Forsetinn segir Íslendinga ekki lengur grínast með hlýnun jarðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2018 09:00 Guðni Th. Jóhannesson var þáttakandi í World Ocean Summit í Mexíkó um helgina. Vísir/AFP Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar séu hættir að grínast með hlýnun jarðar. Afleiðingar hennar séu alvarlegar og segir Guðni að Íslendingar þurfi að glíma við þær, rétt eins og aðrar þjóðir.„Það er algengur brandari á Íslandi að segja að það sé svo kalt og vindasamt á þessari regnbörðu eyju að hlýnun jarðar sé eitthvað sem væri velkomið, en það er ekki fyndið lengur,“ sagði Guðni í Mexíkó þar sem hann var staddur á World Ocean Summit ráðstefnunni enfréttatofa Reuters var á staðnum.Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist en hana sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins.Vakti Guðni athygli á því að hækkandi hitastig sjávar í grennd við Norðurpólinn væri skaðleg þróun fyrir líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna, auk þess sem að súrnun sjávar væri alvarlegt vandamál fyrir norðlægari ríki heimsins.Guðni hitti einnig Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, og skiptust þeir á landsliðstreyjum.Vísir/AFP„Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll um allan heim en það er glögglega hægt að sjá áhrif þeirra á Norðurslóðum. Ísbreiðan í kringum Norðurpólinn bráðnar hratt og sjórinn fer hlýnandi.“Því hefur stundum verið fleygt fram að hlýnun jarðar skapi tækifæri fyrir Ísland og í máli Guðna kom fram að ekki væri hægt að neita því að ef siglingaleiðir á Norðurslóðum myndu opnast gæti Ísland síðar orðið miðstöð skipaumferðar á þeim slóðum.Gaf ekki upp eigin afstöðu til hvalveiðaGuðni sagði einnig að rekja mætti það að makríll hefur í auknum mæli fundist við strendur Íslands til hækkandi hitastigs sjávar, en að sama skapi væri líklegt að þorskurinn myndi flytja sig norðar. Væri þetta dæmi um hvernig ríki heims þyrftu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.Sagði Guðni að eftir því sem fiskistofnar færi sig til væri mikilvægt fyrir nágrannaríki að ná samkomulagi um veiðar og minntist hann á deilur Íslendinga við Norðmenn og Færeyinga í tengslum við veiðar á makríl.Guðni ræddi einnig um hvalveiðar Íslendinga og sagði hann það liggja fyrir að þær veiðar væru sjálfbærar og langt frá því að ógna framtíð hvalastofna. Neitaði hann reyndar að gefa upp eigin afstöðu til hvalveiða en íslensk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að heimila hvalveiðar við strendur Íslands. Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar séu hættir að grínast með hlýnun jarðar. Afleiðingar hennar séu alvarlegar og segir Guðni að Íslendingar þurfi að glíma við þær, rétt eins og aðrar þjóðir.„Það er algengur brandari á Íslandi að segja að það sé svo kalt og vindasamt á þessari regnbörðu eyju að hlýnun jarðar sé eitthvað sem væri velkomið, en það er ekki fyndið lengur,“ sagði Guðni í Mexíkó þar sem hann var staddur á World Ocean Summit ráðstefnunni enfréttatofa Reuters var á staðnum.Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist en hana sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins.Vakti Guðni athygli á því að hækkandi hitastig sjávar í grennd við Norðurpólinn væri skaðleg þróun fyrir líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna, auk þess sem að súrnun sjávar væri alvarlegt vandamál fyrir norðlægari ríki heimsins.Guðni hitti einnig Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, og skiptust þeir á landsliðstreyjum.Vísir/AFP„Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll um allan heim en það er glögglega hægt að sjá áhrif þeirra á Norðurslóðum. Ísbreiðan í kringum Norðurpólinn bráðnar hratt og sjórinn fer hlýnandi.“Því hefur stundum verið fleygt fram að hlýnun jarðar skapi tækifæri fyrir Ísland og í máli Guðna kom fram að ekki væri hægt að neita því að ef siglingaleiðir á Norðurslóðum myndu opnast gæti Ísland síðar orðið miðstöð skipaumferðar á þeim slóðum.Gaf ekki upp eigin afstöðu til hvalveiðaGuðni sagði einnig að rekja mætti það að makríll hefur í auknum mæli fundist við strendur Íslands til hækkandi hitastigs sjávar, en að sama skapi væri líklegt að þorskurinn myndi flytja sig norðar. Væri þetta dæmi um hvernig ríki heims þyrftu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.Sagði Guðni að eftir því sem fiskistofnar færi sig til væri mikilvægt fyrir nágrannaríki að ná samkomulagi um veiðar og minntist hann á deilur Íslendinga við Norðmenn og Færeyinga í tengslum við veiðar á makríl.Guðni ræddi einnig um hvalveiðar Íslendinga og sagði hann það liggja fyrir að þær veiðar væru sjálfbærar og langt frá því að ógna framtíð hvalastofna. Neitaði hann reyndar að gefa upp eigin afstöðu til hvalveiða en íslensk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að heimila hvalveiðar við strendur Íslands.
Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira