Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld 16. mars 2012 09:32 Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum, Jóni Baldvini. „Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni." Svona skrifar Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, en þarna svarar hún umfjöllun um Jón Baldin sem birtist í Nýju lífi þar sem ósiðsamleg bréf eftir hann til barnungrar frænku Bryndísar voru birt. Bæði Jón Baldvin og Bryndís birtu bréf sín á vef Jóns Baldvins en áður hafði Fréttatíminn greint frá þeim. Bryndís hafnar þeim ásökunum sem birtust í blaðinu að frænka sína hefði orðið fyrir kynferðislegu áreiti á heimili þeirra strax á barnsaldri. Bryndís hafnar því einnig alfarið fyrir hönd manns síns að hann hefði með einhverjum hætti tafið fyrir rannsókn málsins eins og að er látið liggja í umfjöllun Nýs lífs. En það er óumdeilt að málið tók óvanalega langan tíma í rannsókn hjá lögreglu og síðar ríkissaksóknara. Jón Baldvin skrifar einnig grein þar sem hann útskýrir sína hlið á málinu. Þannig útskýrir hann ástæðuna fyrir því að hann hafi sent frænku eiginkonu sinnar bréfin: „Hver er skýringin á því uppátæki að fara að skrifa henni Guðrúnu bréf úr ýmsum heimshornum, haustið 1998 (þegar hún er fjórtán ára) og svo árið 2001 (þegar hún er sautján ára)? Það er von að spurt sé. En ástæðan er einföld: Guðrún hafði verið kosin í ritnefnd skólablaðsins í Hagaskóla og trúði mér fyrir því þá um sumarið, að hana langaði svo til að læra að skrifa. Það var þess vegna, sem hún bað mig um að skrifa sér bréf. Ég tók því að sjálfsögðu vel og hvatti hana til að byrja á því að halda dagbók. Í afsökunarbréfi mínu til Guðrúnar í apríl 2002 segir svo: „Bréfaskriftir mínar til þín frá erlendum borgum þykja kannski skondið uppátæki, en til þeirra var svo sannarlega ekki stofnað af illum hug til þess að særa eða meiða. Þvert á móti. Það byrjaði á því, að ég vildi hvetja þig til þess að halda dagbók. Til þess að skrifa um tilfinningar, væntingar og vonbrigði unglingsáranna. Beinlínis til að skrifa þig frá sársauka, efasemdum og kvíða. Til þess að reyna að kynnast sjálfum sér og læra að umbera sjálfan sig með kostum sínum og göllum. Ég hef engri manneskju kynnst hingað til, sem er gallalaus; en hversu mörgum hef ég ekki kynnst, sem eru tilfinningaheftir, þora ekki að tjá tilfinningar sínar, þora þar með ekki að lifa. Með þessu hugarfari hef ég skrifast á við fólk, sem mér þykir vænt um, konu mína, börnin mín, systkini og vini – og geri enn". Hér má nálgast heimasíðu Jóns Baldvins. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni." Svona skrifar Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, en þarna svarar hún umfjöllun um Jón Baldin sem birtist í Nýju lífi þar sem ósiðsamleg bréf eftir hann til barnungrar frænku Bryndísar voru birt. Bæði Jón Baldvin og Bryndís birtu bréf sín á vef Jóns Baldvins en áður hafði Fréttatíminn greint frá þeim. Bryndís hafnar þeim ásökunum sem birtust í blaðinu að frænka sína hefði orðið fyrir kynferðislegu áreiti á heimili þeirra strax á barnsaldri. Bryndís hafnar því einnig alfarið fyrir hönd manns síns að hann hefði með einhverjum hætti tafið fyrir rannsókn málsins eins og að er látið liggja í umfjöllun Nýs lífs. En það er óumdeilt að málið tók óvanalega langan tíma í rannsókn hjá lögreglu og síðar ríkissaksóknara. Jón Baldvin skrifar einnig grein þar sem hann útskýrir sína hlið á málinu. Þannig útskýrir hann ástæðuna fyrir því að hann hafi sent frænku eiginkonu sinnar bréfin: „Hver er skýringin á því uppátæki að fara að skrifa henni Guðrúnu bréf úr ýmsum heimshornum, haustið 1998 (þegar hún er fjórtán ára) og svo árið 2001 (þegar hún er sautján ára)? Það er von að spurt sé. En ástæðan er einföld: Guðrún hafði verið kosin í ritnefnd skólablaðsins í Hagaskóla og trúði mér fyrir því þá um sumarið, að hana langaði svo til að læra að skrifa. Það var þess vegna, sem hún bað mig um að skrifa sér bréf. Ég tók því að sjálfsögðu vel og hvatti hana til að byrja á því að halda dagbók. Í afsökunarbréfi mínu til Guðrúnar í apríl 2002 segir svo: „Bréfaskriftir mínar til þín frá erlendum borgum þykja kannski skondið uppátæki, en til þeirra var svo sannarlega ekki stofnað af illum hug til þess að særa eða meiða. Þvert á móti. Það byrjaði á því, að ég vildi hvetja þig til þess að halda dagbók. Til þess að skrifa um tilfinningar, væntingar og vonbrigði unglingsáranna. Beinlínis til að skrifa þig frá sársauka, efasemdum og kvíða. Til þess að reyna að kynnast sjálfum sér og læra að umbera sjálfan sig með kostum sínum og göllum. Ég hef engri manneskju kynnst hingað til, sem er gallalaus; en hversu mörgum hef ég ekki kynnst, sem eru tilfinningaheftir, þora ekki að tjá tilfinningar sínar, þora þar með ekki að lifa. Með þessu hugarfari hef ég skrifast á við fólk, sem mér þykir vænt um, konu mína, börnin mín, systkini og vini – og geri enn". Hér má nálgast heimasíðu Jóns Baldvins.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira