Ósátt við „drullugreni“ á Tenerife á vegum Heimsferða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 11. mars 2018 18:50 Ásta Magnúsdóttir gagnrýnir ferðaskrifstofuna Heimsferðir harðlega í færslu sem hún birti á Facebook Úr einkasafni/Ásta Magnúsdóttir Kona vandar ferðaskrifstofunni Heimsferðum ekki kveðjurnar vegna íbúðar sem hún fékk úthlutað á Tenerife og kallar íbúðina drullugreni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar segir að haft hafi verið samband við viðkomandi, ekki sé hægt að tjá sig um einstök mál. Ásta Magnúsdóttir gagnrýnir ferðaskrifstofuna Heimsferðir harðlega í færslu sem hún birti á Facebook. Ásta segir að hún hafi ásamt eiginmanni sínum ákveðið að fara í afslöppunarferð og þau keypt ellefu daga ferðá afsláttarkjörum til Tenerife með Heimsferðum. „Við ákváðum í skyndi að fara til Tenerife í afslöppun og keyptum einhverja tilboðsferð,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu en myndir frá ferðalaginu hennar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hjónin keyptu ferð af Heimsferðum og þurftu að skipta um hótel eftir eina viku. Þau eru mjög ósátt við seinna hótelið sem þau voru sett á en myndir frá herberginu má sjá hér að neðan.Ásta Magnúsdóttir.Mynd/Stöð 2Var sagt að hafa ekki áhyggjur „Við borguðum fyrir hana tæplega 190 þúsund,“ segir Ásta um ferðina. Í skilmálum á tilboðinu var tekið fram að fólk gæti þurft að skipta um hótel á meðan dvölinni stæði en Ásta segir að starfsmaður ferðaskrifstofunnar hafi fullyrt að þau þyrftu þess ekki og myndu dvelja allan tíman á sama hóteli.„Hún sagði „þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, ég man svo vel að hún sagði það.“ Fyrra hótelið var mjög flott en þegar hjónin voru búin að dvelja þar í sex daga þurftu þau að skipta. Þegar Ásta var að koma heim úr nuddi þá virkaði ekki rafræni aðgangslykillinn hennar að hótelgarðinum. Hún talaði við starfsmann sem sagði þá við hana: „Nei þú átt að vera farin.“Úr einkasafni/Ásta MagnúsdóttirEftir símtöl til fararstjóra og ferðaskrifstofunnar komust hjónin að því að þau þyrftu að færa sig um hótel. Ásta segir að fulltrúi á skrifstofua Heimsferða hafi fullyrt í símann að hún hefði átt að vita þetta. „Upp úr því varð mjög leiðinlegt símtal og endaði á leiðinlegum nótum. Ég vissi náttúrulega ekkert hvert ég væri að fara.“Pöddur hlaupandi um innréttinguna Hjónin komu sér svo sjálf á staðinn en þeim brá mikið þegar þau komu inn á herbergið sitt á seinna hótelinu. Þegar þau komu inní íbúðina þar hafi tekið á móti þeim mikil fúkkalykt. „Þegar við opnuðum hurðina þá tók á móti okkur svona þungur „fúkkastinkur“ en við hugsuðum bara að við gætum opnað út á svalir og ekkert mál. Svo förum við inn og ég opna skáp sem var þarna á ganginum og ég get sagt ykkur það að fýlan út úr honum var ógeð. Það voru pöddur þarna inni í herberginu, hlaupandi um alla eldhúsinnréttinguna.“ Úr einkasafni/Ásta MagnúsdóttirTil þess að hita sér vatn þurfti Ásta að slá í könnuna til þess að maurarnir myndu hlaupa af. „Bollana skolaði ég alltaf áður en við fengum okkur kaffi og þetta var bara ógeð.“ Hún lýsir hótelherberginu þannig að málning hafi lafað úr loftinu og mygla hefði verið sjáanleg. Flugur eða pöddur voru dauðar í öllum ljósakúplum og maurar víða.Úr einkasafni/Ásta Magnúsdóttir„Hurðin á baðherberginu, ég veit ekki hvort þetta var fúið eða mygla en hún var bara ónýt. Maður þurfti alltaf að setja öxlina í ef maður ætlaði að opna eða loka.“ Rétt við hótelið var yfirgefið hótel sem búið var að fjarlægja allar rúður úr og allt innbú. Ásta segir að það hafi verið sláandi að hafa þetta í sömu götu og þau hafi ekki verið með öryggistilfinningu þegar þau fóru út á kvöldin, vegna fólksins sem dvaldi þar. „Þar hafðist við útigangsfólk, eiturlyfjaneytendur eða drykkjufólk og greinilega vafasamir ferðalangar sem að ekki áttu fyrir gistingu og annað slíkt, þaðan barst oft hávaði bara allan sólarhringinn.“ Hótelið þeirra var ekki slæmt að utan og frekar snyrtilegt var á sundlaugarbakkanum þar sem þau eyddu miklum tíma. Hjónin kvörtuðu ekki í afgreiðsluna á hótelinu né við ferðaskrifstofuna. Þau hjónin dvöldu í íbúðinni það sem eftir lifði ferðar. „Fyrsta daginn þá lá við að ég ældi í hverju einasta skrefi sem ég tók innanhúss. Ég hef bara ekki upplifað annað eins.“ÍsskápurinnÚr einkasafni/Ásta MagnúsdóttirSegir starfsmanninn hafa verið dónalegan Ásta er allt annað en sátt en hafði samt ekki samband við Heimsferðir eftir ferðina. „Ég hef ekki haft geð í mér til þess, það er bara þannig. Samtali mínu við þá þarna úti lauk líka þannig. Það var mjög mikill æsingur í mér og það var mjög mikill æsingur í konunni sem talaði við mig. Ég bara fullyrði það að hún var mjög dónaleg við mig, þannig að mér fannst ég bara ekki hafa neitt meira við þá að segja.“ Ásta segir að íslensk barnafjölskylda hafi lent í svipaðri upplifun á síðasta ári og farið út af hótelinu samdægurs og fengu hótelið endurgreitt. Þau höfðu samband við Ástu eftir að færslan var birt á Facebook. Aðspurð hvort hún hafi einhver skilaboð til ferðaskrifstofunnar segir Ásta:Ásta segir að lyktin í fataskápnum hafi verið mjög slæm. Fötin þeirra önguðu ennþá þegar þau komu aftur heim til Íslands.Úr einkasafni/Ásta Magnúsdóttir„Mér finnst bara mjög sérstakt að þeir skuli bjóða fólki upp á svona vitandi aðþeir hafa fengið kvartanir áður, þurft að borga fólk út úr þessum aðstæðum aðþeir skuli voga sér að bjóða upp á svona eins og ég myndi segja, „drullugreni.“Það er bara ekkert öðruvísi. Ég bara óska þess aðþeir lagi þetta hjá sér, taki svona gististaði út.“Bundin trúnaði Fréttastofa hafði samband við framkvæmdastjóra Heimsferða Tómas J. Gestsson vegna málsins sem bað um að eftirfarandi væri komiðá framfæri. „Við vorum að frétta af þessu í dag. Að sjálfsögðu erum við bundin trúnaði við viðskiptavini okkar og getum því ekki tjáð okkur um einstök mál. Við höfum sett okkur í samband viðþau og unnið er í málinu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Sjá meira
Kona vandar ferðaskrifstofunni Heimsferðum ekki kveðjurnar vegna íbúðar sem hún fékk úthlutað á Tenerife og kallar íbúðina drullugreni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar segir að haft hafi verið samband við viðkomandi, ekki sé hægt að tjá sig um einstök mál. Ásta Magnúsdóttir gagnrýnir ferðaskrifstofuna Heimsferðir harðlega í færslu sem hún birti á Facebook. Ásta segir að hún hafi ásamt eiginmanni sínum ákveðið að fara í afslöppunarferð og þau keypt ellefu daga ferðá afsláttarkjörum til Tenerife með Heimsferðum. „Við ákváðum í skyndi að fara til Tenerife í afslöppun og keyptum einhverja tilboðsferð,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu en myndir frá ferðalaginu hennar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hjónin keyptu ferð af Heimsferðum og þurftu að skipta um hótel eftir eina viku. Þau eru mjög ósátt við seinna hótelið sem þau voru sett á en myndir frá herberginu má sjá hér að neðan.Ásta Magnúsdóttir.Mynd/Stöð 2Var sagt að hafa ekki áhyggjur „Við borguðum fyrir hana tæplega 190 þúsund,“ segir Ásta um ferðina. Í skilmálum á tilboðinu var tekið fram að fólk gæti þurft að skipta um hótel á meðan dvölinni stæði en Ásta segir að starfsmaður ferðaskrifstofunnar hafi fullyrt að þau þyrftu þess ekki og myndu dvelja allan tíman á sama hóteli.„Hún sagði „þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, ég man svo vel að hún sagði það.“ Fyrra hótelið var mjög flott en þegar hjónin voru búin að dvelja þar í sex daga þurftu þau að skipta. Þegar Ásta var að koma heim úr nuddi þá virkaði ekki rafræni aðgangslykillinn hennar að hótelgarðinum. Hún talaði við starfsmann sem sagði þá við hana: „Nei þú átt að vera farin.“Úr einkasafni/Ásta MagnúsdóttirEftir símtöl til fararstjóra og ferðaskrifstofunnar komust hjónin að því að þau þyrftu að færa sig um hótel. Ásta segir að fulltrúi á skrifstofua Heimsferða hafi fullyrt í símann að hún hefði átt að vita þetta. „Upp úr því varð mjög leiðinlegt símtal og endaði á leiðinlegum nótum. Ég vissi náttúrulega ekkert hvert ég væri að fara.“Pöddur hlaupandi um innréttinguna Hjónin komu sér svo sjálf á staðinn en þeim brá mikið þegar þau komu inn á herbergið sitt á seinna hótelinu. Þegar þau komu inní íbúðina þar hafi tekið á móti þeim mikil fúkkalykt. „Þegar við opnuðum hurðina þá tók á móti okkur svona þungur „fúkkastinkur“ en við hugsuðum bara að við gætum opnað út á svalir og ekkert mál. Svo förum við inn og ég opna skáp sem var þarna á ganginum og ég get sagt ykkur það að fýlan út úr honum var ógeð. Það voru pöddur þarna inni í herberginu, hlaupandi um alla eldhúsinnréttinguna.“ Úr einkasafni/Ásta MagnúsdóttirTil þess að hita sér vatn þurfti Ásta að slá í könnuna til þess að maurarnir myndu hlaupa af. „Bollana skolaði ég alltaf áður en við fengum okkur kaffi og þetta var bara ógeð.“ Hún lýsir hótelherberginu þannig að málning hafi lafað úr loftinu og mygla hefði verið sjáanleg. Flugur eða pöddur voru dauðar í öllum ljósakúplum og maurar víða.Úr einkasafni/Ásta Magnúsdóttir„Hurðin á baðherberginu, ég veit ekki hvort þetta var fúið eða mygla en hún var bara ónýt. Maður þurfti alltaf að setja öxlina í ef maður ætlaði að opna eða loka.“ Rétt við hótelið var yfirgefið hótel sem búið var að fjarlægja allar rúður úr og allt innbú. Ásta segir að það hafi verið sláandi að hafa þetta í sömu götu og þau hafi ekki verið með öryggistilfinningu þegar þau fóru út á kvöldin, vegna fólksins sem dvaldi þar. „Þar hafðist við útigangsfólk, eiturlyfjaneytendur eða drykkjufólk og greinilega vafasamir ferðalangar sem að ekki áttu fyrir gistingu og annað slíkt, þaðan barst oft hávaði bara allan sólarhringinn.“ Hótelið þeirra var ekki slæmt að utan og frekar snyrtilegt var á sundlaugarbakkanum þar sem þau eyddu miklum tíma. Hjónin kvörtuðu ekki í afgreiðsluna á hótelinu né við ferðaskrifstofuna. Þau hjónin dvöldu í íbúðinni það sem eftir lifði ferðar. „Fyrsta daginn þá lá við að ég ældi í hverju einasta skrefi sem ég tók innanhúss. Ég hef bara ekki upplifað annað eins.“ÍsskápurinnÚr einkasafni/Ásta MagnúsdóttirSegir starfsmanninn hafa verið dónalegan Ásta er allt annað en sátt en hafði samt ekki samband við Heimsferðir eftir ferðina. „Ég hef ekki haft geð í mér til þess, það er bara þannig. Samtali mínu við þá þarna úti lauk líka þannig. Það var mjög mikill æsingur í mér og það var mjög mikill æsingur í konunni sem talaði við mig. Ég bara fullyrði það að hún var mjög dónaleg við mig, þannig að mér fannst ég bara ekki hafa neitt meira við þá að segja.“ Ásta segir að íslensk barnafjölskylda hafi lent í svipaðri upplifun á síðasta ári og farið út af hótelinu samdægurs og fengu hótelið endurgreitt. Þau höfðu samband við Ástu eftir að færslan var birt á Facebook. Aðspurð hvort hún hafi einhver skilaboð til ferðaskrifstofunnar segir Ásta:Ásta segir að lyktin í fataskápnum hafi verið mjög slæm. Fötin þeirra önguðu ennþá þegar þau komu aftur heim til Íslands.Úr einkasafni/Ásta Magnúsdóttir„Mér finnst bara mjög sérstakt að þeir skuli bjóða fólki upp á svona vitandi aðþeir hafa fengið kvartanir áður, þurft að borga fólk út úr þessum aðstæðum aðþeir skuli voga sér að bjóða upp á svona eins og ég myndi segja, „drullugreni.“Það er bara ekkert öðruvísi. Ég bara óska þess aðþeir lagi þetta hjá sér, taki svona gististaði út.“Bundin trúnaði Fréttastofa hafði samband við framkvæmdastjóra Heimsferða Tómas J. Gestsson vegna málsins sem bað um að eftirfarandi væri komiðá framfæri. „Við vorum að frétta af þessu í dag. Að sjálfsögðu erum við bundin trúnaði við viðskiptavini okkar og getum því ekki tjáð okkur um einstök mál. Við höfum sett okkur í samband viðþau og unnið er í málinu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent