ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 15:12 Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Vísir/getty Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. Lögmaður hjá Öryrkjabandalaginu segir ólíðandi að ríkið dragi það að senda skýrsluna. Sýna þurfi málefninu meiri virðingu. Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Í 35 grein samningsins segir að ríkið skuli senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heildar skýrslu um stöðuna innan tveggja ára frá fullgildingu. Tilgreina á hvernig framkvæmdin gengur og hvað hafi verið gert til að innleiða sáttmálann efnislega. „Þetta hefði átt að berast til Sameinuðu þjóðanna núna 2018 og nú er komið 2020 þannig það er eitt og hálft ár rúmt síðan þetta hefði átt að fara út þannig við erum enn að bíða. Það sem kemur út úr þessu er í raun það sem við erum að bíða eftir. Við erum að bíða eftir að nefndin komi með ráðleggingar um það hvernig ríkið eigi að vinna. Við sjáum ákveðnar áskoranir í íslensku lagakerfi og erum að bíða eftir að geta sent okkar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna svo þau geti komið með ábendingar um það hvað þarf að laga. Þannig við þurfum þetta endurspeiglun á íslensku lagakerfi við þennan samning og hver mánuður sem fer í svona lengingu í þessu finnst okkur vera ólíðandi og ríkið þarf að sýna þessu meiri virðingu og drífa þetta af,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir þetta vera hluta af stærra samhengi. Íslenska ríkið hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja réttindi fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi. Það hafi til að mynda tekið ríkið meira en 10 ár að verða aðili að umræddum samningi. Þá sé enn beðið eftir fullgildingu bókunar við samninginn og fleiri bókunum. „Það er líka til bókun um samning sameinnuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem hefur ekki verið fullgilt. Svo er líka Marrakesh sáttmálinn sem fjallar um það að sjónskert og blint fólk fái aðgang að prentefni, hann hefur ekki verið fullgiltur,“ segir Sigurjón. Íslenska ríkið þurfi að bæta sig. „Þarna þarf íslenska ríkið bara að bæta sig töluvert og við höfum reynt að pressa á ákveðinn hluta af þessum málum sem við höfum verið með og það í raun þyrfti að gerast að ríkið færi í einhverja sókaráætlun í mannréttindum fatlaðs fólks og myndi teikna það upp hvað það er sem vantar og drífa í því að fullgilda þessa samninga,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ. Félagsmál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. Lögmaður hjá Öryrkjabandalaginu segir ólíðandi að ríkið dragi það að senda skýrsluna. Sýna þurfi málefninu meiri virðingu. Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Í 35 grein samningsins segir að ríkið skuli senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heildar skýrslu um stöðuna innan tveggja ára frá fullgildingu. Tilgreina á hvernig framkvæmdin gengur og hvað hafi verið gert til að innleiða sáttmálann efnislega. „Þetta hefði átt að berast til Sameinuðu þjóðanna núna 2018 og nú er komið 2020 þannig það er eitt og hálft ár rúmt síðan þetta hefði átt að fara út þannig við erum enn að bíða. Það sem kemur út úr þessu er í raun það sem við erum að bíða eftir. Við erum að bíða eftir að nefndin komi með ráðleggingar um það hvernig ríkið eigi að vinna. Við sjáum ákveðnar áskoranir í íslensku lagakerfi og erum að bíða eftir að geta sent okkar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna svo þau geti komið með ábendingar um það hvað þarf að laga. Þannig við þurfum þetta endurspeiglun á íslensku lagakerfi við þennan samning og hver mánuður sem fer í svona lengingu í þessu finnst okkur vera ólíðandi og ríkið þarf að sýna þessu meiri virðingu og drífa þetta af,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir þetta vera hluta af stærra samhengi. Íslenska ríkið hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja réttindi fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi. Það hafi til að mynda tekið ríkið meira en 10 ár að verða aðili að umræddum samningi. Þá sé enn beðið eftir fullgildingu bókunar við samninginn og fleiri bókunum. „Það er líka til bókun um samning sameinnuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem hefur ekki verið fullgilt. Svo er líka Marrakesh sáttmálinn sem fjallar um það að sjónskert og blint fólk fái aðgang að prentefni, hann hefur ekki verið fullgiltur,“ segir Sigurjón. Íslenska ríkið þurfi að bæta sig. „Þarna þarf íslenska ríkið bara að bæta sig töluvert og við höfum reynt að pressa á ákveðinn hluta af þessum málum sem við höfum verið með og það í raun þyrfti að gerast að ríkið færi í einhverja sókaráætlun í mannréttindum fatlaðs fólks og myndi teikna það upp hvað það er sem vantar og drífa í því að fullgilda þessa samninga,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ.
Félagsmál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira