ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 15:12 Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Vísir/getty Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. Lögmaður hjá Öryrkjabandalaginu segir ólíðandi að ríkið dragi það að senda skýrsluna. Sýna þurfi málefninu meiri virðingu. Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Í 35 grein samningsins segir að ríkið skuli senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heildar skýrslu um stöðuna innan tveggja ára frá fullgildingu. Tilgreina á hvernig framkvæmdin gengur og hvað hafi verið gert til að innleiða sáttmálann efnislega. „Þetta hefði átt að berast til Sameinuðu þjóðanna núna 2018 og nú er komið 2020 þannig það er eitt og hálft ár rúmt síðan þetta hefði átt að fara út þannig við erum enn að bíða. Það sem kemur út úr þessu er í raun það sem við erum að bíða eftir. Við erum að bíða eftir að nefndin komi með ráðleggingar um það hvernig ríkið eigi að vinna. Við sjáum ákveðnar áskoranir í íslensku lagakerfi og erum að bíða eftir að geta sent okkar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna svo þau geti komið með ábendingar um það hvað þarf að laga. Þannig við þurfum þetta endurspeiglun á íslensku lagakerfi við þennan samning og hver mánuður sem fer í svona lengingu í þessu finnst okkur vera ólíðandi og ríkið þarf að sýna þessu meiri virðingu og drífa þetta af,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir þetta vera hluta af stærra samhengi. Íslenska ríkið hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja réttindi fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi. Það hafi til að mynda tekið ríkið meira en 10 ár að verða aðili að umræddum samningi. Þá sé enn beðið eftir fullgildingu bókunar við samninginn og fleiri bókunum. „Það er líka til bókun um samning sameinnuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem hefur ekki verið fullgilt. Svo er líka Marrakesh sáttmálinn sem fjallar um það að sjónskert og blint fólk fái aðgang að prentefni, hann hefur ekki verið fullgiltur,“ segir Sigurjón. Íslenska ríkið þurfi að bæta sig. „Þarna þarf íslenska ríkið bara að bæta sig töluvert og við höfum reynt að pressa á ákveðinn hluta af þessum málum sem við höfum verið með og það í raun þyrfti að gerast að ríkið færi í einhverja sókaráætlun í mannréttindum fatlaðs fólks og myndi teikna það upp hvað það er sem vantar og drífa í því að fullgilda þessa samninga,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ. Félagsmál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. Lögmaður hjá Öryrkjabandalaginu segir ólíðandi að ríkið dragi það að senda skýrsluna. Sýna þurfi málefninu meiri virðingu. Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Í 35 grein samningsins segir að ríkið skuli senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heildar skýrslu um stöðuna innan tveggja ára frá fullgildingu. Tilgreina á hvernig framkvæmdin gengur og hvað hafi verið gert til að innleiða sáttmálann efnislega. „Þetta hefði átt að berast til Sameinuðu þjóðanna núna 2018 og nú er komið 2020 þannig það er eitt og hálft ár rúmt síðan þetta hefði átt að fara út þannig við erum enn að bíða. Það sem kemur út úr þessu er í raun það sem við erum að bíða eftir. Við erum að bíða eftir að nefndin komi með ráðleggingar um það hvernig ríkið eigi að vinna. Við sjáum ákveðnar áskoranir í íslensku lagakerfi og erum að bíða eftir að geta sent okkar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna svo þau geti komið með ábendingar um það hvað þarf að laga. Þannig við þurfum þetta endurspeiglun á íslensku lagakerfi við þennan samning og hver mánuður sem fer í svona lengingu í þessu finnst okkur vera ólíðandi og ríkið þarf að sýna þessu meiri virðingu og drífa þetta af,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir þetta vera hluta af stærra samhengi. Íslenska ríkið hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja réttindi fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi. Það hafi til að mynda tekið ríkið meira en 10 ár að verða aðili að umræddum samningi. Þá sé enn beðið eftir fullgildingu bókunar við samninginn og fleiri bókunum. „Það er líka til bókun um samning sameinnuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem hefur ekki verið fullgilt. Svo er líka Marrakesh sáttmálinn sem fjallar um það að sjónskert og blint fólk fái aðgang að prentefni, hann hefur ekki verið fullgiltur,“ segir Sigurjón. Íslenska ríkið þurfi að bæta sig. „Þarna þarf íslenska ríkið bara að bæta sig töluvert og við höfum reynt að pressa á ákveðinn hluta af þessum málum sem við höfum verið með og það í raun þyrfti að gerast að ríkið færi í einhverja sókaráætlun í mannréttindum fatlaðs fólks og myndi teikna það upp hvað það er sem vantar og drífa í því að fullgilda þessa samninga,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ.
Félagsmál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira