Milljarða vantar til að viðhalda vegum Svavar Hávarðsson skrifar 10. apríl 2014 10:51 Viðhald á bundnu slitlagi er hvað mikilvægast við að halda við samgöngumannvirkjum. Fréttablaðið/GVA Vegagerðin hefur aðeins 60 til 70 prósent þess fjármagns úr að spila á ári hverju sem þarf til að viðhalda vegakerfinu hér á landi svo vel sé. „Ef við ætlum að fyrirbyggja mikil fjárútlát í framtíðinni þá þarf að sinna þessu betur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hér hafi fjárveitingar til viðhalds í raun aldrei farið saman við viðhaldsþörf. Þörf á nýframkvæmdum sé svo mikil að jafnvægi á milli þeirra og viðhalds náist ekki. „Hvað varðar fjárveitingarnar þá dugir ekki einu sinni þó þær séu ekki skornar niður í krónutölu. Virði þeirra fer minnkandi með ári hverju, bæði með verðbreytingum og þá hafa olíuverðshækkanir mikil áhrif á kostnað við viðhald vega – bæði vegna notkunar tækja og vegna kaupa á efni til viðhalds eins og asfalti til að leggja bundið slitlag.“ Vandinn hafi verið að smásafnast upp, sér í lagi árin eftir hrun. Þá fór heildarfjárveiting til verkefna Vegagerðarinnar úr um þrjátíu milljörðum og niður í rúmlega fimmtán milljarða. Í dag þyrfti Vegagerðin minnst sjö til átta milljarða á ári en verður að gera sér fimm að góðu. „Það segir sig sjálft að þetta kemur niður á viðhaldi og þjónustu, en það er ekki bundið við Ísland að erfiðara sé að fá fjármagn til viðhalds en nýframkvæmda. Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds þá fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast.“ Þá segir Hreinn viðgerðir miklu kostnaðarsamari en viðhald. „Þetta snýr helst að viðhaldi bundinna slitlaga, sem er mikil fjárfesting. En án viðhalds molnar burðarlagið undir slitlaginu og ef það er ekki endurnýjað á viðeigandi hátt getur vegurinn nánast hrunið á löngum köflum á einu vori og mjög dýrt að bregðast við því,“ segir hann, en bætir við að nú sjái jafnvel til sólar hvað varði þennan lið fjárveitinga og vonar að botni sé náð.Ástand veganna versnar ár frá ári Lengd bundins slitlags á þjóðvegum var um 5.368 kílómetrar í árslok 2011. Fram til 2010 svaraði árleg endurnýjun bundinna slitlaga til 10–12% af flatarmáli vega sem jafngildir því að slitlag sé allt endurnýjað á 8–10 ára tímabili. Hækkun á verði asfalts hefur gert að verkum að fjárveitingar til viðhalds á bundnu slitlagi nægja nú einungis til endurnýjunar á 12–14 árum, langt umfram endingartíma, að því er fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Vegagerðin hefur aðeins 60 til 70 prósent þess fjármagns úr að spila á ári hverju sem þarf til að viðhalda vegakerfinu hér á landi svo vel sé. „Ef við ætlum að fyrirbyggja mikil fjárútlát í framtíðinni þá þarf að sinna þessu betur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hér hafi fjárveitingar til viðhalds í raun aldrei farið saman við viðhaldsþörf. Þörf á nýframkvæmdum sé svo mikil að jafnvægi á milli þeirra og viðhalds náist ekki. „Hvað varðar fjárveitingarnar þá dugir ekki einu sinni þó þær séu ekki skornar niður í krónutölu. Virði þeirra fer minnkandi með ári hverju, bæði með verðbreytingum og þá hafa olíuverðshækkanir mikil áhrif á kostnað við viðhald vega – bæði vegna notkunar tækja og vegna kaupa á efni til viðhalds eins og asfalti til að leggja bundið slitlag.“ Vandinn hafi verið að smásafnast upp, sér í lagi árin eftir hrun. Þá fór heildarfjárveiting til verkefna Vegagerðarinnar úr um þrjátíu milljörðum og niður í rúmlega fimmtán milljarða. Í dag þyrfti Vegagerðin minnst sjö til átta milljarða á ári en verður að gera sér fimm að góðu. „Það segir sig sjálft að þetta kemur niður á viðhaldi og þjónustu, en það er ekki bundið við Ísland að erfiðara sé að fá fjármagn til viðhalds en nýframkvæmda. Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds þá fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast.“ Þá segir Hreinn viðgerðir miklu kostnaðarsamari en viðhald. „Þetta snýr helst að viðhaldi bundinna slitlaga, sem er mikil fjárfesting. En án viðhalds molnar burðarlagið undir slitlaginu og ef það er ekki endurnýjað á viðeigandi hátt getur vegurinn nánast hrunið á löngum köflum á einu vori og mjög dýrt að bregðast við því,“ segir hann, en bætir við að nú sjái jafnvel til sólar hvað varði þennan lið fjárveitinga og vonar að botni sé náð.Ástand veganna versnar ár frá ári Lengd bundins slitlags á þjóðvegum var um 5.368 kílómetrar í árslok 2011. Fram til 2010 svaraði árleg endurnýjun bundinna slitlaga til 10–12% af flatarmáli vega sem jafngildir því að slitlag sé allt endurnýjað á 8–10 ára tímabili. Hækkun á verði asfalts hefur gert að verkum að fjárveitingar til viðhalds á bundnu slitlagi nægja nú einungis til endurnýjunar á 12–14 árum, langt umfram endingartíma, að því er fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira