Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2020 21:25 Vigdís Sóley Vignisdóttir ráðgjafi umboðsmanns barna afhendir Katrínu Jakobsdóttur niðurstöður Barnaþings við Ráðherrabústaðinn í dag. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra segir Barnaþing komið til að vera og vonast til að Alþingi geti tekið niðurstöður þess frá í nóvember til einhvers konar umræðu. En umboðsmaður barna og hópur ungmenna afhenti ríkistjórninni niðurstöðurnar í dag. Stofnað var til Barnaþings með lögum og fór það fyrsta fram í Hörpu dagana 21. til 22. nóvember í fyrra. Tvöhundruð og fimmtíu þingfulltrúar á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir alls staðar að á landinu með slembiúrtaki og sóttu hundrað þrjátíu og níu þeirra þingið. Salvör Nordal umboðsmaður barna fór ásamt hópi þingfulltrúa og stuðningshóps embættisins fyrir athöfn með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. „Barnaþingið er auðvitað straumhvörf, tímamót, í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mikið fram að færa,“ sagði Salvör. Vigdís Sóley Vignisdóttir úr ráðgjafahópi umboðsmanns afhenti síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu með niðurstöðunum. En embætti umboðsmanns barna sá um undirbúning og skipulag þingsins. „Þetta eru helstu niðurstöðurnar, það sem brennur á hjarta barna. Það er því mjög mikilvægt að hlustað sé á það sem börn hafa að segja og tekið sé mark á því,“ sagði Vigdís. Þingið tók fyrir mjög fjölbreytt innlend og erlend málefni og ályktaði um þau. En ráðherrar sátu flestir hluta þingsins og fylgdust með þingstörfum. Ráðherrarnir voru hæstánægð(ir) þegar þau settu upp svunturnar í litum stjórnarflokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Mér fannst best að fá að sitja við borð og fá að taka þátt í umræðum. Sem voru mjög mikið bæði um skólamál og umhverfismál við borðiþar sem ég var og það gaf mér mjög mikið. Þannig að nú munum við öll lesa þessa skýrslu,“ sagði forsætisráðherra. Barnaþing væri komið til að vera reglulegur viðburður. „Og ég vonast líka til þess að við getum tekið fyrir á Alþingi þessar niðurstöður í einhvers konar umræðu. Um málefni barna og niðurstöður Barnaþings. Þannig að það sem þið eruð að gera skiptir máli,“ sagði Katrín. Vilhjálmur Hauksson sem var einn þingfulltrúa afhenti forsætisráðherra síðan óvænta gjöf og mundi forsætisráðherra eftir að hafa hitt hann áður. „Við hittumst á þinginu, ég man eftir því,“ sagði hún og heilsaði Vilhjámi. „Ég vil bara segja að það er mjög mikilvægt að leyfa börnum að vera þau sjálf. Þau þurfi ekki að vera eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og afhenti Katrínu gjöfina. En í pokum til ráðherranna reyndist vera grillsvuntur í litum stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra sagði koma sér vel í eldhúsinu. Á svuntunni undir merki umboðsmanns barna stendur: „Ég brenn fyrir réttindum barna." Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Forsætisráðherra segir Barnaþing komið til að vera og vonast til að Alþingi geti tekið niðurstöður þess frá í nóvember til einhvers konar umræðu. En umboðsmaður barna og hópur ungmenna afhenti ríkistjórninni niðurstöðurnar í dag. Stofnað var til Barnaþings með lögum og fór það fyrsta fram í Hörpu dagana 21. til 22. nóvember í fyrra. Tvöhundruð og fimmtíu þingfulltrúar á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir alls staðar að á landinu með slembiúrtaki og sóttu hundrað þrjátíu og níu þeirra þingið. Salvör Nordal umboðsmaður barna fór ásamt hópi þingfulltrúa og stuðningshóps embættisins fyrir athöfn með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. „Barnaþingið er auðvitað straumhvörf, tímamót, í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mikið fram að færa,“ sagði Salvör. Vigdís Sóley Vignisdóttir úr ráðgjafahópi umboðsmanns afhenti síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu með niðurstöðunum. En embætti umboðsmanns barna sá um undirbúning og skipulag þingsins. „Þetta eru helstu niðurstöðurnar, það sem brennur á hjarta barna. Það er því mjög mikilvægt að hlustað sé á það sem börn hafa að segja og tekið sé mark á því,“ sagði Vigdís. Þingið tók fyrir mjög fjölbreytt innlend og erlend málefni og ályktaði um þau. En ráðherrar sátu flestir hluta þingsins og fylgdust með þingstörfum. Ráðherrarnir voru hæstánægð(ir) þegar þau settu upp svunturnar í litum stjórnarflokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Mér fannst best að fá að sitja við borð og fá að taka þátt í umræðum. Sem voru mjög mikið bæði um skólamál og umhverfismál við borðiþar sem ég var og það gaf mér mjög mikið. Þannig að nú munum við öll lesa þessa skýrslu,“ sagði forsætisráðherra. Barnaþing væri komið til að vera reglulegur viðburður. „Og ég vonast líka til þess að við getum tekið fyrir á Alþingi þessar niðurstöður í einhvers konar umræðu. Um málefni barna og niðurstöður Barnaþings. Þannig að það sem þið eruð að gera skiptir máli,“ sagði Katrín. Vilhjálmur Hauksson sem var einn þingfulltrúa afhenti forsætisráðherra síðan óvænta gjöf og mundi forsætisráðherra eftir að hafa hitt hann áður. „Við hittumst á þinginu, ég man eftir því,“ sagði hún og heilsaði Vilhjámi. „Ég vil bara segja að það er mjög mikilvægt að leyfa börnum að vera þau sjálf. Þau þurfi ekki að vera eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og afhenti Katrínu gjöfina. En í pokum til ráðherranna reyndist vera grillsvuntur í litum stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra sagði koma sér vel í eldhúsinu. Á svuntunni undir merki umboðsmanns barna stendur: „Ég brenn fyrir réttindum barna."
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00