Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2018 11:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, var ekki yfir sig hrifin af viðbrögðum Önnu Kolbrúnar Árnadóttur. Fréttablaðið/Ernir Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. „Það komu fram ýmsar breytingar um uppsetningu þingsins. Ég veit ekki hversu mikið ég get tjáð mig um þetta. Forsetinn mun vera með yfirlýsingu í byrjun þingfundar þar sem hann fer yfir hverjar afleiðingarnar af þessu máli verða og eru, og hvaða hreyfingar hafa verið fram að þessu. Ég veit ekki hvort ég megi tjá mig um þetta þannig að ég ætla bara að passa mig,“ sagði Þórhildur Sunna. Anna Kolbrún Árnadóttir er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins eftir að Gunnar Bragi Sveinsson fór í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma. Þórhildur Sunna var spurð út í viðbrögð Önnu Kolbrúnar á fundinum. „Þau voru ekki neitt sérlega stórmannleg,“ sagði Þórhildur Sunna og vísaði í að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér. Anna Kolbrún hefði tjáð sig um málið en ekki mikið að sögn Þórhildar Sunnu.Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmOddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að á fundinum hefði verið rætt hvernig þingmenn ætluðu að ganga inn í daginn. „Við tökum á þessu máli á næstu dögum í þeim farvegum sem við höfum,“ sagði Oddný. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði forseta Alþingis vera að fara yfir málið á fundi forsætisnefndar. Svo yrði hann með yfirlýsingu í upphafi þingfundar. „Vonandi náum við að halda formlegum þingstörfum áfram eftir það. Það eru mörg stór mál sem bíða úrlausnar. Þrátt fyrir allt þurfum við að sinna okkar starfi.“Uppfært:Þórhildur Sunna hafði samband við fréttastofu og vildi árétta að ummæli hennar um að viðbrögð Önnu Kolbrúnar hefðu ekki verið stórmannleg, hefðu verið meint á annan hátt, það er að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér á fundi þingflokksformanna. Frétt og fyrirsögn hafa verið uppfærð í samræmi við það. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. „Það komu fram ýmsar breytingar um uppsetningu þingsins. Ég veit ekki hversu mikið ég get tjáð mig um þetta. Forsetinn mun vera með yfirlýsingu í byrjun þingfundar þar sem hann fer yfir hverjar afleiðingarnar af þessu máli verða og eru, og hvaða hreyfingar hafa verið fram að þessu. Ég veit ekki hvort ég megi tjá mig um þetta þannig að ég ætla bara að passa mig,“ sagði Þórhildur Sunna. Anna Kolbrún Árnadóttir er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins eftir að Gunnar Bragi Sveinsson fór í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma. Þórhildur Sunna var spurð út í viðbrögð Önnu Kolbrúnar á fundinum. „Þau voru ekki neitt sérlega stórmannleg,“ sagði Þórhildur Sunna og vísaði í að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér. Anna Kolbrún hefði tjáð sig um málið en ekki mikið að sögn Þórhildar Sunnu.Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmOddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að á fundinum hefði verið rætt hvernig þingmenn ætluðu að ganga inn í daginn. „Við tökum á þessu máli á næstu dögum í þeim farvegum sem við höfum,“ sagði Oddný. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði forseta Alþingis vera að fara yfir málið á fundi forsætisnefndar. Svo yrði hann með yfirlýsingu í upphafi þingfundar. „Vonandi náum við að halda formlegum þingstörfum áfram eftir það. Það eru mörg stór mál sem bíða úrlausnar. Þrátt fyrir allt þurfum við að sinna okkar starfi.“Uppfært:Þórhildur Sunna hafði samband við fréttastofu og vildi árétta að ummæli hennar um að viðbrögð Önnu Kolbrúnar hefðu ekki verið stórmannleg, hefðu verið meint á annan hátt, það er að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér á fundi þingflokksformanna. Frétt og fyrirsögn hafa verið uppfærð í samræmi við það.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira