Borða níu milljónir mandarína um jólin 16. desember 2010 06:00 Flestar mandarínur sem seldar eru hér á landi í kringum hátíðarnar koma frá Spáni. Uppskerutími þar í landi er í byrjun desember og er það talin ástæðan fyrir þeirri hefð sem hefur skapast fyrir neyslu þessa ávaxtar á þessum tíma á heimilum Íslendinga. Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. Hver Íslendingur borðar að meðaltali um 25 til 30 mandarínur í kringum hátíðarnar í ár. Innflutningsaðilarnir Bananar ehf. og Búr ehf. flytja inn um 800 tonn af mandarínum á tímabilinu frá lokum nóvember til áramóta og koma þær flestallar frá Valencia á Spáni. Dreifingaraðilinn Mata hf., systurfélag Matfugls ehf., flytur einnig inn mandarínur hingað til lands en vildi ekki gefa upplýsingar um heildarmagn innflutnings. Í nóvember og desember 2009 voru rúm 650 tonn flutt inn, þannig að aukningin á milli ára er töluverð. Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., sem flytja inn Robin-mandarínur, segir þá hefð hafa skapast hér á landi á síðustu tveimur áratugum að hafa mandarínur á borðum í kringum hátíðarnar. „Það virðast hafa skapast tengsl á milli hefða og uppskerutíma erlendis, þá sérstaklega á Spáni,“ segir Kjartan. Bananar ehf. taka á móti fjórum gámum af mandarínum frá Spáni í hverri viku á þessu tímabili. Kjartan segir fyrstu afbrigði tímabilsins oft ekki eins góð og í desember, þegar mandarínurnar eru þroskaðri. En þótt hefð fyrir mandarínum hafi skapast í kringum jól eru klementínur, sem eru afbrigði af mandarínum og eru algengastar hér á landi, fáanlegar allt árið um kring. Kjartan segir þó bestu uppskeruna vera í kringum hátíðarnar. Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs, sem einnig flytur inn mandarínur, segir söluna hafa farið mjög vel af stað í ár. „Þetta er um tuttugu prósenta aukning frá því í fyrra,“ segir hann. „Ástæðan er sú að gæðin eru meiri og það er ánægjulegt að sjá að fólk er að kaupa þetta, þótt kaupgeta þess sé að minnka.“ Um tíu til fimmtán dagar líða frá því að mandarínurnar eru teknar af trjánum á Spáni þar til þeim er stillt upp í búðarhillum Íslendinga. sunna@frettabladid.is Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. Hver Íslendingur borðar að meðaltali um 25 til 30 mandarínur í kringum hátíðarnar í ár. Innflutningsaðilarnir Bananar ehf. og Búr ehf. flytja inn um 800 tonn af mandarínum á tímabilinu frá lokum nóvember til áramóta og koma þær flestallar frá Valencia á Spáni. Dreifingaraðilinn Mata hf., systurfélag Matfugls ehf., flytur einnig inn mandarínur hingað til lands en vildi ekki gefa upplýsingar um heildarmagn innflutnings. Í nóvember og desember 2009 voru rúm 650 tonn flutt inn, þannig að aukningin á milli ára er töluverð. Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., sem flytja inn Robin-mandarínur, segir þá hefð hafa skapast hér á landi á síðustu tveimur áratugum að hafa mandarínur á borðum í kringum hátíðarnar. „Það virðast hafa skapast tengsl á milli hefða og uppskerutíma erlendis, þá sérstaklega á Spáni,“ segir Kjartan. Bananar ehf. taka á móti fjórum gámum af mandarínum frá Spáni í hverri viku á þessu tímabili. Kjartan segir fyrstu afbrigði tímabilsins oft ekki eins góð og í desember, þegar mandarínurnar eru þroskaðri. En þótt hefð fyrir mandarínum hafi skapast í kringum jól eru klementínur, sem eru afbrigði af mandarínum og eru algengastar hér á landi, fáanlegar allt árið um kring. Kjartan segir þó bestu uppskeruna vera í kringum hátíðarnar. Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs, sem einnig flytur inn mandarínur, segir söluna hafa farið mjög vel af stað í ár. „Þetta er um tuttugu prósenta aukning frá því í fyrra,“ segir hann. „Ástæðan er sú að gæðin eru meiri og það er ánægjulegt að sjá að fólk er að kaupa þetta, þótt kaupgeta þess sé að minnka.“ Um tíu til fimmtán dagar líða frá því að mandarínurnar eru teknar af trjánum á Spáni þar til þeim er stillt upp í búðarhillum Íslendinga. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira