Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 14:00 Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. Sagði hann þingmanninn hafa í einu og öllu tilreitt réttar upplýsingar um sinn æviferil. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti og sagðist Þroskaþjálfafélagið hafa fengið staðfestingu á því frá landlækni að þingmaðurinn hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi. Þá var greint frá því í dag að Anna Kolbrún væri sögð ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara, en það er ekki rétt. Hún sat í ritstjórn tímaritsins 2011 og 2012 en æviágripinu hefur verið breytt; starfsheitið þroskaþjálfi er þar ekki lengur að finna og þá er þar heldur ekki að finna upplýsingar um setu hennar í ritstjórn Glæða. Steingrímur sagði að málið hefði verið að athuga af hálfu Alþingis og að niðurstaðan væri skýr; Anna Kolbrún hefði látið skrifstofu þingsins réttar upplýsingar í té. „Ef athugað er hvernig það er skráð þá er um mislestur að ræða þar sem því hefur verið haldið fram að háttvirtur þingmaður hafi ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo er ekki. Í þeim tölulið sem háttvirtur þingmaður tilgreinir námsferil sinn kemur skýrt fram að hún hefur háskólapróf og önnur sérfræði- og lokapróf á námsferlinum, eins og þar er tilgreint. Sem og próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu. Háttvirtur þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi og fagstjóri,“ sagði Steingrímur. Varðandi ritstjórastöðuna sagði Steingrímur ekki við Önnu Kolbrúnu að sakast. Hún hefði ekki skráð það inn heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. Sagði hann þingmanninn hafa í einu og öllu tilreitt réttar upplýsingar um sinn æviferil. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti og sagðist Þroskaþjálfafélagið hafa fengið staðfestingu á því frá landlækni að þingmaðurinn hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi. Þá var greint frá því í dag að Anna Kolbrún væri sögð ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara, en það er ekki rétt. Hún sat í ritstjórn tímaritsins 2011 og 2012 en æviágripinu hefur verið breytt; starfsheitið þroskaþjálfi er þar ekki lengur að finna og þá er þar heldur ekki að finna upplýsingar um setu hennar í ritstjórn Glæða. Steingrímur sagði að málið hefði verið að athuga af hálfu Alþingis og að niðurstaðan væri skýr; Anna Kolbrún hefði látið skrifstofu þingsins réttar upplýsingar í té. „Ef athugað er hvernig það er skráð þá er um mislestur að ræða þar sem því hefur verið haldið fram að háttvirtur þingmaður hafi ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo er ekki. Í þeim tölulið sem háttvirtur þingmaður tilgreinir námsferil sinn kemur skýrt fram að hún hefur háskólapróf og önnur sérfræði- og lokapróf á námsferlinum, eins og þar er tilgreint. Sem og próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu. Háttvirtur þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi og fagstjóri,“ sagði Steingrímur. Varðandi ritstjórastöðuna sagði Steingrímur ekki við Önnu Kolbrúnu að sakast. Hún hefði ekki skráð það inn heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44
Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26