Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 14:00 Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. Sagði hann þingmanninn hafa í einu og öllu tilreitt réttar upplýsingar um sinn æviferil. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti og sagðist Þroskaþjálfafélagið hafa fengið staðfestingu á því frá landlækni að þingmaðurinn hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi. Þá var greint frá því í dag að Anna Kolbrún væri sögð ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara, en það er ekki rétt. Hún sat í ritstjórn tímaritsins 2011 og 2012 en æviágripinu hefur verið breytt; starfsheitið þroskaþjálfi er þar ekki lengur að finna og þá er þar heldur ekki að finna upplýsingar um setu hennar í ritstjórn Glæða. Steingrímur sagði að málið hefði verið að athuga af hálfu Alþingis og að niðurstaðan væri skýr; Anna Kolbrún hefði látið skrifstofu þingsins réttar upplýsingar í té. „Ef athugað er hvernig það er skráð þá er um mislestur að ræða þar sem því hefur verið haldið fram að háttvirtur þingmaður hafi ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo er ekki. Í þeim tölulið sem háttvirtur þingmaður tilgreinir námsferil sinn kemur skýrt fram að hún hefur háskólapróf og önnur sérfræði- og lokapróf á námsferlinum, eins og þar er tilgreint. Sem og próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu. Háttvirtur þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi og fagstjóri,“ sagði Steingrímur. Varðandi ritstjórastöðuna sagði Steingrímur ekki við Önnu Kolbrúnu að sakast. Hún hefði ekki skráð það inn heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. Sagði hann þingmanninn hafa í einu og öllu tilreitt réttar upplýsingar um sinn æviferil. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti og sagðist Þroskaþjálfafélagið hafa fengið staðfestingu á því frá landlækni að þingmaðurinn hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi. Þá var greint frá því í dag að Anna Kolbrún væri sögð ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara, en það er ekki rétt. Hún sat í ritstjórn tímaritsins 2011 og 2012 en æviágripinu hefur verið breytt; starfsheitið þroskaþjálfi er þar ekki lengur að finna og þá er þar heldur ekki að finna upplýsingar um setu hennar í ritstjórn Glæða. Steingrímur sagði að málið hefði verið að athuga af hálfu Alþingis og að niðurstaðan væri skýr; Anna Kolbrún hefði látið skrifstofu þingsins réttar upplýsingar í té. „Ef athugað er hvernig það er skráð þá er um mislestur að ræða þar sem því hefur verið haldið fram að háttvirtur þingmaður hafi ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo er ekki. Í þeim tölulið sem háttvirtur þingmaður tilgreinir námsferil sinn kemur skýrt fram að hún hefur háskólapróf og önnur sérfræði- og lokapróf á námsferlinum, eins og þar er tilgreint. Sem og próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu. Háttvirtur þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi og fagstjóri,“ sagði Steingrímur. Varðandi ritstjórastöðuna sagði Steingrímur ekki við Önnu Kolbrúnu að sakast. Hún hefði ekki skráð það inn heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44
Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26