Árétting frá TR varðandi afkomu öryrkja 16. desember 2010 17:35 Vegna umræðu að undanförnu um afkomu almennings, þar á meðal öryrkja, hefur Tryggingastofnun birt til skýringar á aðstæðum öryrkja töflur sem sýna lágmarksgreiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Dæmin sem lögð eru fram til skýringar á heimasíðu Tryggingastofnunar miðast við þá sem hafa engar aðrar tekjur en þær sem koma frá stofnuninni. Allar skattskyldar tekjur, hvort sem um er að ræða atvinnutekjur, lífeyrisgreiðslur eða fjármagnstekjur hafa áhrif á upphæðir örorkulífeyris, aldurstengda örorkuuppbótar, tekjutryggingar og heimilisuppbótar.Tafla 1. Dæmi um lágmarksfjárhæðir lífeyris og annarra réttinda öryrkja hjá Tryggingastofnun miðað við fulla aldurstengda örorkuuppbót. Hægt er að skoða töfluna með því að smella á myndina.Tekið er fram að greiðslur eins og meðlag og umönnunargreiðslur, eru skattfrjálsar greiðslur, sem ekki eru bundnar við örorkulífeyrisþega. Tryggingastofnun annast milligöngu meðlagsgreiðslna með börnum undir 18 ára aldri, óski foreldrar eftir því. Umönnunargreiðslur er fjárhagsleg aðstoð til foreldra sem eiga börn sem glíma við fötlun eða alvarleg veikindi. „Þetta er félagsleg aðstoð sem veitt er þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður og tilfinnanlegur fyrir foreldra. Barnalífeyrir er skattfrjáls og ekki tekjutengdur. Upphæð barnalífeyris er sú sama og meðlags. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára ef annað foreldri er látið eða er ell-, örorku eða endurhæfingarlífeyrisþegi."Tafla 2. Dæmi um lágmarksfjárhæðir lífeyris og annarra réttinda öryrkja hjá Tryggingastofnun miðað við minnstu mögulega aldurstengda örorkuuppbót. Hægt er að skoða töfluna með því að smella á myndina.Full aldurstengd örorkuuppbót, 29.294 krónur í töflu 1, miðast við að fyrsta örorkumat fari fram fyrir 25 ára aldur. Upphæð aldurstengdu örorkuuppbótarinnar lækkar með aldri við fyrsta örorkumat eftir það og verður lægst við 61 árs aldur, 732 krónur, samanber töflu 2. Eins og fram kemur í töflunum er endanleg upphæð ráðstöfunartekna óháð upphæð aldurstengdu örorkuuppbótarinnar. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Vegna umræðu að undanförnu um afkomu almennings, þar á meðal öryrkja, hefur Tryggingastofnun birt til skýringar á aðstæðum öryrkja töflur sem sýna lágmarksgreiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Dæmin sem lögð eru fram til skýringar á heimasíðu Tryggingastofnunar miðast við þá sem hafa engar aðrar tekjur en þær sem koma frá stofnuninni. Allar skattskyldar tekjur, hvort sem um er að ræða atvinnutekjur, lífeyrisgreiðslur eða fjármagnstekjur hafa áhrif á upphæðir örorkulífeyris, aldurstengda örorkuuppbótar, tekjutryggingar og heimilisuppbótar.Tafla 1. Dæmi um lágmarksfjárhæðir lífeyris og annarra réttinda öryrkja hjá Tryggingastofnun miðað við fulla aldurstengda örorkuuppbót. Hægt er að skoða töfluna með því að smella á myndina.Tekið er fram að greiðslur eins og meðlag og umönnunargreiðslur, eru skattfrjálsar greiðslur, sem ekki eru bundnar við örorkulífeyrisþega. Tryggingastofnun annast milligöngu meðlagsgreiðslna með börnum undir 18 ára aldri, óski foreldrar eftir því. Umönnunargreiðslur er fjárhagsleg aðstoð til foreldra sem eiga börn sem glíma við fötlun eða alvarleg veikindi. „Þetta er félagsleg aðstoð sem veitt er þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður og tilfinnanlegur fyrir foreldra. Barnalífeyrir er skattfrjáls og ekki tekjutengdur. Upphæð barnalífeyris er sú sama og meðlags. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára ef annað foreldri er látið eða er ell-, örorku eða endurhæfingarlífeyrisþegi."Tafla 2. Dæmi um lágmarksfjárhæðir lífeyris og annarra réttinda öryrkja hjá Tryggingastofnun miðað við minnstu mögulega aldurstengda örorkuuppbót. Hægt er að skoða töfluna með því að smella á myndina.Full aldurstengd örorkuuppbót, 29.294 krónur í töflu 1, miðast við að fyrsta örorkumat fari fram fyrir 25 ára aldur. Upphæð aldurstengdu örorkuuppbótarinnar lækkar með aldri við fyrsta örorkumat eftir það og verður lægst við 61 árs aldur, 732 krónur, samanber töflu 2. Eins og fram kemur í töflunum er endanleg upphæð ráðstöfunartekna óháð upphæð aldurstengdu örorkuuppbótarinnar.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira