Innlent

Spyr hvort kosningaloforð standist

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. MYND/Stefán Karlsson

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir spá Seðlabankans benda til minnkandi hagvaxtar á þessu ári og því næsta. Það bendi til samdráttar á árinu 2009. Enginn stjórnmálaflokkanna byggi heildstæða stefnumörkun í skattamálum, velferðarmálum eða opinberum fjárfestingum á þeirri sýn.

Væntingar standi almennt til þess að landsframleiðsla, kaupmáttur og lífskjör haldi áfram að batna.

Þetta skrifar Vilhjálmur í leiðara fréttabréfsins „Af vettvangi" sem birt er á heimasíðu SA.

Hann spyr hvort stjórnmálaflokkarnir geti efnt kosningaloforð sem gefin séu í aðdraganda kosninga. Hann bendir á væntingar sem gefnar eru í baráttunni um uppbyggingu velferðarkerfisins, samgöngumannvirkja og annarra innviða samfélagsins. Á sama tíma standi til að lækka skatta. Hagstjórnin sé gagnrýnd og jafnvægi lofað í efnahagslífinu. Þá heyrist raddir um að stöðva einstök framfaramál í atvinnulífinu.

Vilhjálmur segir tölur um viðskiptahalla, kaupmátt launa, hagvöxt og erlenda skuldastöðu lýsa „yfirvofandi kreppu og nánast þjóðargjaldþroti." Þvert á þessar tölur vegni hins vegar flestum atvinnugreinum vel og væntingar eru góðar um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×