Innlent

Sól­veig Anna kveðst þiggja boð Dags með skil­yrðum í skila­boðum á Face­book-vegg hans

Atli Ísleifsson skrifar
Baráttufundur Eflingar í Iðnó vegna verkafalla
Baráttufundur Eflingar í Iðnó vegna verkafalla

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst þiggja boð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að þau fundi saman til að leita lausna á kjaradeilu Eflingar-fólks í borginni.

Sólveig Anna svarar Degi með því að birta færslu á Facebook-vegg borgarstjóra. Þar segir hún að hún eigi erfitt með að skila hvers vegna hann vilji ekki ganga til samkomulags en að hún sé reiðubúin að hitta hann á fundi en með tveimur skilyrðum þó.

Fyrra skilyrðið sé að hann birti opinberlega það tilboð, það er glærurnar, sem samninganefnd Eflingar var kynnt á samningafundi 19. febrúar, það er sama dag og Dagur mætti í Kastljóssviðtalið. Þannig geti allir borið tilboðið saman við ummæli þín í Kastljósinu.

„Í öðru lagi að þú fallist á að mæta mér eða öðrum fulltrúa Eflingar í setti í útvarps- eða sjónvarpsviðtali áður en vikan er úti. Ef þú fellst á þetta þá skal ég koma og hitta þig til fundar á hvaða tíma sem hentar þér,“ segir Sólveig Anna. Sólveig minnist ekkert á í hvaða fjölmiðli slíkt viðtal eigi að fara fram.

Capture

Vill ekki standa í skeytasendingum í fjölmiðlum

Verkföll Eflingarfólks halda áfram í dag. Efling bauð Degi tveggja daga verkfallshlé í gær gegn því að hann myndi veita skriflega staðfestingu á „Kastljóstilboðinu“ svokallaða. Efling veitti Degi frest til klukkan fjögur í gær, en svar Dags barst hins vegar ekki fyrr en eftir að fresturinn var liðinn.

Í svari sínu bauðst Dagur til að hitta Sólveigu Önnu. „Ég stend að sjálfsögðu við allt sem ég sagði í Kastljósi á sínum tíma en það er ekki gagnlegt þegar reynt er að snúa út úr þeim yfirlýsingum eða standa í skeytasendingum í fjölmiðlum til að leysa kjaradeilur,“ bætir hann við,“ sagði Dagur í sinni færslu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×