Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2020 21:07 Obama með Biden varaforseta sínum. Þrátt fyrir að Trump hafi reynt að kenna ríkisstjórn þeirra um bresti í viðbrögðum alríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum hefur Obama haldið sig nær algerlega til hlés frá því að hann lét af embætti. Vísir/EPA Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. Obama hefur nær algerlega haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og Trump tók við í janúar árið 2017. Hann hefur ekki tjáð sig jafnvel þó að Trump hafi kennt fyrri ríkisstjórn hans um skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði og prófum gegn veirunni sem var ekki til þegar Obama var forseti. Reuters-fréttastofan segir að á fjarfundi um 3.000 fyrrverandi Obama-stjórnarliða hafi fyrrverandi forsetinn lýst viðbrögðum eftirmanns síns við faraldrinum sem „óreiðukenndum“. BBB segir að Obama hafi notað orðalagið „algerlega óreiðukennd hörmung“. Trump-stjórnin hefur að miklu leyti haldið sig til hlés í faraldrinum og varpað ábyrgðinni á aðgerðum yfir á ríkisstjóra einstakra ríkja. Forsetinn og embættismenn hans hafa þannig ítrekað sagt að alríkisstjórnin sé aðeins í ráðgjafarhlutverki eða síðasta úrræðið fyrir ríkin. Alríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að auka ekki skimunargetu þegar ljóst var að nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiddist út um heiminn í janúar og febrúar. Þá notaði hún ekki tímann til að viða að sér nauðsynlegum búnaði eins og hlífðarklæðnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks eða öndunarvélar. Enn er skortur á prófum fyrir veirunni og ýmsum búnaði. Ætlar að berjast af krafti fyrir Biden Á fjarfundi Obama og félaga hvatti hann bandamenn sína til þess að fylkja sér að baki Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem verður að öllum líkindum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Lýsti Obama kosningunum sem mikilvægum og vísaði til djúps klofnings eftir flokkslínum sem hefur ágerst í Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Demókratar glímdu þar ekki aðeins við einstakan einstakling eða stjórnmálaflokk heldur berðust þeir gegn langtímaþróun þar sem „það að vera sjálfselskur, að vera trúr sínum ættbálki, að vera sundruð og að sjá aðra sem óvin, það hefur orðið að sterkari hvöt í bandarísku þjóðlífi“. „Það er þess vegna, vel á minnst, sem ég ætla að verja eins miklum tíma og nauðsynlegt er og berjast eins grimmt og ég get fyrir Joe Biden,“ sagði Obama á fundinum. Skrifstofa hans vildi ekki tjá sig um ummæli Obama á fundinum við Reuters. Talskona Hvíta hússins varði viðbrögð Trump við faraldrinum og sagði þau „fordæmalaus“. Trump hefði bjargað lífum Bandaríkjamanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. Obama hefur nær algerlega haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og Trump tók við í janúar árið 2017. Hann hefur ekki tjáð sig jafnvel þó að Trump hafi kennt fyrri ríkisstjórn hans um skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði og prófum gegn veirunni sem var ekki til þegar Obama var forseti. Reuters-fréttastofan segir að á fjarfundi um 3.000 fyrrverandi Obama-stjórnarliða hafi fyrrverandi forsetinn lýst viðbrögðum eftirmanns síns við faraldrinum sem „óreiðukenndum“. BBB segir að Obama hafi notað orðalagið „algerlega óreiðukennd hörmung“. Trump-stjórnin hefur að miklu leyti haldið sig til hlés í faraldrinum og varpað ábyrgðinni á aðgerðum yfir á ríkisstjóra einstakra ríkja. Forsetinn og embættismenn hans hafa þannig ítrekað sagt að alríkisstjórnin sé aðeins í ráðgjafarhlutverki eða síðasta úrræðið fyrir ríkin. Alríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að auka ekki skimunargetu þegar ljóst var að nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiddist út um heiminn í janúar og febrúar. Þá notaði hún ekki tímann til að viða að sér nauðsynlegum búnaði eins og hlífðarklæðnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks eða öndunarvélar. Enn er skortur á prófum fyrir veirunni og ýmsum búnaði. Ætlar að berjast af krafti fyrir Biden Á fjarfundi Obama og félaga hvatti hann bandamenn sína til þess að fylkja sér að baki Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem verður að öllum líkindum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Lýsti Obama kosningunum sem mikilvægum og vísaði til djúps klofnings eftir flokkslínum sem hefur ágerst í Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Demókratar glímdu þar ekki aðeins við einstakan einstakling eða stjórnmálaflokk heldur berðust þeir gegn langtímaþróun þar sem „það að vera sjálfselskur, að vera trúr sínum ættbálki, að vera sundruð og að sjá aðra sem óvin, það hefur orðið að sterkari hvöt í bandarísku þjóðlífi“. „Það er þess vegna, vel á minnst, sem ég ætla að verja eins miklum tíma og nauðsynlegt er og berjast eins grimmt og ég get fyrir Joe Biden,“ sagði Obama á fundinum. Skrifstofa hans vildi ekki tjá sig um ummæli Obama á fundinum við Reuters. Talskona Hvíta hússins varði viðbrögð Trump við faraldrinum og sagði þau „fordæmalaus“. Trump hefði bjargað lífum Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira