„Sprenging“ í netglæpatryggingum íslenskra fyrirtækja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2019 22:15 Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að tryggja sig fyrir tjóni vegna tölvuglæpa sem getur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Netárásum á íslensk fyrirtæki hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Fyrirtækin hafa því mörg hver varið talsverðum peningum í það að verja sig gegn árásum. Þá eru þau líka í auknum mæli farin að skoða þann kost að tryggja sig fyrir tjóni. Íslensku tryggingarfélögin bjóða ekki upp á tryggingar þegar kemur að tjóni vegna netglæpa. Hins vegar gera mörg erlend fyrirtæki það og hafa því íslensk fyrirtæki leitað til þeirra til að tryggja sig. „Við finnum alveg gríðarlega mikinn og mikla aukningu. Við erum búin að bjóða upp á þessar tryggingar í þrjú eða fjögur ár en það hefur alveg orðið sprenging núna síðustu mánuði,“ segir Lárus Hrafn Lárusson löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Lárus Hrafn Lárusson, löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Vísir/baldurAnthony Herring er breskur tryggingaráðgjafi sem hélt erindi í dag á fundi um þessi mál á Grand hóteli í Reykjavík. „Mörg fyrirtæki reiða sig svo mikið á net- og upplýsingatæknikerfi sín að allar truflanir á slíkum kerfum geta leitt til truflana sem aftur valda tapi vegna viðskiptamissis, sem sagt tekjutaps. Það er þá sem þetta fer virkilega að hafa áhrif á fyrirtæki. Þess vegna höfum við séð aukningu á tryggingum í Evrópu til að bæta tekjutap vegna truflunar á viðskiptum,“ segir Anthony.Anthony Herring, yfirmaður stafrænna trygginga fyrir Norðurlöndin hjá Marsh JLT í London.Vísir/baldurHann segir að þegar fyrirtæki verða fyrir barðinu á tölvuþjófum geti oft tapast umtalsverðar upphæðir. „Við höfum séð Norsk Hydro á þessu ári. Ég held að tapið sé metið á 50-60 milljónir evra. Það var tilfelli í Danmörku fyrr á þessu ári. Demant tilkynnti hluthöfum að tapið yrði 50-60 milljónir evra. Svo það er mikið tjón þarna á ferðinni,“ segir Anthony. Netöryggi Tryggingar Tækni Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að tryggja sig fyrir tjóni vegna tölvuglæpa sem getur hlaupið á hundruðum milljóna króna. Netárásum á íslensk fyrirtæki hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Fyrirtækin hafa því mörg hver varið talsverðum peningum í það að verja sig gegn árásum. Þá eru þau líka í auknum mæli farin að skoða þann kost að tryggja sig fyrir tjóni. Íslensku tryggingarfélögin bjóða ekki upp á tryggingar þegar kemur að tjóni vegna netglæpa. Hins vegar gera mörg erlend fyrirtæki það og hafa því íslensk fyrirtæki leitað til þeirra til að tryggja sig. „Við finnum alveg gríðarlega mikinn og mikla aukningu. Við erum búin að bjóða upp á þessar tryggingar í þrjú eða fjögur ár en það hefur alveg orðið sprenging núna síðustu mánuði,“ segir Lárus Hrafn Lárusson löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Lárus Hrafn Lárusson, löggiltur vátryggingarmiðlari hjá Consello.Vísir/baldurAnthony Herring er breskur tryggingaráðgjafi sem hélt erindi í dag á fundi um þessi mál á Grand hóteli í Reykjavík. „Mörg fyrirtæki reiða sig svo mikið á net- og upplýsingatæknikerfi sín að allar truflanir á slíkum kerfum geta leitt til truflana sem aftur valda tapi vegna viðskiptamissis, sem sagt tekjutaps. Það er þá sem þetta fer virkilega að hafa áhrif á fyrirtæki. Þess vegna höfum við séð aukningu á tryggingum í Evrópu til að bæta tekjutap vegna truflunar á viðskiptum,“ segir Anthony.Anthony Herring, yfirmaður stafrænna trygginga fyrir Norðurlöndin hjá Marsh JLT í London.Vísir/baldurHann segir að þegar fyrirtæki verða fyrir barðinu á tölvuþjófum geti oft tapast umtalsverðar upphæðir. „Við höfum séð Norsk Hydro á þessu ári. Ég held að tapið sé metið á 50-60 milljónir evra. Það var tilfelli í Danmörku fyrr á þessu ári. Demant tilkynnti hluthöfum að tapið yrði 50-60 milljónir evra. Svo það er mikið tjón þarna á ferðinni,“ segir Anthony.
Netöryggi Tryggingar Tækni Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira