Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 23:14 Anna Kolbrún Árnadóttir vísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. Hún segir að það sé ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna. Þetta segir Anna Kolbrún í viðtali við mbl.is þar sem hún segir að hún hafi fengið símtal umrætt kvöld og verið boðið að slást í hóp þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins og Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanna Flokks fólksins. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um þau ummæli sem látin voru falla í samtali þingmannanna. Rætt var á ónærgætinn hátt um aðra þingmenn á Alþingi sem og þjóðþekkta einstaklinga. Áfengi var haft um hönd þá rúmu þrjá tíma sem þingmennirnir sátu að sumbli. Þingmennirnir voru þó mislengi á barnum og segir Anna Kolbrún að hún hafi verið með þeim fyrstu til þess að yfirgefa samsætið, ásamt Ólafi.Anna Kolbrún Árnadóttir vildi lítið ræða við fréttamann á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið í gærVísir/VilhelmSegist hún hafa sagt við Ólaf er þau yfirgáfu samsætið að „þetta væri of mikið“ og vísar þar í samræður þeirra sem eftir sátu. „Ég geri mér grein fyrir því að ég lét þetta viðgangast. En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyrir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukknir menn tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru alveg ótrúlega mörg „Ég hefði“,“ segir Anna Kolbrún í samtali við Mbl.is.Ætlar ekki að segja af sér Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Önnu Kolbrúnu án árangurs undanfarna daga og segist hún í viðtalinu við Mbl.is hafa legið undir feldi til þess að íhuga stöðu sína. Hún hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli ekki að segja af sér þingmennsku vegna málsins. Hún segir einnig að síðustu dagar hafi tekið verulega á sig og hún hafi aldrei grátið eins mikið og að undanförnu. Hún hafi meðal annars brostið í grát á þingflokksfundi. Anna Kolbrún mætir í viðtal í Bítið á morgun klukkan 8.05 ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, til að fara yfir málið eins og það horfir við þeim tveimur. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. Hún segir að það sé ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna. Þetta segir Anna Kolbrún í viðtali við mbl.is þar sem hún segir að hún hafi fengið símtal umrætt kvöld og verið boðið að slást í hóp þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins og Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanna Flokks fólksins. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um þau ummæli sem látin voru falla í samtali þingmannanna. Rætt var á ónærgætinn hátt um aðra þingmenn á Alþingi sem og þjóðþekkta einstaklinga. Áfengi var haft um hönd þá rúmu þrjá tíma sem þingmennirnir sátu að sumbli. Þingmennirnir voru þó mislengi á barnum og segir Anna Kolbrún að hún hafi verið með þeim fyrstu til þess að yfirgefa samsætið, ásamt Ólafi.Anna Kolbrún Árnadóttir vildi lítið ræða við fréttamann á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið í gærVísir/VilhelmSegist hún hafa sagt við Ólaf er þau yfirgáfu samsætið að „þetta væri of mikið“ og vísar þar í samræður þeirra sem eftir sátu. „Ég geri mér grein fyrir því að ég lét þetta viðgangast. En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyrir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukknir menn tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru alveg ótrúlega mörg „Ég hefði“,“ segir Anna Kolbrún í samtali við Mbl.is.Ætlar ekki að segja af sér Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Önnu Kolbrúnu án árangurs undanfarna daga og segist hún í viðtalinu við Mbl.is hafa legið undir feldi til þess að íhuga stöðu sína. Hún hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli ekki að segja af sér þingmennsku vegna málsins. Hún segir einnig að síðustu dagar hafi tekið verulega á sig og hún hafi aldrei grátið eins mikið og að undanförnu. Hún hafi meðal annars brostið í grát á þingflokksfundi. Anna Kolbrún mætir í viðtal í Bítið á morgun klukkan 8.05 ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, til að fara yfir málið eins og það horfir við þeim tveimur.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55
Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30