Erlent

Roy í Siegfried og Roy látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Roy Horn, til hægri, ásamt félaga sínum Sigfried Fischbacher, á hátindi ferils þeirra.
Roy Horn, til hægri, ásamt félaga sínum Sigfried Fischbacher, á hátindi ferils þeirra. Getty/Alain Benainous

Roy Horn, annar tveggja meðlima hins fræga töframannadúetts Siegfried og Roy, er látinn 75 ára að aldri. Hann lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Horn og félagi hans Siegfried Fischbacher voru helst þekktir fyrir töfrasýningu þeirra þar sem fram komi meðal annars hvít tígrisdýr og önnur dýr.

Sýning þeirra náði mestu flugi í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem þeir sýndu á Mirage-hótelinu þar í borg í nær 14 ár, en dúettinn hóf störf árið 1967.

Horn var að mestu hættur að koma fram eftir að tígrísdýr réðist á hann í miðri sýningu árið 2003. Slasaðist hann alvarlega og átti hann í erfiðleikum með hreyfingar og tal eftir árásina. Hann kom þó stöku sinnum fram með félaga sínum áður en þeir lögðust endanleg í helgan stein árið 2010.

„Í dag hefur heimurinn tapað einum sínum besta töframanni, en ég hef tapað besta vini mínum,“ er haft eftir Siegfried Fischbacher í yirlýsingu vegna andláts félaga hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×