Fótbolti

Sandra í samningaviðræðum við Leverkusen: „Líður eins og heima hjá mér“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Akureyramærin reiknar með að halda áfram að spila á erlendri grundu.
Akureyramærin reiknar með að halda áfram að spila á erlendri grundu. vísr/s2s

Sandra María Jessen, sem nú leikur með Leverkusen í Þýskalandi hefur hug á því að spila áfram í þýsku úrvalsdeildinni og segir samningaviðræður komnar í gang.

Sandra María, sem lék með Þór/KA áður en hún hélt í atvinnumennsku, var til viðtals í Sportinu í dag fyrr í vikunni og segir hún að þetta hafi verið góð ákvörðun að semja við Leverkusen fyrir síðustu leiktíð.

„Ég er rosalega ánægð með þá ákvörðun að hafa komin hingað út. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér og gæti séð fyrir mér að framlengja og spila hérna áfram,“ sagði Sandra í viðtali við Sportið í dag.

„Þýska deildin er topp deild. Ég veit að það gerir mér mjög gott sem einstakling og líka sem fótboltamanneskju. Ég held ég sé bara að græða á þessu og er ég mjög ánægð að vera hérna.“

Sandra rennur út af samningi í lok tímabilsins en reiknar með að vera áfram úti.

„Eftir þetta tímabil er samningurinn búinn. Það eru komnar af stað samningaviðræður og það lítur vel út. Ég gæti vel séð fyrir mér að halda áfram hérna úti en það er ekkert staðfest.“

Klippa: Sportið í dag - Sandra hefur áhuga á að vera áfram í Þýskalandi

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×