„Við vorum eins og systur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2020 10:00 Kristbjörg gekk í gegnum þann hræðilega atburð að missa sína bestu vinkonu á síðasta ári. Fanney Eiríksdóttir var eins og systir hennar. vísir/vilhelm „Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á þessu ennþá,“ segir athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku. Hún missti bestu vinkonu sína á síðasta ári þegar Fanney Eiríksdóttir féll frá eftir erfiða baráttu við krabbamein. Kristbjörg býr í Katar ásamt eiginmanni sínum Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða. Rétt fyrir jól stofnuðu þau nýtt fyrirtæki AK Pure Skin sem er húðvörulína sem þau hjónin hafa unnið að síðustu þrjú árin. Kristbjörg fer um víðan völl í þættinum. „Ég er búin að búa úti í langan tíma og samband mitt og Fanneyjar var þannig að við vorum eins og systur. Búandi úti þá sá ég hana ekki á hverjum degi en við töluðum saman á Facetime á hverjum degi. Ég er því ekki alveg búin að átta mig á þessu eða hef kannski ekki leyft mér að fara þangað. Hún greinist með krabbamein og er að berjast við, ég ætla leyfa mér að segja það, þennan ógeðslega sjúkdóm og gengur í gegnum helvíti á meðan. Þetta er bara svo ótrúlega óréttlátt.“ Hún segist vera þakklát fyrir Instagram og Snapchat því þar séu varðveittar ómetanlegar minningar. „Ég á yndislegar minningar með henni.“ Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni en í honum ræðir Kristbjörg einnig um samband sitt og Arons Einars, um nýja fyrirtækið, móðurhlutverkið, fitness-bransann, að hún kjósi að koma til dyranna eins og hún er klædd á samfélagsmiðlum og sé laus við allan glans og glamúr í sínu lífi. Aron Einar var sjálfur gestur Einkalífsins á sínum tíma og má sjá þann þátt hér að neðan. Einkalífið Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á þessu ennþá,“ segir athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku. Hún missti bestu vinkonu sína á síðasta ári þegar Fanney Eiríksdóttir féll frá eftir erfiða baráttu við krabbamein. Kristbjörg býr í Katar ásamt eiginmanni sínum Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða. Rétt fyrir jól stofnuðu þau nýtt fyrirtæki AK Pure Skin sem er húðvörulína sem þau hjónin hafa unnið að síðustu þrjú árin. Kristbjörg fer um víðan völl í þættinum. „Ég er búin að búa úti í langan tíma og samband mitt og Fanneyjar var þannig að við vorum eins og systur. Búandi úti þá sá ég hana ekki á hverjum degi en við töluðum saman á Facetime á hverjum degi. Ég er því ekki alveg búin að átta mig á þessu eða hef kannski ekki leyft mér að fara þangað. Hún greinist með krabbamein og er að berjast við, ég ætla leyfa mér að segja það, þennan ógeðslega sjúkdóm og gengur í gegnum helvíti á meðan. Þetta er bara svo ótrúlega óréttlátt.“ Hún segist vera þakklát fyrir Instagram og Snapchat því þar séu varðveittar ómetanlegar minningar. „Ég á yndislegar minningar með henni.“ Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni en í honum ræðir Kristbjörg einnig um samband sitt og Arons Einars, um nýja fyrirtækið, móðurhlutverkið, fitness-bransann, að hún kjósi að koma til dyranna eins og hún er klædd á samfélagsmiðlum og sé laus við allan glans og glamúr í sínu lífi. Aron Einar var sjálfur gestur Einkalífsins á sínum tíma og má sjá þann þátt hér að neðan.
Einkalífið Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira