Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2020 17:27 Tilboði Eflingar um tveggja daga verkfallshlé var ekki þegið. vísir/vilhelm Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Efling bauðst fyrr í dag til að fresta verkfallsaðgerðum í tvo sólarhringa, á miðvikudag og fimmtudag, gegn því að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veitti skriflega staðfestingu á „Kastljóstilboðinu“ svokallaða. Samkvæmt tilkynningunni var frestur á svari veittur til klukkan fjögur í dag en barst ekki svar við því. „Bréfið var sent klukkan ellefu og var þar boðið að fresta verkfalli frá miðnætti í kvöld og í tvo sólarhringa. Ríkissáttasemjari fékk afrit af bréfinu og staðfesti móttöku þess. Frestur til svars var til klukkan fjögur í dag. Svar barst ekki fyrir klukkan fjögur og heldur því verkfall áfram.“Sjá einnig: Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“Borgarstjóri birti færslu á Facebook-síðu sinni laust eftir klukkan fimm í dag þar sem hann býður Sólveigu Önnu, formanni Eflingar, til fundar við sig til að ræða viðræðurnar og hvar beri milli aðila. „Í stað þess að standa í frekari skeytasendingum í fjölmiðlum vil ég bjóða Sólveigu Önnu formann Eflingar til fundar til að ræða hina erfiðu stöðu viðræðna og hvar ber á milli aðila,“ skrifar Dagur í svari til Eflingar. „Ég stend að sjálfsögðu við allt sem ég sagði í Kastljósi á sínum tíma en það er ekki gagnlegt þegar reynt er að snúa út úr þeim yfirlýsingum eða standa í skeytasendingum í fjölmiðlum til að leysa kjaradeilur,“ bætir hann við. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Efling bauðst fyrr í dag til að fresta verkfallsaðgerðum í tvo sólarhringa, á miðvikudag og fimmtudag, gegn því að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veitti skriflega staðfestingu á „Kastljóstilboðinu“ svokallaða. Samkvæmt tilkynningunni var frestur á svari veittur til klukkan fjögur í dag en barst ekki svar við því. „Bréfið var sent klukkan ellefu og var þar boðið að fresta verkfalli frá miðnætti í kvöld og í tvo sólarhringa. Ríkissáttasemjari fékk afrit af bréfinu og staðfesti móttöku þess. Frestur til svars var til klukkan fjögur í dag. Svar barst ekki fyrir klukkan fjögur og heldur því verkfall áfram.“Sjá einnig: Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“Borgarstjóri birti færslu á Facebook-síðu sinni laust eftir klukkan fimm í dag þar sem hann býður Sólveigu Önnu, formanni Eflingar, til fundar við sig til að ræða viðræðurnar og hvar beri milli aðila. „Í stað þess að standa í frekari skeytasendingum í fjölmiðlum vil ég bjóða Sólveigu Önnu formann Eflingar til fundar til að ræða hina erfiðu stöðu viðræðna og hvar ber á milli aðila,“ skrifar Dagur í svari til Eflingar. „Ég stend að sjálfsögðu við allt sem ég sagði í Kastljósi á sínum tíma en það er ekki gagnlegt þegar reynt er að snúa út úr þeim yfirlýsingum eða standa í skeytasendingum í fjölmiðlum til að leysa kjaradeilur,“ bætir hann við.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45
Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15