ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 15:12 Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Vísir/getty Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. Lögmaður hjá Öryrkjabandalaginu segir ólíðandi að ríkið dragi það að senda skýrsluna. Sýna þurfi málefninu meiri virðingu. Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Í 35 grein samningsins segir að ríkið skuli senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heildar skýrslu um stöðuna innan tveggja ára frá fullgildingu. Tilgreina á hvernig framkvæmdin gengur og hvað hafi verið gert til að innleiða sáttmálann efnislega. „Þetta hefði átt að berast til Sameinuðu þjóðanna núna 2018 og nú er komið 2020 þannig það er eitt og hálft ár rúmt síðan þetta hefði átt að fara út þannig við erum enn að bíða. Það sem kemur út úr þessu er í raun það sem við erum að bíða eftir. Við erum að bíða eftir að nefndin komi með ráðleggingar um það hvernig ríkið eigi að vinna. Við sjáum ákveðnar áskoranir í íslensku lagakerfi og erum að bíða eftir að geta sent okkar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna svo þau geti komið með ábendingar um það hvað þarf að laga. Þannig við þurfum þetta endurspeiglun á íslensku lagakerfi við þennan samning og hver mánuður sem fer í svona lengingu í þessu finnst okkur vera ólíðandi og ríkið þarf að sýna þessu meiri virðingu og drífa þetta af,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir þetta vera hluta af stærra samhengi. Íslenska ríkið hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja réttindi fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi. Það hafi til að mynda tekið ríkið meira en 10 ár að verða aðili að umræddum samningi. Þá sé enn beðið eftir fullgildingu bókunar við samninginn og fleiri bókunum. „Það er líka til bókun um samning sameinnuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem hefur ekki verið fullgilt. Svo er líka Marrakesh sáttmálinn sem fjallar um það að sjónskert og blint fólk fái aðgang að prentefni, hann hefur ekki verið fullgiltur,“ segir Sigurjón. Íslenska ríkið þurfi að bæta sig. „Þarna þarf íslenska ríkið bara að bæta sig töluvert og við höfum reynt að pressa á ákveðinn hluta af þessum málum sem við höfum verið með og það í raun þyrfti að gerast að ríkið færi í einhverja sókaráætlun í mannréttindum fatlaðs fólks og myndi teikna það upp hvað það er sem vantar og drífa í því að fullgilda þessa samninga,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ. Félagsmál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. Lögmaður hjá Öryrkjabandalaginu segir ólíðandi að ríkið dragi það að senda skýrsluna. Sýna þurfi málefninu meiri virðingu. Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Í 35 grein samningsins segir að ríkið skuli senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heildar skýrslu um stöðuna innan tveggja ára frá fullgildingu. Tilgreina á hvernig framkvæmdin gengur og hvað hafi verið gert til að innleiða sáttmálann efnislega. „Þetta hefði átt að berast til Sameinuðu þjóðanna núna 2018 og nú er komið 2020 þannig það er eitt og hálft ár rúmt síðan þetta hefði átt að fara út þannig við erum enn að bíða. Það sem kemur út úr þessu er í raun það sem við erum að bíða eftir. Við erum að bíða eftir að nefndin komi með ráðleggingar um það hvernig ríkið eigi að vinna. Við sjáum ákveðnar áskoranir í íslensku lagakerfi og erum að bíða eftir að geta sent okkar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna svo þau geti komið með ábendingar um það hvað þarf að laga. Þannig við þurfum þetta endurspeiglun á íslensku lagakerfi við þennan samning og hver mánuður sem fer í svona lengingu í þessu finnst okkur vera ólíðandi og ríkið þarf að sýna þessu meiri virðingu og drífa þetta af,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir þetta vera hluta af stærra samhengi. Íslenska ríkið hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja réttindi fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi. Það hafi til að mynda tekið ríkið meira en 10 ár að verða aðili að umræddum samningi. Þá sé enn beðið eftir fullgildingu bókunar við samninginn og fleiri bókunum. „Það er líka til bókun um samning sameinnuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem hefur ekki verið fullgilt. Svo er líka Marrakesh sáttmálinn sem fjallar um það að sjónskert og blint fólk fái aðgang að prentefni, hann hefur ekki verið fullgiltur,“ segir Sigurjón. Íslenska ríkið þurfi að bæta sig. „Þarna þarf íslenska ríkið bara að bæta sig töluvert og við höfum reynt að pressa á ákveðinn hluta af þessum málum sem við höfum verið með og það í raun þyrfti að gerast að ríkið færi í einhverja sókaráætlun í mannréttindum fatlaðs fólks og myndi teikna það upp hvað það er sem vantar og drífa í því að fullgilda þessa samninga,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ.
Félagsmál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent