eigur þeirra og þau sjálf gegn áreiti nágranna þeirra, sem kvartaði undan myndavélinni, en þau hafi um langt tímabil óttast um eigið öryggi og öryggi eigna sinna. Hafi þau gripið til þess ráðs að koma upp rafrænum vöktunarbúnaði í kjölfar morðhótunar, sem hafi verið kærð til lögreglu, auk skemmda á eigum og landi. Töldu þau eftirlitið nauðsynlegt til að tryggja persónulegt öryggi þeirra og eigna þeirra og að ekki væri unnt að ná þeim markmiðum án þess að vera með eftirlitsmyndavélabúnað, en að þau upplifi að öryggi sínu og eignum sé ógnað af nágranna þeirra sem lagði fram kvörtunina. Til stuðnings máls síns lögðu þau fram kæru til lögreglustjóra vegna hótana, sem þau létu fylgja svarbréfinu til Persónuverndar. Í svarbréfinu sagði einnig að um væri að ræða vöktun á einkalandi, svæði þar sem takmarkaður hópur fólks fari jafnan um. Önnur svæði hafi verið skyggð og því væri ekki haft eftirlit með öðrum einstaklingum en þeim sem eigi leið um landið. því væri ekki um að ræða íhlutun í einkalíf annarra einstaklinga en þeirra sem settu upp myndavélina.Sá sem kvartaði gaf lítið fyrir skýringar nágranna sinna um að nauðsynlegt væri að setja upp myndavélar til að tryggja öryggi í dreifbýlinu.Fréttablaðið/VilhelmTaldi sig vera undir stöðugu eftirliti Skömmu síðar var þeim sem kvartaði boðið að koma með athugasemdir við skýringar þeirra sem settu upp myndavélina. Í svari hans kemur fram að hann taldi að með myndavélavöktuninni séu nágrannar hans að reyna að koma höggi á sig og fjölskyldu hans. Taldi hann að orð þeirra í svarbréfinu vegna kvörtunarinnar væru „meiðyrði af verstu gerð“. Lýsti hann fyrri samskiptum þeirra fyrir lögreglu og dómstólum og sagði hann að hann hefði ekki kært nágranna sína, þrátt fyrir að „ærin ástæða væri til.“ Ítrekaði hann þá skoðun sína að vöktunarbúnaðurinn væri langt um fram þörf og sagðist hann upplifa að hann of fjölskyldan væru undir stöðugu eftirliti nágrannanna og að fjarlæga ætti búnaðinn. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að stofnunin geti aðeins tekið afstöðu til þeirrar rafrænu vöktunar sem kvartað var undir en annar ágreiningur nágrannnanna væri utan valdsviðs hennar. Segir einnig að almennt sé litið til þess að ábyrgðaraðila sé heimil vöktun á yfirráðasvæði sínu. Þó sé það mat Persónuverndar að rafræn vöktun á almannafæri skuli einungis vera á hendi lögreglunnar og að sú ráðstöfun að skyggja hluta myndefnisins dugi ekki til þess að einkaaðilum sé heimil rafræn vöktun á almannafæri sem ströng skilyrði gilda um. Taldi Persónuvernd að önnur vægari úrræði í boði til að tryggja öryggi og eignarvörslu á lóðinni sem um ræðir og var þeim sem settu upp myndavélina gert að breyta sjónarhorni og staðsetningu myndavélarinnar þannig að hún vísi ekki að svæðum á almannafæri eða eignum nágranna.Úrskurð Persónuverndar má lesa hér.
Persónuvernd Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira