Kvíði og ótti vegna óvissunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2020 22:00 Margrét Gauja greindist með kórónuveiruna í mars og segist langt frá því að hafa náð fullum bata. vísir/sigurjón Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn, yfir 1800 manns hafa greinst með veiruna en einungis 26 eru skráðir með virk smit í dag. En það eru ekki allir komnir með fulla heilsu þótt þeir séu lausir úr einangrun. Margrét Gauja er ein þeirra. Hún greindist með veiruna í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Hún losnaði úr einangrun fyrir tveimur vikum en er ekki orðin fullhraust. „Ef ég hreyfi mig eitthvað, þá er ég ekki að tala um skokk eða heilan jógatíma, heldur bara ef ég tek of mikið til eða er of mikið að stússast, þá vakna ég veik daginn eftir,“ segir Margrét. Hún finnur þá fyrir „almennum covi ömurlegheitum“ eins og hún kemst sjálf að orði. Fær hita, hausverk og flökurleika. „Orkan er líka sveiflukennd. Ég átti frábæran dag í gær og fór þá líklega aðeins fram úr sjálfri mér og er þreytt í dag. Maður er alltaf að reyna að finna milliveginn. Ég er orðin kvíðin fyrir því hvar línan er,“ segir Margrét Gauja og bendir á að ráðið „að taka því rólega“ segi henni lítið enda sé misjafnt eftir fólki hvað það þýði. Eins geti það varla verið hollt að vera í rúminu í fleiri mánuði. „Ég hef fengið covid“ á facebook „Það að hlusta á líkamann virkar heldur ekki vel. Ég fór í göngutúr um daginn og leið svakalega vel í göngutúrnum og fyrst eftir hann en vaknaði daginn eftir mjög veik.“ Lítið er vitað um sjúkdóminn og Margrét segir það eitt það erfiðasta við hann. „Ég er búin að hringja í heimlislækninn minn og fór bara að grenja. Því ég þarf hjálp, eitthvað plan, áætlun og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að takast á við þetta og koma mér aftur í gang.“ Margrét Gauja er ekki ein í þessum sporum. Þrjú hundruð Íslendingar eru í facebook-hópnum Við fengum covid. Þar eru þessi mál rædd og sérstaklega óvissan í kringum sjúkdómseinkenni, hversu lengi þau muni finna fyrir þeim og fylgikvilla. „Þetta er rauða línan í samskiptum í hópnum. Þessi kvíði og ótti af því að við vitum ekki neitt - það gerir þetta ástand ekki þægilegra.“ Margrét segist þurfa ráð enda hafi hún aldrei veikst svona. „Ég vil bara gera þetta rétt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn, yfir 1800 manns hafa greinst með veiruna en einungis 26 eru skráðir með virk smit í dag. En það eru ekki allir komnir með fulla heilsu þótt þeir séu lausir úr einangrun. Margrét Gauja er ein þeirra. Hún greindist með veiruna í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Hún losnaði úr einangrun fyrir tveimur vikum en er ekki orðin fullhraust. „Ef ég hreyfi mig eitthvað, þá er ég ekki að tala um skokk eða heilan jógatíma, heldur bara ef ég tek of mikið til eða er of mikið að stússast, þá vakna ég veik daginn eftir,“ segir Margrét. Hún finnur þá fyrir „almennum covi ömurlegheitum“ eins og hún kemst sjálf að orði. Fær hita, hausverk og flökurleika. „Orkan er líka sveiflukennd. Ég átti frábæran dag í gær og fór þá líklega aðeins fram úr sjálfri mér og er þreytt í dag. Maður er alltaf að reyna að finna milliveginn. Ég er orðin kvíðin fyrir því hvar línan er,“ segir Margrét Gauja og bendir á að ráðið „að taka því rólega“ segi henni lítið enda sé misjafnt eftir fólki hvað það þýði. Eins geti það varla verið hollt að vera í rúminu í fleiri mánuði. „Ég hef fengið covid“ á facebook „Það að hlusta á líkamann virkar heldur ekki vel. Ég fór í göngutúr um daginn og leið svakalega vel í göngutúrnum og fyrst eftir hann en vaknaði daginn eftir mjög veik.“ Lítið er vitað um sjúkdóminn og Margrét segir það eitt það erfiðasta við hann. „Ég er búin að hringja í heimlislækninn minn og fór bara að grenja. Því ég þarf hjálp, eitthvað plan, áætlun og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að takast á við þetta og koma mér aftur í gang.“ Margrét Gauja er ekki ein í þessum sporum. Þrjú hundruð Íslendingar eru í facebook-hópnum Við fengum covid. Þar eru þessi mál rædd og sérstaklega óvissan í kringum sjúkdómseinkenni, hversu lengi þau muni finna fyrir þeim og fylgikvilla. „Þetta er rauða línan í samskiptum í hópnum. Þessi kvíði og ótti af því að við vitum ekki neitt - það gerir þetta ástand ekki þægilegra.“ Margrét segist þurfa ráð enda hafi hún aldrei veikst svona. „Ég vil bara gera þetta rétt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira