Mikilvægt að notkun sýklalyfja hér sé hófleg Björn Þorfinsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Reynt er að hindra að alónæmar bakteríur berist hingað. Getty/Westend61 Á hverju ári greinast einn til þrír einstaklingar með illa næma bakteríu eða svokallaða karbapenemasa-myndandi bakteríu. Sýkingar af hennar völdum geta verið erfitt að meðhöndla. „Í öllum tilvikum hafa einstaklingarnir borið með sér bakteríuna frá útlöndum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ástandið í sumum löndum og landsvæðum er verra en annars staðar og á það sérstaklega við um ýmis Asíulönd. Þegar einstaklingur hérlendis greinist með slíka sýkingu fer öflugt ferli í gang til þess að tryggja að sýkingin breiðist ekki út og það verk hefur verið vel unnið. Sem dæmi nefnir Þórólfur að mikil áhersla sé lögð á að spyrja um ferðalög einstaklinga sem leggjast inn inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ef þeir hafa verið á slóðum þar sem fjölónæmi er algengara en annars staðar þá er reynt að hafa þá aðskilda frá öðrum sjúklingum þar til að þeir hafa verið skimaðir fyrir fjölónæmum bakteríum. Annað verkefni sem er í gangi er að skima fyrir slíkum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Þá er verið að vinna að reglum um hvað gera skuli við matvæli sem innihalda slíkar bakteríur. Að framansögðu er ljóst að heyja þarf baráttuna gegn fjölónæmum bakteríum á mörgum vígstöðvum enda geta þær dreifst með margs konar hætti; milli manna, milli dýra sem og milli manna og dýra. Eins og áður segir finnast þær í matvælum og hættan er meiri í ákveðnum löndum og landsvæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknirÞórólfur bendir þó á að þótt einstaklingur komist í snertingu við fjölónæmar bakteríur sé ekki þar með sagt að hann veikist, en ef hann sýkist verði meðhöndlun mun erfiðari. „Það er erfiðara að meðhöndla sýkinguna en þó ekki útilokað. Sem betur fer hafa alónæmar bakteríur ekki numið hér land og það er það sem við reynum að sporna við eftir fremsta megni.“ Þórólfur segir litlar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sýklalyfja og því þarf að hefta útbreiðslu fjölónæmra baktería fyrst og fremst með skynsamlegri notkun þeirra sýklalyfja sem eru til staðar, bæði í mönnum og dýrum. Íslendingar nota meira af sýklalyfjum en Norðurlandaþjóðirnar en þó er sýklaónæmi hér minna en hjá frændþjóðunum. „Það er svolítið sérstakt að svo sé og ekki gott að segja hver ástæðan er. Þetta er samspil margra þátta og einangrun okkar hefur eflaust sitt að segja,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um aðrar mikilvægar aðgerðir í baráttunni nefnir Þórólfur fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bólusetningar barna. „Það er mikilvægt tæki. Ef börn eru bólusett þá veikjast þau sjaldnar og því þarf ekki að skrifa eins mikið út af sýklalyfjum.“ Þá séu ýmiss konar aðgerðir í gangi til að bæta greiningar lækna á bakteríu- og veirusýkingum. Hann segir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og almenning vera ágætlega upplýstan um hóflega notkun sýklalyfja en lengi megi gott bæta. „Það er mikilvægt að þeir sem ávísa lyfjunum séu meðvitaðir um að nota þröngvirk lyf frekar en breiðvirk, sé þess kostur, og að lyfin séu notuð í eins stuttan tíma og hægt er. Þá er einnig mikilvægt að almenningur þrýsti ekki sífellt á um notkun slíkra lyfja við öllum mögulegum kvillum,“ segir Þórólfur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Á hverju ári greinast einn til þrír einstaklingar með illa næma bakteríu eða svokallaða karbapenemasa-myndandi bakteríu. Sýkingar af hennar völdum geta verið erfitt að meðhöndla. „Í öllum tilvikum hafa einstaklingarnir borið með sér bakteríuna frá útlöndum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ástandið í sumum löndum og landsvæðum er verra en annars staðar og á það sérstaklega við um ýmis Asíulönd. Þegar einstaklingur hérlendis greinist með slíka sýkingu fer öflugt ferli í gang til þess að tryggja að sýkingin breiðist ekki út og það verk hefur verið vel unnið. Sem dæmi nefnir Þórólfur að mikil áhersla sé lögð á að spyrja um ferðalög einstaklinga sem leggjast inn inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ef þeir hafa verið á slóðum þar sem fjölónæmi er algengara en annars staðar þá er reynt að hafa þá aðskilda frá öðrum sjúklingum þar til að þeir hafa verið skimaðir fyrir fjölónæmum bakteríum. Annað verkefni sem er í gangi er að skima fyrir slíkum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Þá er verið að vinna að reglum um hvað gera skuli við matvæli sem innihalda slíkar bakteríur. Að framansögðu er ljóst að heyja þarf baráttuna gegn fjölónæmum bakteríum á mörgum vígstöðvum enda geta þær dreifst með margs konar hætti; milli manna, milli dýra sem og milli manna og dýra. Eins og áður segir finnast þær í matvælum og hættan er meiri í ákveðnum löndum og landsvæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknirÞórólfur bendir þó á að þótt einstaklingur komist í snertingu við fjölónæmar bakteríur sé ekki þar með sagt að hann veikist, en ef hann sýkist verði meðhöndlun mun erfiðari. „Það er erfiðara að meðhöndla sýkinguna en þó ekki útilokað. Sem betur fer hafa alónæmar bakteríur ekki numið hér land og það er það sem við reynum að sporna við eftir fremsta megni.“ Þórólfur segir litlar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sýklalyfja og því þarf að hefta útbreiðslu fjölónæmra baktería fyrst og fremst með skynsamlegri notkun þeirra sýklalyfja sem eru til staðar, bæði í mönnum og dýrum. Íslendingar nota meira af sýklalyfjum en Norðurlandaþjóðirnar en þó er sýklaónæmi hér minna en hjá frændþjóðunum. „Það er svolítið sérstakt að svo sé og ekki gott að segja hver ástæðan er. Þetta er samspil margra þátta og einangrun okkar hefur eflaust sitt að segja,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um aðrar mikilvægar aðgerðir í baráttunni nefnir Þórólfur fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bólusetningar barna. „Það er mikilvægt tæki. Ef börn eru bólusett þá veikjast þau sjaldnar og því þarf ekki að skrifa eins mikið út af sýklalyfjum.“ Þá séu ýmiss konar aðgerðir í gangi til að bæta greiningar lækna á bakteríu- og veirusýkingum. Hann segir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og almenning vera ágætlega upplýstan um hóflega notkun sýklalyfja en lengi megi gott bæta. „Það er mikilvægt að þeir sem ávísa lyfjunum séu meðvitaðir um að nota þröngvirk lyf frekar en breiðvirk, sé þess kostur, og að lyfin séu notuð í eins stuttan tíma og hægt er. Þá er einnig mikilvægt að almenningur þrýsti ekki sífellt á um notkun slíkra lyfja við öllum mögulegum kvillum,“ segir Þórólfur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira